Bændur vilja nálgast hina lattelepjandi lopatrefla Jakob Bjarnar skrifar 19. febrúar 2015 15:19 Bændur munu leggja undir sig Hörpuna eftir rúma viku og það leggst bara vel í Halldór Guðmundsson. Bændur ætla að gera sér glaðan dag þann 1. mars þegar Búnaðarþing verður sett: Kaupstaðarferð og það sem meira er, þeir ætla að „sameinast iðandi mannlífi Hörpunnar tónlistarhúss þar sem Vetrarmarkaður Búrsins fer fram á jarðhæð og ýmsir smáframleiðendur bjóða fram vörur sínar,“ eins og segir í boðsmiða sem Bændasamtökin hafa dreift meðal vina og velunnara. Eiríkur Blöndal er framkvæmdastjóri Bændasamtakanna og hann segir að Búnaðarþingið hafi verið haldið í Hörpu í fyrra og tókst þá vel til, troðfullt hús. „Það er gaman að tengja þetta matarmarkaðinum sem verður haldinn þarna á sama tíma. Og svo Food and Fun sem er á sama tíma. Við vonumst til að sjá sem flesta,“ segir Eiríkur sem segist aðspurður bændur ekki óttast lattelepjandi lopatrefla sem gjarnan er að finna í Hörpu. „Nei, það er nú eitthvað annað. Þetta er nú bara hátíð fyrir alla og gaman að setja búnaðarþing með stæl. Við erum einmitt að reyna að nálgast þá.“ Hvergi er til sparað þegar Búnaðarþingið verður sett; létt hádegishressing í boði íslenskra bænda og þá munu Sindri Sigurgeirsson, formaður BÍ, setja þingið og Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ávarpa gesti. Og ljóst er að sjónvarpsfólkið Brynja Þorgeirsdóttir og Bragi Valdimar Skúlason hafa eignað sér stað í hjarta landsmanna og eru eftirsóttir veislustjórar; þau munu leiða athöfnina. Freyjukórinn úr Borgarfirði mun syngja, landbúnaðarverðlaun verða veitt og hljómsveitin Brother Grass flytur nokkur lög. Þá er boðað að fyrirtæki sem tengjast landbúnaði verði á svæðinu, þau kynna starfsemi sína auk þess sem Grillvagn sauðfjárbænda verður rjúkandi heitur fyrir framan Hörpuna; þar ætla meðlimir í Meistarafélagi kjötiðnaðarmanna að grilla gómsætt lambakjötið ofan í gesti og gangandi. En, hvernig horfir þetta við þeim sem fást við hámenninguna í Hörpu, að fá inná sig bændur og búalið sem vilja breyta tónlistarhúsinu sjálfu í matarmarkað? Halldór Guðmundsson segir þetta risadag. Og hann bendir á að matarmarkaður Búrsins hafi margoft verið í Hörpu og gert mikla lukku. „Aldrei nýtur þú tónleika betur en vel étinn. Matarmarkaðurinn er hér á jarðhæð, tónleikar á annarri hæð, þannig að hann skapar mjög góða undirstöðu.“En, er ekki hætt við að þeim hinum lattelepjandi lopatreflum, sem eru þarna öllum stundum, muni bregða við þessa innrás bændanna? „Það væri lítill latte ef það væri ekki landbúnaður,“ segir Halldór Guðmundsson. Food and Fun Tengdar fréttir Kúabóndi hvetur Bændasamtökin til að kæra Vilhjálm Bjarnason Daníel Magnússon, kúabóndi í Akbraut í Holtum í Rangárþingi ytra hvetur Bændasamtök Íslands til að kæra Vilhjálm Bjarnason, alþingismann Sjálfstæðisflokksins fyrir ærumeiðingar í garð bænda. 15. janúar 2015 11:56 Bændasamtökin ætla ekki að selja Hótel Sögu Tilboðin ekki nægilega hagstæð. 28. janúar 2015 10:36 Bændasamtökin styrkja þá sem þeim sýnist Erna Bjarnadóttir telur fráleitt að það sé frétt að Bændasamtökin hafi lánað Heimssýn húsgögn. 17. mars 2014 16:09 Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira
