Rúrik Gíslason: Við skorum of fá mörk Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. mars 2015 18:29 Rúrik Gíslason í baráttu við Eden Hazard í landsleik á móti Belgum. Vísir/Getty Íslenski landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason er í viðtali við Tipsblaðið fyrir leik FC Kaupmannahöfn og Esbjerg sem fer fram á sunnudaginn. Lið FC Kaupmannahöfn vann 3-1 sigur á Bröndby um síðustu helgi en liðið er í 2. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar níu stigum á eftir toppliði Midtjylland, FCK hefur hinsvegar skorað 17 færri mörk þrátt fyrir þessi þrjú í síðustu umferð. „Það hefur verið vandamál fyrir okkur að skora mörk á þessu tímabili. Þess vegna erum við bara í öðru sæti. Þetta hefur ekki verið nógu gott en við leggjum mikla vinnu í að laga sóknarleikinn," sagði Rúrik Gíslason. „Vonandi tekst okkur að laga þetta og skora meira á lokakaflanum. Það vita líka allir að það er það skemmtilegasta fyrir stuðningsmennina þegar liðið þeirra skorar mörk," sagði Rúrik. „Við erum að vinna vel saman sem lið í varnarleiknum og erum ekki að fá á okkur mikið af mörkum. Ég veit ekki af hverju það gengur svona verr í sóknarleiknum því við erum með fjóra góða sóknarmenn. Það má samt ekki gleyma því að lið komast langt á því að spila góða vörn," sagði Rúrik. Rúrik hefur byrjað færri leiki á þessu tímabili en í fyrra og hann hefur ekki enn náð að skora í dönsku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. „Ég hef verið fastamaður í liðinu á köflum en ég legg mikið á mig á æfingum til að vinna fyrir mínu sæti í liðinu. Það er mitt markmið að vera fastamaður í liði FCK," sagði Rúrik. „FCK er með stóran hóp og það er hörð samkeppni um stöðurnar. Mér finnst ég eiga góða möguleika á því að vera í byrjunarliðinu og ég hef fulla trú á sjálfum mér," sagði Rúrik. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Fleiri fréttir Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Sjá meira
Íslenski landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason er í viðtali við Tipsblaðið fyrir leik FC Kaupmannahöfn og Esbjerg sem fer fram á sunnudaginn. Lið FC Kaupmannahöfn vann 3-1 sigur á Bröndby um síðustu helgi en liðið er í 2. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar níu stigum á eftir toppliði Midtjylland, FCK hefur hinsvegar skorað 17 færri mörk þrátt fyrir þessi þrjú í síðustu umferð. „Það hefur verið vandamál fyrir okkur að skora mörk á þessu tímabili. Þess vegna erum við bara í öðru sæti. Þetta hefur ekki verið nógu gott en við leggjum mikla vinnu í að laga sóknarleikinn," sagði Rúrik Gíslason. „Vonandi tekst okkur að laga þetta og skora meira á lokakaflanum. Það vita líka allir að það er það skemmtilegasta fyrir stuðningsmennina þegar liðið þeirra skorar mörk," sagði Rúrik. „Við erum að vinna vel saman sem lið í varnarleiknum og erum ekki að fá á okkur mikið af mörkum. Ég veit ekki af hverju það gengur svona verr í sóknarleiknum því við erum með fjóra góða sóknarmenn. Það má samt ekki gleyma því að lið komast langt á því að spila góða vörn," sagði Rúrik. Rúrik hefur byrjað færri leiki á þessu tímabili en í fyrra og hann hefur ekki enn náð að skora í dönsku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. „Ég hef verið fastamaður í liðinu á köflum en ég legg mikið á mig á æfingum til að vinna fyrir mínu sæti í liðinu. Það er mitt markmið að vera fastamaður í liði FCK," sagði Rúrik. „FCK er með stóran hóp og það er hörð samkeppni um stöðurnar. Mér finnst ég eiga góða möguleika á því að vera í byrjunarliðinu og ég hef fulla trú á sjálfum mér," sagði Rúrik.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Fleiri fréttir Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Sjá meira