Nokkur þúsund mótmælendur söfnuðust saman Aðalsteinn Kjartansson skrifar 15. mars 2015 16:13 Áætlað er að um átta þúsund manns hafi safnast saman á Austurvelli í dag til að mótmæla aðgerðum ríkisstjórnar í Evrópusambandsmálum. Í myndbandi sem skipuleggjendur mótmælanna létu taka úr dróna, ómönnuðu loftfari, yfir Austurvelli sést fjöldinn glögglega. Á fundinum tóku fjórir ræðumenn til máls; þau Illugi Jökulsson rithöfundur, Jóna Sólveig Elínardóttir alþjóðastjórnmálafræðingur, Jórunn Frímannsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi og Guðrún Pétursdóttir lífeðlisfræðingur. Auk þess komu tónlistarmennirnir KK og Hemúllinn fram. Jóna Sólveig sagði í ræðu sinni að málið snérist ekki um aðild að sambandinu. „Meðferð ríkisstjórnarinnar á aðildarumsóknarmálinu, eins og hún birtist okkur síðastliðna daga, snýst ekki um aðild að Evrópusambandinu. Hún snýst um virðingu - virðingu fyrir lýðræði og þingræði á Íslandi. Ríkisstjórnin hefur vanvirt þing og þjóð,“ sagði hún og hvatti þingmenn til að verja þingræðið í landinu. Illugi sagði að ekki mætti leyfa ríkisstjórninni að komast upp með að taka völd af þinginu. „Hvaða skoðun sem við höfum á framtíðarskrefum þjóðarinnar, þá getum við ekki látið svona vinnubrögð líðast, því þá dimmir við dyrin, og lýðræðið í landinu er komið flensu, og lýðræðisflensa, hún getur endað með ósköpum, það er hin sára reynsla annarra þjóða, svo gætum okkar, hreinsum til, látum ekki vaða yfir okkur og læsa okkur inni, opnum allar dyr uppá gátt, því ríkisstjórn sem virðir ekki fulltrúasamkundu þjóðarinnar, Alþingi, hrifsar þar með til sín völd sem henni eru ekki ætluð,“ sagði hann. Alþingi Tengdar fréttir Mótmælendur hópast á Austurvöll Yfir sjö þúsund manns eru samankomin fyrir utan Alþingishúsið. 15. mars 2015 13:54 Mótmælt á Austurvelli: Fimm þúsund hafa boðað komu sína Ætla að mótmæla ákvörðun ríkisstjórnarinnar um slit á viðræðum við Evrópusambandið. 15. mars 2015 09:28 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Sjá meira
Áætlað er að um átta þúsund manns hafi safnast saman á Austurvelli í dag til að mótmæla aðgerðum ríkisstjórnar í Evrópusambandsmálum. Í myndbandi sem skipuleggjendur mótmælanna létu taka úr dróna, ómönnuðu loftfari, yfir Austurvelli sést fjöldinn glögglega. Á fundinum tóku fjórir ræðumenn til máls; þau Illugi Jökulsson rithöfundur, Jóna Sólveig Elínardóttir alþjóðastjórnmálafræðingur, Jórunn Frímannsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi og Guðrún Pétursdóttir lífeðlisfræðingur. Auk þess komu tónlistarmennirnir KK og Hemúllinn fram. Jóna Sólveig sagði í ræðu sinni að málið snérist ekki um aðild að sambandinu. „Meðferð ríkisstjórnarinnar á aðildarumsóknarmálinu, eins og hún birtist okkur síðastliðna daga, snýst ekki um aðild að Evrópusambandinu. Hún snýst um virðingu - virðingu fyrir lýðræði og þingræði á Íslandi. Ríkisstjórnin hefur vanvirt þing og þjóð,“ sagði hún og hvatti þingmenn til að verja þingræðið í landinu. Illugi sagði að ekki mætti leyfa ríkisstjórninni að komast upp með að taka völd af þinginu. „Hvaða skoðun sem við höfum á framtíðarskrefum þjóðarinnar, þá getum við ekki látið svona vinnubrögð líðast, því þá dimmir við dyrin, og lýðræðið í landinu er komið flensu, og lýðræðisflensa, hún getur endað með ósköpum, það er hin sára reynsla annarra þjóða, svo gætum okkar, hreinsum til, látum ekki vaða yfir okkur og læsa okkur inni, opnum allar dyr uppá gátt, því ríkisstjórn sem virðir ekki fulltrúasamkundu þjóðarinnar, Alþingi, hrifsar þar með til sín völd sem henni eru ekki ætluð,“ sagði hann.
Alþingi Tengdar fréttir Mótmælendur hópast á Austurvöll Yfir sjö þúsund manns eru samankomin fyrir utan Alþingishúsið. 15. mars 2015 13:54 Mótmælt á Austurvelli: Fimm þúsund hafa boðað komu sína Ætla að mótmæla ákvörðun ríkisstjórnarinnar um slit á viðræðum við Evrópusambandið. 15. mars 2015 09:28 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Sjá meira
Mótmælendur hópast á Austurvöll Yfir sjö þúsund manns eru samankomin fyrir utan Alþingishúsið. 15. mars 2015 13:54
Mótmælt á Austurvelli: Fimm þúsund hafa boðað komu sína Ætla að mótmæla ákvörðun ríkisstjórnarinnar um slit á viðræðum við Evrópusambandið. 15. mars 2015 09:28