Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Haukar 25-25 | Jafntefli í kaflaskiptum leik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. febrúar 2015 13:43 Árni Steinn Steinþórsson og Jóhann Jóhannsson. vísir/valli Afturelding og Haukar skildu jöfn í annað sinn í vetur þegar liðin mættust í N1-höllinni í Mosfellsbæ í 20. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Lokatölur 25-25. Davíð Svansson reyndist hetja Mosfellinga en hann varði vítakast Þrastar Þráinssonar þegar leiktíminn var liðinn og tryggði sínum mönnum annað stigið.Valgarður Gíslason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var að Varmá í kvöld og tók myndirnar sem fylgja umfjölluninni. Haukarnir höfðu unnið alla fjóra leiki sína eftir áramót - þrjá í deild og einn í bikar - og þeir byrjuðu betur. Tjörvi Þorgeirsson fór vel af stað og skoraði þrjú af fimm fyrstu mörkum gestanna sem komust í 5-8 eftir 12 mínútna leik. Þá sögðu Mosfellingar hingað og ekki lengra, vörnin styrkist og Davíð var vel með á nótunum þar fyrir aftan. Í sókninni leystu heimamenn ítrekað inn á línu gegn framliggjandi vörn Hauka sem bar góðan árangur. Afturelding skoraði sjö mörk í röð og komst fjórum mörkum yfir, 12-8. Sóknarleikur var afar slakur á þessum kafla en gestirnir skoruðu ekki mark í 10 mínútur.Örn Ingi Bjarkason fær högg frá Matthíasi Árna Ingimarssyni.vísir/valliEn Haukar gáfust ekki upp og jöfnuðu metin í 12-12. Mosfellingar voru mikið út af á þessum kafla en dómarar leiksins, þeir Jónas Elíasson og Anton Gylfi Pálsson, lögðu nokkuð stranga línu. Þröstur var drjúgur fyrir Hauka á lokamínútum fyrri hálfleiks en hann skoraði þrjú af fimm síðustu mörkum liðsins í hálfleiknum. Eftir vel útfærða lokasókn sem Birkir Benediktsson batt endahnútinn á fór Afturelding með tveggja marka forystu til búningsherbergja, 15-13. Hugur Haukamanna virtist hafa orðið eftir í klefanum því Hafnfirðingar voru ekki með í upphafi seinni hálfleiks þar sem Mosfellingar skoruðu hvert markið á fætur öðru. Afturelding byrjaði seinni hálfleikinn á 5-1 kafla og leiddi með sex mörkum, 20-14, þegar rúmar 20 mínútur voru eftir af leiknum. En líkt og í fyrri hálfleik neituðu Haukar að gefast upp og þeir fóru að saxa á forskot heimamanna. Gestirnir breyttu vörn og í sókninni leituðu þeir mikið til Heimis Óla Heimssonar sem skoraði sjö mörk af línunni í kvöld. Heimir skoraði m.a. fimm af sex síðustu mörkum Hauka sem fengu gullið tækifæri til að hirða stigin tvö, en Davíð kom í veg fyrir það eins og fyrr sagði. Línumaðurinn Pétur Júníusson átti afbragðsleik fyrir Aftureldingu, jafnt í vörn sem sókn. Hann var markahæstur í liði heimamanna með fimm mörk, líkt og Örn Ingi Bjarkason, Jóhann Jóhannsson og nafni hans Gunnar Einarsson. Þá skilaði Kristinn Bjarkason fjórum mörkum úr vinstra horninu. Davíð stóð fyrir sínu með 16 skot varin, þ.á.m. vítið mikilvæga undir lokin. Heimir Óli var markahæstur í liði Hauka með sjö mörk, en Þröstur kom næstur með fimm.Stuðboltarnir Davíð Svansson og Pétur Júníusson fagna marki.vísir/valliDavíð: Hvað gerir maður ekki fyrir sjónvarpið? Davíð Svansson tryggði Aftureldingu annað stigið gegn Haukum í Olís-deild karla í kvöld en hann varði vítakast Þrastar Þráinssonar þegar leiktíminn var liðinn. "Hvað gerir maður ekki fyrir sjónvarpið?" sagði Davíð léttur eftir leikinn sem var sýndur í beinni útsendingu á RÚV Íþróttum. Markvörðurinn knái hefði þó viljað fá bæði stigin úr leik kvöldsins. "Þetta var tapað stig, klárlega. Síðasta korterið í leiknum var skelfilegt, bæði sóknar- og varnarlega. "Við glutruðum boltanum frá okkur í sókninni og jafnvel í hraðaupphlaupum. Og svo skorar Heimir (Óli Heimisson, leikmaður Hauka) fullt af mörkum af línunni. "Það var ekki gott," sagði Davíð sem var þó ánægður með spilamennsku Aftureldingar lengst af. "Ég var heilt yfir ánægður með leikinn. Þetta var svona upp og ofan, en þokkalegt í gegnum allan