Debaltseve: Samgöngumiðstöðin sem orðin er að draugabæ Atli ísleifsson skrifar 18. febrúar 2015 11:01 Íbúar hafa þurft að búa við látlaus skothljóð síðustu vikurnar og eru innviðir bæjarins í molum. Vísir/EPA Úkraínski bærinn Delbaltseve er orðinn að draugabæ eftir átök síðustu vikna. Bærinn var eitt sinn lífleg og mikilvæg samgöngumiðstöð í austurhluta Úkraínu en göturnar eru nú svo gott sem tómar. Íbúar bæjarins voru um 25 þúsund talsins á síðasta ári en nú er áætlað að einungis þrjú til fjögur þúsund íbúanna séu þar enn. Flestir hafa yfirgefið borgina til að flýja harða bardaga úkraínskra stjórnarhersins og sveita aðskilnaðarsinna.Í frétt CNN segir að síðustu vikurnar hafi þeir óbreyttu borgarar sem eftir eru í borginni einugis komið út úr húsum sínum annað hvort til að fara um borð í strætisvagna sem hafa flutt þá út úr borginni eða þá til að nálgast nauðþurftir. Íbúar hafa neyðst til að mæta í biðraðir á þjónustustöðvum til að fá afhentar matargjafir og koma sér svo aftur til síns heima á meðan þeir reyna að forðast skothríð sem aldrei er langt undan.Átök þrátt fyrir samkomulag um vopnahléSveitir aðskilnaðarsinnar hafa setið um Debaltseve síðustu vikurnar en fréttir bárust af því í morgun að úkraínski stjórnarherinn hafi hörfað frá bænum. Átök hafa áfram staðið þrátt fyrir að samkomulag hafi náðst um vopnahlé sem átti að taka gildi um helgina. Íbúar hafa þurft að búa við látlaus skothljóð síðustu vikurnar og eru innviðir bæjarins í molum. Áætlað er að fleiri hundruð óbreyttra borgara í bænum hafi látist síðustu vikurnar.Mikilvægur bær í hernaðarlegu tillitiDebaltseve er í Donetsk-héraði, miðja vegu milli borganna Donetsk og Luhansk. Vegir og lestarteinar milli stórborganna liggja um bæinn og þykir hann því sérstaklega mikilvægur í hernaðarlegu tilliti. Bærinn var stofnaður árið 1878 þegar lestarstöðin var reist, en hún er helsta kennileiti bæjarins. Íbúar voru um 9.500 árið 1923 og voru flestir um 36 þúsund árið 1989. Þeim hefur þó farið fækkandi síðan. Um 80 prósent íbúa bæjarins eru með rússnesku að móðurmáli. CNN greinir frá því að flestir þeirra þrjú þúsund manna sem eftir eru í bænum eru eldri borgarar sem ekki eigi í nein önnur hús að venda. Nær engin börn eru eftir í bænum.Gríðarlegar skemmdirUm þriðjungur bygginga borgarinnar hafa orðið fyrir stórskotaárásum síðustu mánuði. Fleiri tugir íbúanna hafast nú við í neðanjarðarbyrgjum þar sem sandpokum hefur verið komið fyrir við inngangana til að verja þá sem fyrir innan eru. Flestir íbúa Delbaltseve hafa nú flúið til borga og bæja í nágrenninu sem eru undir yfirráðum úkraínska stjórnarhersins og er óljóst hvort þeir munu nokkurn tíma snúa aftur heim.Nær engin börn eru eftir í Debaltseve.Vísir/EPABiðraðir hafa myndast þar sem íbúar hafa þurft að nálgast mat og önnur hjálpargögn.Vísir/EPAVísir/EPALestarstöðin í Debaltseve er helsta kennileiti bæjarins.Mynd/WikipediaDebaltseve í austurhluta Úkraínu er merkt með rauðu inn á kortið.Mynd/Google Maps Úkraína Tengdar fréttir Aðskilnaðarsinnar segjast nú ráða yfir Debaltseve Harðir bardagar hafa staðið milli úkraínska stjórnarhersins og sveita aðskilnaðarsinna í Debaltseve í dag þrátt fyrir samkomulag um vopnahlé. 17. febrúar 2015 12:30 Áfram barist um bæinn Debaltseve Hvorki úkraínskir uppreisnarmenn né stjórnarher Úkraínu hafa viljað hætta átökum um 25 þúsund manna bæ, þrátt fyrir að samið hafi verið um vopnahlé sem átti að hefjast um helgina. Hvorugir vilja flytja þungavopn sín frá bænum. 18. febrúar 2015 08:15 Vopnahlé virt að vettugi í Úkraínu Leiðtogar Úkraínu, Rússlands og Þýskalands hafi komist að samkomulagi um að veita eftirlitsaðilum ÖSE aðgang að átakasvæðum. 17. febrúar 2015 07:40 Úkraínskir hermenn hörfa frá Debaltseve Bardagar hafa staðið síðustu daga þrátt fyrir samkomulag um vopnahlé. 18. febrúar 2015 09:21 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Sjá meira
