Allar Fokker 50 vélar Flugfélagsins seldar Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. mars 2015 09:38 Flugfélag Íslands gerir miklar breytingar á flota sínum. vísir/valli Allar fimm Fokker 50 vélar Flugfélags Íslands verða seldar og þrjár Bombardier Q400 munu koma í þeirra stað. Í tilkynningu frá Icelandair Group segir að eftir breytinguna verður Flugfélag Íslands með fimm flugvélar í rekstri, þrjár Q400 og tvær Bombardier Q200. Q400 flugvélarnar taka 74 farþega en Fokker 50 flugvélarnar taka 50 farþega. Á þessu ári verða 23 Boeing 757-200 flugvélar í rekstri Icelandair sem taka 183 farþega og ein 757-300 flugvél sem tekur 220 farþega. Af þessum 24 flugvélum eru 22 í eigu félagsins en tvær á leigu og verður þeim skilað næsta haust. Tekin hefur verið ákvörðun um að leysa þær af hólmi með tveimur Boeing 767-300 vélum sem taka um 260 farþega. Þær munu fljúga í leiðarkerfinu frá og með vorinu 2016. Í tilkynningu Icelandair Group segir að há sætanýting á mörgum flugleiðum félagsins allan ársins hring, auk takmarkana á afgreiðslutímum á sumum flugvöllum geri það fýsilegt að taka inn stærri flugvélar. Jafnframt hefur stækkun flugflota félagsins undanfarin ár gert það að verkum að það er aukin hagkvæmni í því að hafa fleiri stærðir af flugvélum í flotanum. Það er mat Icelandair Group að Boeing 767 flugvélarnar séu um margt líkar Boeing 757 flugvélunum hvað varðar viðhald og þjálfun áhafna og þekkir félagið rekstur slíkra véla vel. Loftleiðir-Icelandic, dótturfélag Icelandair Group, hefur um árabil verið með slíkar vélar í leiguverkefnum og hefur Icelandair séð um viðhald þeirra. Á þessu stigi liggur ekki fyrir hvort flugvélarnar verði leigðar eða keyptar. „Það hefur verið mikið hagræði af því að hafa einsleitan flota hjá Icelandair en þegar leiðarkerfið og flugflotinn nær ákveðinni stærð þá verður það fýsilegra að hafa fleiri stærðir flugvéla í flotanum. Há sætanýting allan ársins hring auk takmarkana á afgreiðslutímum á sumum flugvöllum styðja jafnframt við þessa ákvörðun. Hvað varðar Flugfélag Íslands þá mun einföldun flotans skila meiri breidd í framboði auk þess sem þjálfun áhafna verður einfaldari,“ segir Björgólfur Jóhannsson forstjóri Icelandair Group í tilkynningu. Fréttir af flugi Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Allar fimm Fokker 50 vélar Flugfélags Íslands verða seldar og þrjár Bombardier Q400 munu koma í þeirra stað. Í tilkynningu frá Icelandair Group segir að eftir breytinguna verður Flugfélag Íslands með fimm flugvélar í rekstri, þrjár Q400 og tvær Bombardier Q200. Q400 flugvélarnar taka 74 farþega en Fokker 50 flugvélarnar taka 50 farþega. Á þessu ári verða 23 Boeing 757-200 flugvélar í rekstri Icelandair sem taka 183 farþega og ein 757-300 flugvél sem tekur 220 farþega. Af þessum 24 flugvélum eru 22 í eigu félagsins en tvær á leigu og verður þeim skilað næsta haust. Tekin hefur verið ákvörðun um að leysa þær af hólmi með tveimur Boeing 767-300 vélum sem taka um 260 farþega. Þær munu fljúga í leiðarkerfinu frá og með vorinu 2016. Í tilkynningu Icelandair Group segir að há sætanýting á mörgum flugleiðum félagsins allan ársins hring, auk takmarkana á afgreiðslutímum á sumum flugvöllum geri það fýsilegt að taka inn stærri flugvélar. Jafnframt hefur stækkun flugflota félagsins undanfarin ár gert það að verkum að það er aukin hagkvæmni í því að hafa fleiri stærðir af flugvélum í flotanum. Það er mat Icelandair Group að Boeing 767 flugvélarnar séu um margt líkar Boeing 757 flugvélunum hvað varðar viðhald og þjálfun áhafna og þekkir félagið rekstur slíkra véla vel. Loftleiðir-Icelandic, dótturfélag Icelandair Group, hefur um árabil verið með slíkar vélar í leiguverkefnum og hefur Icelandair séð um viðhald þeirra. Á þessu stigi liggur ekki fyrir hvort flugvélarnar verði leigðar eða keyptar. „Það hefur verið mikið hagræði af því að hafa einsleitan flota hjá Icelandair en þegar leiðarkerfið og flugflotinn nær ákveðinni stærð þá verður það fýsilegra að hafa fleiri stærðir flugvéla í flotanum. Há sætanýting allan ársins hring auk takmarkana á afgreiðslutímum á sumum flugvöllum styðja jafnframt við þessa ákvörðun. Hvað varðar Flugfélag Íslands þá mun einföldun flotans skila meiri breidd í framboði auk þess sem þjálfun áhafna verður einfaldari,“ segir Björgólfur Jóhannsson forstjóri Icelandair Group í tilkynningu.
Fréttir af flugi Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira