Handbolti

Óvænt tap Arons í Danmörku

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aron Kristjánsson þjálfar íslenska landsliðið og KIF Kolding.
Aron Kristjánsson þjálfar íslenska landsliðið og KIF Kolding. Vísir/Eva Björk
Aron Kristjánsson tapaði í kvöld sínum fyrsta deildarleik í Danmörku síðan í byrjun desember er liðið tapaði óvænt fyrir Århus, 29-26, á útivelli.

Heimamenn í Árósum byrjuðu vel og leiddu lengst af. KIF Kolding skoraði þó fyrstu tvö mörk síðari hálfleiks og komust yfir en þá tók Århus aftur völdin og leiddi allt til loka.

Torben Petersen skoraði sjö mörk fyrir heimamenn en Bo Spellerberg var markahæstur hjá KIF Kolding með níu mörk.

Lærisveinar Arons eru þó enn langefstir í dönsku deildinni með 39 stig, sjö stigum á undan Álaborg sem tapaði einnig sínum leik í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×