Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Stjarnan 28-16 | Giedrius jarðaði Stjörnuna Ingvi Þór Sæmundsson í DB Schenker halle skrifar 9. mars 2015 15:51 vísir/vilhelm Giedrius Morkunas átti magnaðan leik í marki Hauka í sigri þeirra á Stjörnunni í Schenker-höllinni. Lokatölur 28-16, Haukum í vil en þeir breyttu stöðunni úr 18-13 í 28-16 á síðustu 13 mínútum leiksins. Haukar héldu uppteknum hætti í varnarleiknum frá því í Hafnarfjarðarslagnum á fimmtudaginn. Haukavörnin, með þá Jón Þorbjörn Jóhannsson og Matthías Árni Ingimarsson fyrir miðju, sogaði allan mátt úr sóknarmönnum gestanna og skoruðu sitt annað mark á 18. mínútu, á sama tíma og annað mark FH kom á fimmtudaginn. Aðalpersónan í leik kvöldsins var samt Giedrius Morkunas sem átti stórkostlegan leik í marki Hauka, líkt og gegn FH. Litháinn varði alls 22 skot, eða 61% þeirra skota sem hann fékk á sig í leiknum. Það er erfitt að tapa þegar markvörðurinn þinn á svona stórleik. Egill Magnússon, markahæsti leikmaður Stjörnunnar í vetur, var fjarri góðu gamni í kvöld vegna meiðsla og munaði um minna fyrir Stjörnumenn sem voru þrátt fyrir allt bara fimm mörkum undir í hálfleik, 12-7. Haukarnir náðu mest sjö marka forystu, 12-5, þegar tæpar tvær mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum. Þeir misstu í kjölfarið mann af velli og Stjörnumenn nýttu sér það og skoruðu tvö síðustu mörk hálfleiksins. Haukunum mistókst að nýta sér yfirburðina til fullnustu og náðu aldrei að slíta sig alveg frá Garðbæingum í fyrri hálfleik. Sóknarleikur Hauka var á köflum stirður og þá áttu markverðir Stjörnunnar, Björn Ingi Friðþjófsson og Sigurður Ingiberg Ólafsson, báðir fínan leik í kvöld. Garðbæingar mættu grimmir til leiks í seinni hálfleik, skoruðu tvö fyrstu mörk hans og voru þar með búnir að gera fjögur mörk í röð. Haukarnir náðu þó fljótlega áttum, Giedrius fór aftur að verja og heimamenn sigu aftur fram úr. Þeir náðu mest sjö marka forystu, 16-9, en þá kom aftur bakslag. Stjörnumenn skoruðu þrjú mörk í röð og minnkuðu muninn í fjögur mörk, 16-12. Þá tóku Haukarnir aftur við sér og gengu loksins frá leiknum. Giedrius hélt áfram að verja og heimamenn skoruðu hvert markið á fætur öðru eftir hraðaupphlaup. Stjörnumenn gáfust upp undir lokin og þegar lokaflautið gall munaði tólf mörkum á liðunum, 28-16. Janus Daði Smárason og Árni Steinn Steinþórsson skoruðu sex mörk hvor fyrir Hauka sem hafa ekki tapað deildarleik eftir áramót og líta betur út með hverjum leiknum. Stjörnumenn eru hins vegar í tómum vandræðum, hafa aðeins unnið einn af síðustu átta leikjum sínum og virðast ekki líklegir til að vinna einn né neinn þessa dagana. Þeir eru þó aðeins einu stigi frá öruggu sæti, og um leið sæti í úrslitakeppninni. Þeir geta huggað sig við það.Patrekur: Giedrius var stórkostlegur Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, gat leyft sér að brosa eftir stórsigur Hafnfirðinga á Stjörnunni í kvöld. Haukar hafa tvo síðustu leiki sína með samtals 25 mörkum og líta æ betur út eftir erfitt gengi fyrir áramót. "Maður var svolítið