Hnúfubakar í síld við hringveginn í Miðfirði Kristján Már Unnarsson skrifar 20. febrúar 2015 20:30 Sjómenn á Hvammstanga hafa séð óhemju af hnúfubaki á Miðfirði að undanförnu, allt upp í ellefu stórhveli í einu, og það rétt utan við þorpið. Skipverjarnir á Hörpu HU voru að leggja upp í róður árla morguns frá Hvammstanga þegar þeir sögðu okkur frá stórhvelunum. „Óhemju af hnúfubak. Bara hérna í síðustu viku töldum við ellefu hérna inni á Miðfirði á einum degi,“ sagði Ómar Karlsson skipstjóri og útgerðarmaður í samtali við Stöð 2. Ómar segir að hnúfubakarnir hafi verið sjást rétt fyrir utan Hvammstanga og raunar alveg inn í botn Miðfjarðar og telur að þeir séu að elta smásíld. Þess má geta að hringvegurinn í Húnavatnssýslum liggur við botn Miðfjarðar. -En breytir Ómar þá ekki bátnum í hvalaskoðunarbát? „Það fer að verða grundvöllur fyrir því að vera með hvalaskoðun allt árið því hann virðist ekkert fara. Hann er voðalega rólegur, hnúfubakurinn. Hann kippir sér ekkert upp við það þótt við rennum upp að honum.“Hnúfubakur á Miðfirði síðastliðið sumar.Mynd/Selasigling ehf.Hvammstangabúar gera reyndar út sela- og náttúruskoðunarbátinn Brimil á sumrin og þar um borð náðu starfsmenn Selasiglingar ehf. myndum af hnúfubökum, - og raunar einnig hrefnum, - í fyrrasumar. Hnúfubakar verða um fimmtán metra langir og 40 tonn að þyngd. Sjómennirnir á Hörpu eru hins vegar ekkert of hrifnir af öllum þessum hnúfubökum, þeir virðist fæla fiskinn í burtu. „Já. Að minnsta kosti er það þannig að þegar við erum kannski í ágætis fiskeríi, svo mætir hann á svæðið, þá hverfur allt alveg um leið. Það er eins og þurrkist bara út um leið og hann kemur, fiskurinn virðist forðast hann,“ segir Ómar Karlsson skipstjóri.Harpa HU siglir úr Hvammstangahöfn út á Miðfjörð.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Einnig var rætt við Ómar í þættinum „Um land allt" á Stöð 2, sem fjallaði um samfélagið á Hvammstanga. Húnaþing vestra Um land allt Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Sjómenn á Hvammstanga hafa séð óhemju af hnúfubaki á Miðfirði að undanförnu, allt upp í ellefu stórhveli í einu, og það rétt utan við þorpið. Skipverjarnir á Hörpu HU voru að leggja upp í róður árla morguns frá Hvammstanga þegar þeir sögðu okkur frá stórhvelunum. „Óhemju af hnúfubak. Bara hérna í síðustu viku töldum við ellefu hérna inni á Miðfirði á einum degi,“ sagði Ómar Karlsson skipstjóri og útgerðarmaður í samtali við Stöð 2. Ómar segir að hnúfubakarnir hafi verið sjást rétt fyrir utan Hvammstanga og raunar alveg inn í botn Miðfjarðar og telur að þeir séu að elta smásíld. Þess má geta að hringvegurinn í Húnavatnssýslum liggur við botn Miðfjarðar. -En breytir Ómar þá ekki bátnum í hvalaskoðunarbát? „Það fer að verða grundvöllur fyrir því að vera með hvalaskoðun allt árið því hann virðist ekkert fara. Hann er voðalega rólegur, hnúfubakurinn. Hann kippir sér ekkert upp við það þótt við rennum upp að honum.“Hnúfubakur á Miðfirði síðastliðið sumar.Mynd/Selasigling ehf.Hvammstangabúar gera reyndar út sela- og náttúruskoðunarbátinn Brimil á sumrin og þar um borð náðu starfsmenn Selasiglingar ehf. myndum af hnúfubökum, - og raunar einnig hrefnum, - í fyrrasumar. Hnúfubakar verða um fimmtán metra langir og 40 tonn að þyngd. Sjómennirnir á Hörpu eru hins vegar ekkert of hrifnir af öllum þessum hnúfubökum, þeir virðist fæla fiskinn í burtu. „Já. Að minnsta kosti er það þannig að þegar við erum kannski í ágætis fiskeríi, svo mætir hann á svæðið, þá hverfur allt alveg um leið. Það er eins og þurrkist bara út um leið og hann kemur, fiskurinn virðist forðast hann,“ segir Ómar Karlsson skipstjóri.Harpa HU siglir úr Hvammstangahöfn út á Miðfjörð.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Einnig var rætt við Ómar í þættinum „Um land allt" á Stöð 2, sem fjallaði um samfélagið á Hvammstanga.
Húnaþing vestra Um land allt Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira