Lífið

Tíst um Söngvakeppnina: Kjólarnir, vindvélin og á skútu til Vínarborgar

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Nóg hefur verið um að vera á Twitter á meðan Söngvakeppni Sjónvarpsins hefur staðið nú í kvöld. Tíst er undir umræðumerkinu #12stig og hefur verið stöðugur straumur athugasemda, brandara og mynda verið á síðunni.

Vísir hefur að sjálfsögðu fylgst með umræðunni í allt kvöld og endurtíst því besta. Hér má svo sjá brot af umræðum kvöldsins: 

Kjólar þeirra Ragnhildar Steinunnar, Gunnu Dísar og Sölku Sólar fengu mikla athygli strax frá byrjun útsendingarinnar. IKEA kynning Daníels Ólívers fór svo misvel í fólk. Twitter fór hamförum yfir því að Hildur hafi gefið Ragnhildi Steinunni kaffi í glas í höfuðstöðvum Quiz Up. Nokkrir áttuðu sig á því að Björn Jörundur gæti ekki siglt á skútu til Vínarborgar, eins og hann sagðist ætla að gera. Borgin stendur langt fra sjó. Óheppilegt orðaval Gunnu Dísar vakti nokkra athygli… 'Vín-Björn“ þótti líka kjánalegt. Twitter fylltist einnig af bökunarráðum þegar María Ólafs setti krem á köku sem hún tók beint úr ofninum. Vindvélin fékk svo auðvitað sína athygli.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×