„Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 11. maí 2025 17:41 Læknarnir segja framkvæmdirnar vanhelga kveðjustundir. Vísir/Samsett Fjórir læknar mótmæla fyrirætlunum hjúkrunarheimilisins Sóltúns um að framkvæmdir fari fram ofan á byggingunni á meðan heimilisfólkið er vistað þar. Þeir segja múrborar og hamarshögg vanhelga síðustu stundir íbúa með fjölskyldu og vinum. Á Sóltúni eru 92 rými en á þessu ári er fyrirhugað að fjölga rýmum um 67. Til stendur að ráðast í að koma upp svokallaðri léttbyggingu ofan á húsið svo að byggingin hækki um eina hæð. Þar að auki stendur til að lengja tvær fjögurra álma. Þessum framkvæmdum fylgir óhjákvæmilega mikið rask á starfsemi í húsinu en forstjórinn sagði í samtali við fréttastofu fyrr á árinu að þörfin á rýmum væri æpandi og eftirspurn gríðarleg. Allir eru íbúar til æviloka Einar Stefánsson augnlæknir, Jón Eyjólfur Jónsson öldrunarlæknir, Gestur I Pálsson barnalæknir og Jón Snædal öldrunarlæknir skrifuðu grein sem birtist í síðasta tölublaði Læknablaðsins þar sem þeir spyrja sig hvort heilabilaðir og fatlaðir íbúar hjúkrunarheimila hafi engan rétt. „Ákvörðun um byggingarframkvæmdir í Sóltúnshúsinu er tekin að íbúunum forspurðum. Íbúar hússins fá hvorki grenndarkynningu né andmælarétt. Ljóst má vera að eigendur venjulegs fjölbýlishúss í Reykjavík myndu ekki byggja heila hæð ofan á húsið án þess að kynna það íbúum, varla gera það án þeirra samþykkis og ekki detta í hug að íbúarnir búi í húsinu meðan byggingarframkvæmdir standa,“ skrifa þeir. Þeir segja heimilismenn hjúkrunarheimila eiga þar sitt heimili og lögheimili. Þeir greiði tekjutengda „húsaleigu“ sem fer hjá sumum yfir hálfa milljón króna á mánuði. Þetta fólk búi á hjúkrunarheimilinu til æviloka og eiga flestir sínar síðustu stundir þar. „[F]lestir núverandi íbúar munu eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum,“ skrifa læknarnir. Heilabilaðir eiga erfiðara með raskið Þeir segja fólk með langt gengna heilabilun sumt á svipuðu stigi og eins til tveggja ára barn. Það getur ekki talað, gengið eða verið sjálfbjarga. Rétt eins og ómálga smábörn þó finna þau fyrir kvíða og ótta, þó tjáningarhæfnin sé takmörkuð. „Sjúklingar með heilabilun eru enn verr settir en heilbrigðir sem verða fyrir hávaða og raski. Þeir gera sér síður grein fyrir ástæðum rasksins og skilja ekki skýringar starfsfólks og aðstandenda. Því eru auknar líkur á hræðslu og kvíða hjá sjúklingum með heilabilun,“ skrifar þeir. Framkvæmdirnar í Sóltúni muni vanhelga dýrmætar kveðjustundir ættingja og vina. „Allir sem nokkuð eru við aldur hafa upplifað andlát náinna ættmenna og vina. Andlát eru oft fyrirsjáanleg og síðustu dagana koma nánustu ættingjar og vinir til að sitja með sjúklingnum og kveðja. Flestum er þetta heilög stund. Á sjúkrahúsum og hjúkrunarheimilum er leitast við að gera þessar stundir sjúklingsins og aðstandenda sem bestar, heilagar og virðulegar. Múrborar og hamarshögg, sem berast um alla veggi og loft, munu vanhelga þessa heilögu stund,“ skrifa þeir. Hjúkrunarheimili Byggingariðnaður Eldri borgarar Heilbrigðismál Reykjavík Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Á Sóltúni eru 92 rými en á þessu ári er fyrirhugað að fjölga rýmum um 67. Til stendur að ráðast í að koma upp svokallaðri léttbyggingu ofan á húsið svo að byggingin hækki um eina hæð. Þar að auki stendur til að lengja tvær fjögurra álma. Þessum framkvæmdum fylgir óhjákvæmilega mikið rask á starfsemi í húsinu en forstjórinn sagði í samtali við fréttastofu fyrr á árinu að þörfin á rýmum væri æpandi og eftirspurn gríðarleg. Allir eru íbúar til æviloka Einar Stefánsson augnlæknir, Jón Eyjólfur Jónsson öldrunarlæknir, Gestur I Pálsson barnalæknir og Jón Snædal öldrunarlæknir skrifuðu grein sem birtist í síðasta tölublaði Læknablaðsins þar sem þeir spyrja sig hvort heilabilaðir og fatlaðir íbúar hjúkrunarheimila hafi engan rétt. „Ákvörðun um byggingarframkvæmdir í Sóltúnshúsinu er tekin að íbúunum forspurðum. Íbúar hússins fá hvorki grenndarkynningu né andmælarétt. Ljóst má vera að eigendur venjulegs fjölbýlishúss í Reykjavík myndu ekki byggja heila hæð ofan á húsið án þess að kynna það íbúum, varla gera það án þeirra samþykkis og ekki detta í hug að íbúarnir búi í húsinu meðan byggingarframkvæmdir standa,“ skrifa þeir. Þeir segja heimilismenn hjúkrunarheimila eiga þar sitt heimili og lögheimili. Þeir greiði tekjutengda „húsaleigu“ sem fer hjá sumum yfir hálfa milljón króna á mánuði. Þetta fólk búi á hjúkrunarheimilinu til æviloka og eiga flestir sínar síðustu stundir þar. „[F]lestir núverandi íbúar munu eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum,“ skrifa læknarnir. Heilabilaðir eiga erfiðara með raskið Þeir segja fólk með langt gengna heilabilun sumt á svipuðu stigi og eins til tveggja ára barn. Það getur ekki talað, gengið eða verið sjálfbjarga. Rétt eins og ómálga smábörn þó finna þau fyrir kvíða og ótta, þó tjáningarhæfnin sé takmörkuð. „Sjúklingar með heilabilun eru enn verr settir en heilbrigðir sem verða fyrir hávaða og raski. Þeir gera sér síður grein fyrir ástæðum rasksins og skilja ekki skýringar starfsfólks og aðstandenda. Því eru auknar líkur á hræðslu og kvíða hjá sjúklingum með heilabilun,“ skrifar þeir. Framkvæmdirnar í Sóltúni muni vanhelga dýrmætar kveðjustundir ættingja og vina. „Allir sem nokkuð eru við aldur hafa upplifað andlát náinna ættmenna og vina. Andlát eru oft fyrirsjáanleg og síðustu dagana koma nánustu ættingjar og vinir til að sitja með sjúklingnum og kveðja. Flestum er þetta heilög stund. Á sjúkrahúsum og hjúkrunarheimilum er leitast við að gera þessar stundir sjúklingsins og aðstandenda sem bestar, heilagar og virðulegar. Múrborar og hamarshögg, sem berast um alla veggi og loft, munu vanhelga þessa heilögu stund,“ skrifa þeir.
Hjúkrunarheimili Byggingariðnaður Eldri borgarar Heilbrigðismál Reykjavík Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira