Fótbolti

Leikir í beinni á Stöð 2 Sport fyrstu tvo dagana

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Damon Johnson verður í beinni á föstudagskvöldið.
Damon Johnson verður í beinni á föstudagskvöldið. Vísir/Valli
Einvígin í átta liða úrslitum úrslitakeppni Dominos-deildar karla í körfubolta fara af stað á morgun og á föstudaginn og Stöð 2 Sport sýnir leik í beinni bæði kvöldin.

Stöð 2 Sport mun sýna leik KR og Grindavíkur frá DHL-höllinni á morgun fimmtudag og á föstudagskvöldið verður fyrsti leikur Hauka og Keflavíkur sýndur beint frá Schenkerhöllinni á Ásvöllum.

Íslands- og deildarmeistarar KR taka á móti Grindavík í leik milli liðanna sem mættust í lokaúrslitunum í fyrra. Grindvíkingar duttu niður í áttunda sætið með því að tapa tveimur síðustu leikjum sínum en mæta mögulega Pavel-lausu KR-liði. Pavel Ermolinskij, leikstjórnandi KR, er að ná sér eftir meiðsli og það er óvíst hvort hann geti verið með í átta liða úrslitunum.

Á föstudagskvöldið taka Haukar á móti Keflavík og sá leikur verður einnig í beinni en þarna mætast liðin sem enduðu í þriðja og sjötta sæti í deildarkeppninni. Haukar unnu Keflavíkurliðið í lokaumferðinni og tryggði sér með því þriðja sætið og þar með heimavallarrétt á móti Keflavík.  Bæði liðin töpuðu öllum þremur leikjum sínum í úrslitakeppninni í fyrra og hafa því harma að hefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×