Viðskipti erlent

Grikkir gætu óskað eftir lánsfé frá Rússum eða Bandaríkjamönnum

ingvar haraldsson skrifar
Panos Kammenos segir að Grikkjum beri skylda til að leita til annarra aðila sé hugmyndum þeirra um skuldalækkun innan Evrópusambandsins hafnað.
Panos Kammenos segir að Grikkjum beri skylda til að leita til annarra aðila sé hugmyndum þeirra um skuldalækkun innan Evrópusambandsins hafnað. nordicphotos/afp
Panos Kammenos, varnarmálaráðherra Grikkja og formaður Sjálfstæðra Grikkja, annars ríkisstjórnarflokksins, segir að Grikkjum beri skylda til að leita til annarra aðila sé hugmyndum þeirra um skuldalækkun innan Evrópusambandsins hafnað.

Grikkir munu leggja fram tillögur um lækkun ríkisskulda á fundi fjármálaráðherra ríkja Evrópusambandsins í dag.

Fyrri tillögum Grikkja um skuldalækkun hefur verið hafnað af fulltrúum Evrópusambandsins. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segist vona til að Grikkir leggi fram tillögu sem allir aðilar geti sætt sig við á fundinum í dag.

„Við viljum semja,“ segir Kammenos í samtali við BBC. „En ef samningar nást ekki, og Þjóðverjar verða of stífir og vilja eyðileggja samstarf Evrópuríkja, þá ber okkur skilda til að fara eftir plani B,“ segir Kammenos.



„Plan B er að fá fjármagn frá öðrum ríki. Í besta falli verður það Bandaríkin, en gæti líka orðið Rússland, Kína eða eitthvað annað land,“ segir Kammenos.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×