leikinn. "Við vorum mjög góðir framan af í seinni hálfleik en svo gerist eitthvað. Það var eins og við ætluðum að vinna leikinn einn, tveir og núna," sagði Davíð sem er sáttur með uppskeruna eftir HM-hléið en Mosfellingar hafa krækt í sjö stig af átta mögulegum. "Við erum sáttir með öll stig sem við fáum. Við erum búnir að fá 13 stig í hvorri umferð - fyrstu og annarri - og við erum á góðri leið með að ná því í þeirri þriðju."Patrekur Jóhannesson var ánægður með endurkomuna.vísir/valliPatrekur: Hægt að fara í alls konar orðaleiki Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, var ánægður með margt í leik sinna manna í jafnteflinu gegn Aftureldingu í kvöld. En hvort lítur hann á stigið sem unnið eða tapað? "Þetta var eitt stig," sagði Patrekur og hló við. "Það er hægt að fara í alls konar orðaleiki. Þeir voru 20-14 yfir á heimavelli en við erum yfir og áttum að vinna þá í lokin, að mér fannst. "Við komum vel inn í leikinn og byrjunin var góð en svo kemur kafli þar sem ekkert gekk upp, lítil markvarsla og vörnin var ekki nógu beitt. Og byrjun seinni hálfleiks var engan veginn nógu góð. "En við breyttum aðeins í lokin, tókum Örn Inga (Bjarkason) út, vorum aftarlega á línumanninn og létum þá koma svolítið inn á miðsvæðið sem gekk mjög vel. "Við komumst inn í leikinn og fáum svo möguleika til að klára þetta," sagði Patrekur sem var ánægður með línuspil Hauka í leiknum en Heimir Óli Heimisson skoraði sjö mörk af línunni í kvöld. "Það gekk mjög vel. Árni (Steinn Steinþórsson) var líka að spila vel fyrir hornið. Við unnum vel saman, tveir og tveir, og fundum góðar lausnir á varnarleik þeirra." Haukar hafa fengið sjö stig af átta mögulegum eftir HM-hléið og Patrekur er ánægður með uppskeruna. "Við erum að spila betur en fyrir áramót en slæmu kaflarnir í kvöld voru lengri en þeir hafa verið og við þurfum að laga það fyrir næstu helgi," sagði Patrekur en Haukar mæta ÍBV í undanúrslitum Coca-Cola bikarsins á föstudaginn í næstu viku. Olís-deild karla Mest lesið Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira
Afturelding og Haukar skildu jöfn í annað sinn í vetur þegar liðin mættust í N1-höllinni í Mosfellsbæ í 20. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Lokatölur 25-25. Davíð Svansson reyndist hetja Mosfellinga en hann varði vítakast Þrastar Þráinssonar þegar leiktíminn var liðinn og tryggði sínum mönnum annað stigið.Valgarður Gíslason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var að Varmá í kvöld og tók myndirnar sem fylgja umfjölluninni. Haukarnir höfðu unnið alla fjóra leiki sína eftir áramót - þrjá í deild og einn í bikar - og þeir byrjuðu betur. Tjörvi Þorgeirsson fór vel af stað og skoraði þrjú af fimm fyrstu mörkum gestanna sem komust í 5-8 eftir 12 mínútna leik. Þá sögðu Mosfellingar hingað og ekki lengra, vörnin styrkist og Davíð var vel með á nótunum þar fyrir aftan. Í sókninni leystu heimamenn ítrekað inn á línu gegn framliggjandi vörn Hauka sem bar góðan árangur. Afturelding skoraði sjö mörk í röð og komst fjórum mörkum yfir, 12-8. Sóknarleikur var afar slakur á þessum kafla en gestirnir skoruðu ekki mark í 10 mínútur.Örn Ingi Bjarkason fær högg frá Matthíasi Árna Ingimarssyni.vísir/valliEn Haukar gáfust ekki upp og jöfnuðu metin í 12-12. Mosfellingar voru mikið út af á þessum kafla en dómarar leiksins, þeir Jónas Elíasson og Anton Gylfi Pálsson, lögðu nokkuð stranga línu. Þröstur var drjúgur fyrir Hauka á lokamínútum fyrri hálfleiks en hann skoraði þrjú af fimm síðustu mörkum liðsins í hálfleiknum. Eftir vel útfærða lokasókn sem Birkir Benediktsson batt endahnútinn á fór Afturelding með tveggja marka forystu til búningsherbergja, 15-13. Hugur Haukamanna virtist hafa orðið eftir í klefanum því Hafnfirðingar voru ekki með í upphafi seinni hálfleiks þar sem Mosfellingar skoruðu hvert markið á fætur öðru. Afturelding byrjaði seinni hálfleikinn á 5-1 kafla og