Bændur ætla að gera sér glaðan dag þann 1. mars þegar Búnaðarþing verður sett: Kaupstaðarferð og það sem meira er, þeir ætla að „sameinast iðandi mannlífi Hörpunnar tónlistarhúss þar sem Vetrarmarkaður Búrsins fer fram á jarðhæð og ýmsir smáframleiðendur bjóða fram vörur sínar,“ eins og segir í boðsmiða sem Bændasamtökin hafa dreift meðal vina og velunnara. Eiríkur Blöndal er framkvæmdastjóri Bændasamtakanna og hann segir að Búnaðarþingið hafi verið haldið í Hörpu í fyrra og tókst þá vel til, troðfullt hús. „Það er gaman að tengja þetta matarmarkaðinum sem verður haldinn þarna á sama tíma. Og svo Food and Fun sem er á sama tíma. Við vonumst til að sjá sem flesta,“ segir Eiríkur sem segist aðspurður bændur ekki óttast lattelepjandi lopatrefla sem gjarnan er að finna í Hörpu. „Nei, það er nú eitthvað annað. Þetta er nú bara hátíð fyrir alla og gaman að setja búnaðarþing með stæl. Við erum einmitt að reyna að nálgast þá.“ Hvergi er til sparað þegar Búnaðarþingið verður sett; létt hádegishressing í boði íslenskra bænda og þá munu Sindri Sigurgeirsson, formaður BÍ, setja þingið og Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ávarpa gesti. Og ljóst er að sjónvarpsfólkið Brynja Þorgeirsdóttir og Bragi Valdimar Skúlason hafa eignað sér stað í hjarta landsmanna og eru eftirsóttir veislustjórar; þau munu leiða athöfnina. Freyjukórinn úr Borgarfirði mun syngja, landbúnaðarverðlaun verða veitt og hljómsveitin Brother Grass flytur nokkur lög. Þá er boðað að fyrirtæki sem tengjast landbúnaði verði á svæðinu, þau kynna starfsemi sína auk þess sem Grillvagn sauðfjárbænda verður rjúkandi heitur fyrir framan Hörpuna; þar ætla meðlimir í Meistarafélagi kjötiðnaðarmanna að grilla gómsætt lambakjötið ofan í gesti og gangandi. En, hvernig horfir þetta við þeim sem fást við hámenninguna í Hörpu, að fá inná sig bændur og búalið sem vilja breyta tónlistarhúsinu sjálfu í matarmarkað? Halldór Guðmundsson segir þetta risadag. Og hann bendir á að matarmarkaður Búrsins hafi margoft verið í Hörpu og gert mikla lukku. „Aldrei nýtur þú tónleika betur en vel étinn. Matarmarkaðurinn er hér á jarðhæð, tónleikar á annarri hæð, þannig að hann skapar mjög góða undirstöðu.“En, er ekki hætt við að þeim hinum lattelepjandi lopatreflum, sem eru þarna öllum stundum, muni bregða við þessa innrás bændanna? „Það væri lítill latte ef það væri ekki landbúnaður,“ segir Halldór Guðmundsson.
Food and Fun Tengdar fréttir Kúabóndi hvetur Bændasamtökin til að kæra Vilhjálm Bjarnason Daníel Magnússon, kúabóndi í Akbraut í Holtum í Rangárþingi ytra hvetur Bændasamtök Íslands til að kæra Vilhjálm Bjarnason, alþingismann Sjálfstæðisflokksins fyrir ærumeiðingar í garð bænda. 15. janúar 2015 11:56 Bændasamtökin ætla ekki að selja Hótel Sögu Tilboðin ekki nægilega hagstæð. 28. janúar 2015 10:36 Bændasamtökin styrkja þá sem þeim sýnist Erna Bjarnadóttir telur fráleitt að það sé frétt að Bændasamtökin hafi lánað Heimssýn húsgögn. 17. mars 2014 16:09 Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira
Kúabóndi hvetur Bændasamtökin til að kæra Vilhjálm Bjarnason Daníel Magnússon, kúabóndi í Akbraut í Holtum í Rangárþingi ytra hvetur Bændasamtök Íslands til að kæra Vilhjálm Bjarnason, alþingismann Sjálfstæðisflokksins fyrir ærumeiðingar í garð bænda. 15. janúar 2015 11:56
Bændasamtökin styrkja þá sem þeim sýnist Erna Bjarnadóttir telur fráleitt að það sé frétt að Bændasamtökin hafi lánað Heimssýn húsgögn. 17. mars 2014 16:09