Handbolti

Sex Íslendingalið í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson og félagar eru sigurstranglegir.
Guðjón Valur Sigurðsson og félagar eru sigurstranglegir. vísir/epa
Ólafur Gústafsson var ekki með danska úrvalsdeildarliðinu Álaborg sem náði í frábært jafntefli, 23-23, gegn stórliði Pick Szeged frá Ungverjalandi í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í handbolta í kvöld. Stigið dugði danska liðinu til að komast í 16 liða úrslitin

Álaborg var fyrir leikinn í fimmta sæti D-riðils með sex stig líkt og Motor Zaporozhye frá Úkraínu en undir í innbyrðis viðureignum liðanna. Það endaði með sjö stig og skildi Zaporozhye eftir.

Í heildina eru sex Íslendingalið; Kiel, PSG, Barcelona, KIF, Löwen og Álaborg, komin í 16 liða úrslitin þar sem spilað er heima og að heiman.

Allt endar þetta svo í Final Four í Köln í maí þar sem fjögur bestu liðin berjast um Meistaradeildartitilinn á stærsta sviði handboltans.

Liðin sem eru komin áfram:

Úr A-riðli: Kiel (Alfreð Gíslason og Aron Pálmarsson), PSG (Róbert Gunnarsson), HC Prvo Zagreb og Naturhouse La Rioja

Úr B-riðli: Barcelona (Guðjón Valur Sigurðsson), KIF Kolding Köbenhavn (Aron Kristjánsson), Flensburg, Wisla Plock

Úr C-riðli: MKB Veszprém, HC Vardar, RN Löwen (Alexander Petersson og Stefán Rafn Sigurmannsson), Montpellier

Úr D-riðli: Vive Kielce, Pic Szeged, Dungerque, Álaborg (Ólafur Gústafsson)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×