leiddi með sex mörkum, 20-14, þegar rúmar 20 mínútur voru eftir af leiknum. En líkt og í fyrri hálfleik neituðu Haukar að gefast upp og þeir fóru að saxa á forskot heimamanna. Gestirnir breyttu vörn og í sókninni leituðu þeir mikið til Heimis Óla Heimssonar sem skoraði sjö mörk af línunni í kvöld. Heimir skoraði m.a. fimm af sex síðustu mörkum Hauka sem fengu gullið tækifæri til að hirða stigin tvö, en Davíð kom í veg fyrir það eins og fyrr sagði. Línumaðurinn Pétur Júníusson átti afbragðsleik fyrir Aftureldingu, jafnt í vörn sem sókn. Hann var markahæstur í liði heimamanna með fimm mörk, líkt og Örn Ingi Bjarkason, Jóhann Jóhannsson og nafni hans Gunnar Einarsson. Þá skilaði Kristinn Bjarkason fjórum mörkum úr vinstra horninu. Davíð stóð fyrir sínu með 16 skot varin, þ.á.m. vítið mikilvæga undir lokin. Heimir Óli var markahæstur í liði Hauka með sjö mörk, en Þröstur kom næstur með fimm.Stuðboltarnir Davíð Svansson og Pétur Júníusson fagna marki.vísir/valliDavíð: Hvað gerir maður ekki fyrir sjónvarpið? Davíð Svansson tryggði Aftureldingu annað stigið gegn Haukum í Olís-deild karla í kvöld en hann varði vítakast Þrastar Þráinssonar þegar leiktíminn var liðinn. "Hvað gerir maður ekki fyrir sjónvarpið?" sagði Davíð léttur eftir leikinn sem var sýndur í beinni útsendingu á RÚV Íþróttum. Markvörðurinn knái hefði þó viljað fá bæði stigin úr leik kvöldsins. "Þetta var tapað stig, klárlega. Síðasta korterið í leiknum var skelfilegt, bæði sóknar- og varnarlega. "Við glutruðum boltanum frá okkur í sókninni og jafnvel í hraðaupphlaupum. Og svo skorar Heimir (Óli Heimisson, leikmaður Hauka) fullt af mörkum af línunni. "Það var ekki gott," sagði Davíð sem var þó ánægður með spilamennsku Aftureldingar lengst af. "Ég var heilt yfir ánægður með leikinn. Þetta var svona upp og ofan, en þokkalegt í gegnum allan leikinn. "Við vorum mjög góðir framan af í seinni hálfleik en svo gerist eitthvað. Það var eins og við ætluðum að vinna leikinn einn, tveir og núna," sagði Davíð sem er sáttur með uppskeruna eftir HM-hléið en Mosfellingar hafa krækt í sjö stig af átta mögulegum. "Við erum sáttir með öll stig sem við fáum. Við erum búnir að fá 13 stig í hvorri umferð - fyrstu og annarri - og við erum á góðri leið með að ná því í þeirri þriðju."Patrekur Jóhannesson var ánægður með endurkomuna.vísir/valliPatrekur: Hægt að fara í alls konar orðaleiki Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, var ánægður með margt í leik sinna manna í jafnteflinu gegn Aftureldingu í kvöld. En hvort lítur hann á stigið sem unnið eða tapað? "Þetta var eitt stig," sagði Patrekur og hló við. "Það er hægt að fara í alls konar orðaleiki. Þeir voru 20-14 yfir á heimavelli en við erum yfir og áttum að vinna þá í lokin, að mér fannst. "Við komum vel inn í leikinn og byrjunin var góð en svo kemur kafli þar sem ekkert gekk upp, lítil markvarsla og vörnin var ekki nógu beitt. Og byrjun seinni hálfleiks var engan veginn nógu góð. "En við breyttum aðeins í lokin, tókum Örn Inga (Bjarkason) út, vorum aftarlega á línumanninn og létum þá koma svolítið inn á miðsvæðið sem gekk mjög vel. "Við komumst inn í leikinn og fáum svo möguleika til að klára þetta," sagði Patrekur sem var ánægður með línuspil Hauka í leiknum en Heimir Óli Heimisson skoraði sjö mörk af línunni í kvöld. "Það gekk mjög vel. Árni (Steinn Steinþórsson) var líka að spila vel fyrir hornið. Við unnum vel saman, tveir og tveir, og fundum góðar lausnir á varnarleik þeirra." Haukar hafa fengið sjö stig af átta mögulegum eftir HM-hléið og Patrekur er ánægður með uppskeruna. "Við erum að spila betur en fyrir áramót en slæmu kaflarnir í kvöld voru lengri en þeir hafa verið og við þurfum að laga það fyrir næstu helgi," sagði Patrekur en Haukar mæta ÍBV í undanúrslitum Coca-Cola bikarsins á föstudaginn í næstu viku.
Olís-deild karla Mest lesið Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira