Íslenski boltinn

Brynjar Ben í Fram og Juraj á leið í KA

Anton Ingi Leifsson skrifar
Vísir/Aðsend
Fyrstu deildarliðin halda áfram að styrkja sig, en tvö lið kynntu í gær nýja leikmenn; KA og Fram.

KA fékk Elfar Árna Aðalsteinsson í gær eins og Vísir greindi frá, en þeir eru einnig að hreppa Juraj Grizelj. Þetta hefur Fótbolti.net samkvæmt áræðanlegum heimildum. Juraj hefur spilað með Grindavík síðustu ár og var einn af betri mönnum deildarinnar sumarið 2013.

Fram fékk Brynjar Benediktsson í sínar raðir, en hann er uppalinn í FH. Hann hefur spilað með Leikni, ÍR og Haukum á sínum ferli.

Hann var í viðræðum við nokkur lið, en á endanum ákvað Hafnfirðingurinn að semja við Framara sem féllu úr Pepsi-deildinni í fyrra.


Tengdar fréttir

Elfar Árni í KA

Elfar Árni Aðalsteinsson er genginn í raðir KA frá Breiðablik þar sem hann hefur leikið undanfarin ár. Elfar Árni gerir þriggja ára samning við Akureyrarfélagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×