Spænski tenniskappinn Rafael Nadal er aftur kominn á beinu brautina.
Nadal vann opna argentínska mótið um helgina en það var hans fyrsti sigur í tæpa níu mánuði. Það er ein meðganga.
Spánverjinn hafði þess utan ekki komist í úrslit síðan á opna franska mótinu í fyrra þar sem hann er alltaf frábær á leirnum.
Mótið í Argentínu fór fram á leir og þetta var 46. titill Nadal á móti með slíku undirlagi.
Nadal hefur verið að glíma við meiðsli síðustu mánuði en virðist vera kominn í gamla formið. Hann er búinn að vinna 65 mót á ferlinum.
Nadal vann í Argentínu

Mest lesið


Fékk dauðan grís í verðlaun
Fótbolti





„Við erum búnir að brenna skipin“
Íslenski boltinn

„Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“
Íslenski boltinn

