Loksins, loksins: Mayweather og Pacquiao munu berjast Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. febrúar 2015 11:30 Það er komið að því! vísir/getty Eftir fimm ára rifrildi milli Floyd Mayweather Jr. og Manny Pacquiao er loksins orðið ljóst að kapparnir munu berjast.Daily Mail greinir frá því í dag að bardaginn fari fram 2. maí í Las Vegas en bara sé beðið eftir því að Mayweather tilkynni að hann ætli loks að berjast við Pacquiao. Þeir félagarnir fá samtals 250 milljón dali fyrir bardagann eða 33 milljarða króna. Þetta er sá bardagi sem allir hnefaleikaáhugamenn hafa beðið eftir í mörg ár. Mayweather er enn ósigraður eftir 47 bardaga og heldur þremur af fjórum veltivigtarbeltunum. Pacquiao er eini maðurinn sem hefur orðið heimsmeistari í átta þyngdarflokkum og er handhafi WBO-heimsmeistaratitilsins í veltivigt. Ekki nóg með að þeir berjist einu sinni heldur er talið að hvernig sem fari muni kapparnir mætast öðru sinni og fá þá 300 milljón dali samtals í sinn hlut eða tæpa 40 milljarða króna. Bardakapparnir voru víst búnir að samþykkja að berjast fyrir nokkrum vikum, en síðasta deilumálið var á milli sjónvarpsstöðvanna Showtime og HBO. Showtime er með samning við Mayweather en HBO við Pacquiao. Þær hafa sannmælst um að sýna báðar bardagann beint en síðasta deilumálið var hvor stöðin fengi að endursýna bardagann fyrst. Það mál er nú leyst. Búist er við að bardaginn muni kosta sjónvarpsáhorfendur í Bandaríkjunum 100 dali eða 13 þúsund krónur. Íþróttir Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu Sport Fleiri fréttir Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ótrúlegur skákáhugi í Noregi en ná samt ekki íslensku prósentunni Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Sjá meira
Eftir fimm ára rifrildi milli Floyd Mayweather Jr. og Manny Pacquiao er loksins orðið ljóst að kapparnir munu berjast.Daily Mail greinir frá því í dag að bardaginn fari fram 2. maí í Las Vegas en bara sé beðið eftir því að Mayweather tilkynni að hann ætli loks að berjast við Pacquiao. Þeir félagarnir fá samtals 250 milljón dali fyrir bardagann eða 33 milljarða króna. Þetta er sá bardagi sem allir hnefaleikaáhugamenn hafa beðið eftir í mörg ár. Mayweather er enn ósigraður eftir 47 bardaga og heldur þremur af fjórum veltivigtarbeltunum. Pacquiao er eini maðurinn sem hefur orðið heimsmeistari í átta þyngdarflokkum og er handhafi WBO-heimsmeistaratitilsins í veltivigt. Ekki nóg með að þeir berjist einu sinni heldur er talið að hvernig sem fari muni kapparnir mætast öðru sinni og fá þá 300 milljón dali samtals í sinn hlut eða tæpa 40 milljarða króna. Bardakapparnir voru víst búnir að samþykkja að berjast fyrir nokkrum vikum, en síðasta deilumálið var á milli sjónvarpsstöðvanna Showtime og HBO. Showtime er með samning við Mayweather en HBO við Pacquiao. Þær hafa sannmælst um að sýna báðar bardagann beint en síðasta deilumálið var hvor stöðin fengi að endursýna bardagann fyrst. Það mál er nú leyst. Búist er við að bardaginn muni kosta sjónvarpsáhorfendur í Bandaríkjunum 100 dali eða 13 þúsund krónur.
Íþróttir Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu Sport Fleiri fréttir Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ótrúlegur skákáhugi í Noregi en ná samt ekki íslensku prósentunni Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Sjá meira