Úkraínski bærinn Delbaltseve er orðinn að draugabæ eftir átök síðustu vikna. Bærinn var eitt sinn lífleg og mikilvæg samgöngumiðstöð í austurhluta Úkraínu en göturnar eru nú svo gott sem tómar. Íbúar bæjarins voru um 25 þúsund talsins á síðasta ári en nú er áætlað að einungis þrjú til fjögur þúsund íbúanna séu þar enn. Flestir hafa yfirgefið borgina til að flýja harða bardaga úkraínskra stjórnarhersins og sveita aðskilnaðarsinna.Í frétt CNN segir að síðustu vikurnar hafi þeir óbreyttu borgarar sem eftir eru í borginni einugis komið út úr húsum sínum annað hvort til að fara um borð í strætisvagna sem hafa flutt þá út úr borginni eða þá til að nálgast nauðþurftir. Íbúar hafa neyðst til að mæta í biðraðir á þjónustustöðvum til að fá afhentar matargjafir og koma sér svo aftur til síns heima á meðan þeir reyna að forðast skothríð sem aldrei er langt undan.Átök þrátt fyrir samkomulag um vopnahléSveitir aðskilnaðarsinnar hafa setið um Debaltseve síðustu vikurnar en fréttir bárust af því í morgun að úkraínski stjórnarherinn hafi hörfað frá bænum. Átök hafa áfram staðið þrátt fyrir að samkomulag hafi náðst um vopnahlé sem átti að taka gildi um helgina. Íbúar hafa þurft að búa við látlaus skothljóð síðustu vikurnar og eru innviðir bæjarins í molum. Áætlað er að fleiri hundruð óbreyttra borgara í bænum hafi látist síðustu vikurnar.Mikilvægur bær í hernaðarlegu tillitiDebaltseve er í Donetsk-héraði, miðja vegu milli borganna Donetsk og Luhansk. Vegir og lestarteinar milli stórborganna liggja um bæinn og þykir hann því sérstaklega mikilvægur í hernaðarlegu tilliti. Bærinn var stofnaður árið 1878 þegar lestarstöðin var reist, en hún er helsta kennileiti bæjarins. Íbúar voru um 9.500 árið 1923 og voru flestir um 36 þúsund árið 1989. Þeim hefur þó farið fækkandi síðan. Um 80 prósent íbúa bæjarins eru með rússnesku að móðurmáli. CNN greinir frá því að flestir þeirra þrjú þúsund manna sem eftir eru í bænum eru eldri borgarar sem ekki eigi í nein önnur hús að venda. Nær engin börn eru eftir í bænum.Gríðarlegar skemmdirUm þriðjungur bygginga borgarinnar hafa orðið fyrir stórskotaárásum síðustu mánuði. Fleiri tugir íbúanna hafast nú við í neðanjarðarbyrgjum þar sem sandpokum hefur verið komið fyrir við inngangana til að verja þá sem fyrir innan eru. Flestir íbúa Delbaltseve hafa nú flúið til borga og bæja í nágrenninu sem eru undir yfirráðum úkraínska stjórnarhersins og er óljóst hvort þeir munu nokkurn tíma snúa aftur heim.Nær engin börn eru eftir í Debaltseve.Vísir/EPABiðraðir hafa myndast þar sem íbúar hafa þurft að nálgast mat og önnur hjálpargögn.Vísir/EPAVísir/EPALestarstöðin í Debaltseve er helsta kennileiti bæjarins.Mynd/WikipediaDebaltseve í austurhluta Úkraínu er merkt með rauðu inn á kortið.Mynd/Google Maps
Úkraína Tengdar fréttir Aðskilnaðarsinnar segjast nú ráða yfir Debaltseve Harðir bardagar hafa staðið milli úkraínska stjórnarhersins og sveita aðskilnaðarsinna í Debaltseve í dag þrátt fyrir samkomulag um vopnahlé. 17. febrúar 2015 12:30 Áfram barist um bæinn Debaltseve Hvorki úkraínskir uppreisnarmenn né stjórnarher Úkraínu hafa viljað hætta átökum um 25 þúsund manna bæ, þrátt fyrir að samið hafi verið um vopnahlé sem átti að hefjast um helgina. Hvorugir vilja flytja þungavopn sín frá bænum. 18. febrúar 2015 08:15 Vopnahlé virt að vettugi í Úkraínu Leiðtogar Úkraínu, Rússlands og Þýskalands hafi komist að samkomulagi um að veita eftirlitsaðilum ÖSE aðgang að átakasvæðum. 17. febrúar 2015 07:40 Úkraínskir hermenn hörfa frá Debaltseve Bardagar hafa staðið síðustu daga þrátt fyrir samkomulag um vopnahlé. 18. febrúar 2015 09:21 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Sjá meira
Aðskilnaðarsinnar segjast nú ráða yfir Debaltseve Harðir bardagar hafa staðið milli úkraínska stjórnarhersins og sveita aðskilnaðarsinna í Debaltseve í dag þrátt fyrir samkomulag um vopnahlé. 17. febrúar 2015 12:30
Áfram barist um bæinn Debaltseve Hvorki úkraínskir uppreisnarmenn né stjórnarher Úkraínu hafa viljað hætta átökum um 25 þúsund manna bæ, þrátt fyrir að samið hafi verið um vopnahlé sem átti að hefjast um helgina. Hvorugir vilja flytja þungavopn sín frá bænum. 18. febrúar 2015 08:15
Vopnahlé virt að vettugi í Úkraínu Leiðtogar Úkraínu, Rússlands og Þýskalands hafi komist að samkomulagi um að veita eftirlitsaðilum ÖSE aðgang að átakasvæðum. 17. febrúar 2015 07:40
Úkraínskir hermenn hörfa frá Debaltseve Bardagar hafa staðið síðustu daga þrátt fyrir samkomulag um vopnahlé. 18. febrúar 2015 09:21