smeykur hvernig við kæmum inn í leikinn eftir þennan stóra sigur á FH," sagði Patrekur og vísaði til 13 marka sigursins á FH á fimmtudaginn. "En við gerðum það mjög vel, komumst í 5-1 og stjórnuðum leiknum en náðum aldrei að slíta þá frá okkur fyrr en alveg í lokin. "Ég er ánægður því þetta var ekkert auðvelt. Stjarnan er með flott lið og er að berjast fyrir lífi sínu. Ég er mjög ánægður með hvernig við kláruðum leikinn," sagði Patrekur en Haukar unnu síðustu 13 mínútur leiksins 10-3. "Það var frábært og Giedrius (Morkunas) var auðvitað stórkostlegur," bætti Patrekur við en umræddur Giedrius var magnaður í Haukamarkinu í kvöld og varði 22 skot. "Þetta var frábær frammistaða. Hann æfir mikið og við erum oft að taka skotæfingar. Hann er duglegur og það ekkert skrítið að hann sé í landsliði Litháens." Patrekur hrósaði einnig varnarleik sinna manna en fannst sóknin geta gengið betur á köflum. "Vörnin var þétt en það var meira flot á boltanum hjá okkur gegn FH. Við náðum ágætis köflum sóknarlega. "Ég er mjög ánægður með strákana og þetta var sigur liðsheildarinnar," sagði Patrekur að lokum.Giedrius: Ætlum að vinna Íslandsmeistaratitilinn "Þetta var ágætis leikur og jákvæð frammistaða," sagði Giedrius Morkunas, markvörður Hauka, eftir sigurinn á Stjörnunni í kvöld. Giedrius, sem er að leika sitt þriðja tímabil með Haukum, átti frábæran leik í markinu í kvöld og varði 22 skot. Hann var ánægður með vörnina fyrir framan sig í kvöld. "Vörnin var frábær, Patti var búinn að stilla vörninni vel upp og strákarnir spiluðu vel. "Vonandi er þetta ekki síðasti leikurinn þar sem ég ver svona," sagði Giedrius hlæjandi og bætti við að samspil varnar og markvörslu hefði verið gott í kvöld "Við erum í góðu formi og vonandi höldum við þessu áfram. Við ætlum að vinna Íslandsmeistaratitilinn," sagði Giedrius að lokum.Skúli: Engin ógnun fyrir utan Skúli Gunnsteinsson, þjálfari Stjörnunnar, horfði upp á sína menn tapa með tólf marka mun fyrir Haukum í kvöld. Hann sagði sóknarleikinn og nýtingu á dauðafærum hafa orðið Garðbæingum að falli í kvöld. "Maður er alltaf drullusvekktur að tapa og þetta var fyrsta tapið gegn Haukum í vetur. "Við vorum sjálfum okkur verstir. Við spiluðum fína vörn á köflum í fyrri hálfleik, en það var engin ógnun fyrir utan hjá okkur í sóknarleiknum," sagði Skúli en Stjarnan skoraði sitt annað mark í leiknum á 18. mínútu. "Það er ekki hægt að bjóða upp á það í handboltaleik í efstu deild," sagði Skúli um markaleysi sinna manna í kvöld. "Við klúðruðum einhverjum tólf dauðafærum, ef vítin eru meðtalin. Við stóðum okkur engan veginn nógu vel sóknarlega og margir af okkar bestu leikmönnum fóru illa með dauðafærin sín. "Milos (Ivosevic) steig þó ágætlega upp en hann hefur ekki átt marga góða leiki. Hann var með fimm mörk og 2-3 stoðsendingar," sagði Skúli og bætti við: "Vörn og markvarsla hélt ágætlega fyrstu 45 mínúturnar og ef við hefðum nýtt eitthvað af þessum dauðafærum hefði leikurinn verið í járnum," sagði Skúli en Stjörnumenn voru lengi vel inni í leiknum þótt Haukar væru mun sterkari aðilinn. Olís-deild karla Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira
