Innlent

Starfsmenn Landspítalans endurbólusettir á tíu ára fresti

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Til að starfa á Landspítalanum þarftu að skila bólusetningar vottorði frá heilsugæslu.
Til að starfa á Landspítalanum þarftu að skila bólusetningar vottorði frá heilsugæslu. Vísir/Vilhelm
Starfsmenn Landspítala fara í endurbólusetningu á tíu ára fresti þar sem meðal annars er bólusett fyrir kíghósta. Vísir fjallaði um morgun um kíghóstabólusetningar en þar var meðal annars rætt við móður drengs sem smitaðist við sjö vikna aldur en hann hætti nær að stækka fyrstu vikurnar eftir smitið.

Sjá einnig: Kíghósti viðvarandi vandamál



Í svari spítalans við fyrirspurn Vísis um bólusetningar starfsmanna kemur fram að allir starfsmenn Landspítala sem koma að  umönnun sjúklinga eða vinna með blóð eða vessa eru bólusettir á spítalanum fyrir lifrarbólgu B þeim að kostnaðarlausu.



Frá árinu 2011 hafa allir nýir starfsmenn sem koma að umönnun eða umgengni við sjúklinga þurft að skila bólusetningar vottorði frá heilsugæslu um að þeir séu fullbólusettir fyrir barnaveiki (Diphtheria), stífkrampa (Tetanus), kíghósta (Pertussis), mænusótt (Polio), mislingum (Morbilli), hettusótt (Parotitisepidemica), og rauðum hundum (Rubella), að því er fram kemur í svarinu.

Sjá einnig: Ekki nógu mörg fjögurra ára börn bólusett



Ef að meira en tíu ár eru liðin síðan viðkomandi hefur verið bólusettur við þessum sjúkdómum er þess krafist að starfsmaðurinn fari í endurbólusetningu á eigin kostnað áður en hann getur hafið störf. Þá er farið er fram á að starfsmenn endurbólusetji sig á tíu ára fresti gegn barnaveiki, stífkrampa og kíghósta.



Til viðbótar er öllum starfsmönnum boðið að fara í inflúensubólusetningu á haustin en það er ekki gerð krafa um þátttöku í þeim.


Tengdar fréttir

Vill ekki bólusetja börnin sín

Þriggja barna móðir segist telja betra að sneiða hjá bólusetningum og miðar við slæma reynslu sína af þeim. Foreldrum hér á landi sem vilja hafna bólusetningum fyrir börn sín fjölgar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×