Tollverðir stöðvuðu á árinu 2014 fjórar sendingar sem höfðu að geyma notaðan og óhreinan reiðfatnað og annan varning tengdan hestamennsku. Um var að ræða reiðskó, reiðhjál, reiðstígvél, tamningamúl og notaða hestaábreiðu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá tollstjóra.
Sendingarnar fjórar voru stöðvaðar í tollpósti, á flugstöð Leifs Eiríkssonar og á Seyðisfirði.
Í tilkynningunni vill tollstjóri undirstrika mikilvægi þess að ferðamenn fari að gildandi lögum nr. 25. 07.apríl 1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim til að vernda dýrastofna hér á landi gegn alvarlegum smitsjúkdómum. Jafnframt er bent á vef Matvælastofnunar til frekari upplýsinga og leiðbeininga.
Notaður reiðbúnaður stöðvaður í tollinum
Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