Giedrius Morkunas átti magnaðan leik í marki Hauka í sigri þeirra á Stjörnunni í Schenker-höllinni. Lokatölur 28-16, Haukum í vil en þeir breyttu stöðunni úr 18-13 í 28-16 á síðustu 13 mínútum leiksins. Haukar héldu uppteknum hætti í varnarleiknum frá því í Hafnarfjarðarslagnum á fimmtudaginn. Haukavörnin, með þá Jón Þorbjörn Jóhannsson og Matthías Árni Ingimarsson fyrir miðju, sogaði allan mátt úr sóknarmönnum gestanna og skoruðu sitt annað mark á 18. mínútu, á sama tíma og annað mark FH kom á fimmtudaginn. Aðalpersónan í leik kvöldsins var samt Giedrius Morkunas sem átti stórkostlegan leik í marki Hauka, líkt og gegn FH. Litháinn varði alls 22 skot, eða 61% þeirra skota sem hann fékk á sig í leiknum. Það er erfitt að tapa þegar markvörðurinn þinn á svona stórleik. Egill Magnússon, markahæsti leikmaður Stjörnunnar í vetur, var fjarri góðu gamni í kvöld vegna meiðsla og munaði um minna fyrir Stjörnumenn sem voru þrátt fyrir allt bara fimm mörkum undir í hálfleik, 12-7. Haukarnir náðu mest sjö marka forystu, 12-5, þegar tæpar tvær mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum. Þeir misstu í kjölfarið mann af velli og Stjörnumenn nýttu sér það og skoruðu tvö síðustu mörk hálfleiksins. Haukunum mistókst að nýta sér yfirburðina til fullnustu og náðu aldrei að slíta sig alveg frá Garðbæingum í fyrri hálfleik. Sóknarleikur Hauka var á köflum stirður og þá áttu markverðir Stjörnunnar, Björn Ingi Friðþjófsson og Sigurður Ingiberg Ólafsson, báðir fínan leik í kvöld. Garðbæingar mættu grimmir til leiks í seinni hálfleik, skoruðu tvö fyrstu mörk hans og voru þar með búnir að gera fjögur mörk í röð. Haukarnir náðu þó fljótlega áttum, Giedrius fór aftur að verja og heimamenn sigu aftur fram úr. Þeir náðu mest sjö marka forystu, 16-9, en þá kom aftur bakslag. Stjörnumenn skoruðu þrjú mörk í röð og minnkuðu muninn í fjögur mörk, 16-12. Þá tóku Haukarnir aftur við sér og gengu loksins frá leiknum. Giedrius hélt áfram að verja og heimamenn skoruðu hvert markið á fætur öðru eftir hraðaupphlaup. Stjörnumenn gáfust upp undir lokin og þegar lokaflautið gall munaði tólf mörkum á liðunum, 28-16. Janus Daði Smárason og Árni Steinn Steinþórsson skoruðu sex mörk hvor fyrir Hauka sem hafa ekki tapað deildarleik eftir áramót og líta betur út með hverjum leiknum. Stjörnumenn eru hins vegar í tómum vandræðum, hafa aðeins unnið einn af síðustu átta leikjum sínum og virðast ekki líklegir til að vinna einn né neinn þessa dagana. Þeir eru þó aðeins einu stigi frá öruggu sæti, og um leið sæti í úrslitakeppninni. Þeir geta huggað sig við það.Patrekur: Giedrius var stórkostlegur Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, gat leyft sér að brosa eftir stórsigur Hafnfirðinga á Stjörnunni í kvöld. Haukar hafa tvo síðustu leiki sína með samtals 25 mörkum og líta æ betur út eftir erfitt gengi fyrir áramót. "Maður var svolítið smeykur hvernig við kæmum inn í leikinn eftir þennan stóra sigur á FH," sagði Patrekur og vísaði til 13 marka sigursins á FH á fimmtudaginn. "En við gerðum það mjög vel, komumst í 5-1 og stjórnuðum leiknum en náðum aldrei að slíta þá frá okkur fyrr en alveg í lokin. "Ég er ánægður því þetta var ekkert auðvelt. Stjarnan er með flott lið og er að berjast fyrir lífi sínu. Ég er mjög ánægður með hvernig við kláruðum leikinn," sagði Patrekur en Haukar unnu síðustu 13 mínútur leiksins 10-3. "Það var frábært og Giedrius (Morkunas) var auðvitað stórkostlegur," bætti Patrekur við en umræddur Giedrius var magnaður í Haukamarkinu í kvöld og varði 22 skot. "Þetta var frábær frammistaða. Hann æfir mikið og við erum oft að taka skotæfingar. Hann er duglegur og það ekkert skrítið að hann sé í landsliði Litháens." Patrekur hrósaði einnig varnarleik sinna manna en fannst sóknin geta gengið betur á köflum. "Vörnin var þétt en það var meira flot á boltanum hjá okkur gegn FH. Við náðum ágætis köflum sóknarlega. "Ég er mjög ánægður með strákana og þetta var sigur liðsheildarinnar," sagði Patrekur að lokum.Giedrius: Ætlum að vinna Íslandsmeistaratitilinn "Þetta var ágætis leikur og jákvæð frammistaða," sagði Giedrius Morkunas, markvörður Hauka, eftir sigurinn á Stjörnunni í kvöld. Giedrius, sem er að leika sitt þriðja tímabil með Haukum, átti frábæran leik í markinu í kvöld og varði 22 skot. Hann var ánægður með vörnina fyrir framan sig í kvöld. "Vörnin var frábær, Patti var búinn að stilla vörninni vel upp og strákarnir spiluðu vel. "Vonandi er þetta ekki síðasti leikurinn þar sem ég ver svona," sagði Giedrius hlæjandi og bætti við að samspil varnar og markvörslu hefði verið gott í kvöld "Við erum í góðu formi og vonandi höldum við þessu áfram. Við ætlum að vinna Íslandsmeistaratitilinn," sagði Giedrius að lokum.Skúli: Engin ógnun fyrir utan Skúli Gunnsteinsson, þjálfari Stjörnunnar, horfði upp á sína menn tapa með tólf marka mun fyrir Haukum í kvöld. Hann sagði sóknarleikinn og nýtingu á dauðafærum hafa orðið Garðbæingum að falli í kvöld. "Maður er alltaf drullusvekktur að tapa og þetta var fyrsta tapið gegn Haukum í vetur. "Við vorum sjálfum okkur verstir. Við spiluðum fína vörn á köflum í fyrri hálfleik, en það var engin ógnun fyrir utan hjá okkur í sóknarleiknum," sagði Skúli en Stjarnan skoraði sitt annað mark í leiknum á 18. mínútu. "Það er ekki hægt að bjóða upp á það í handboltaleik í efstu deild," sagði Skúli um markaleysi sinna manna í kvöld. "Við klúðruðum einhverjum tólf dauðafærum, ef vítin eru meðtalin. Við stóðum okkur engan veginn nógu vel sóknarlega og margir af okkar bestu leikmönnum fóru illa með dauðafærin sín. "Milos (Ivosevic) steig þó ágætlega upp en hann hefur ekki átt marga góða leiki. Hann var með fimm mörk og 2-3 stoðsendingar," sagði Skúli og bætti við: "Vörn og markvarsla hélt ágætlega fyrstu 45 mínúturnar og ef við hefðum nýtt eitthvað af þessum dauðafærum hefði leikurinn verið í járnum," sagði Skúli en Stjörnumenn voru lengi vel inni í leiknum þótt Haukar væru mun sterkari aðilinn.
Olís-deild karla Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira