Rúrik Gíslason: Við skorum of fá mörk Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. mars 2015 18:29 Rúrik Gíslason í baráttu við Eden Hazard í landsleik á móti Belgum. Vísir/Getty Íslenski landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason er í viðtali við Tipsblaðið fyrir leik FC Kaupmannahöfn og Esbjerg sem fer fram á sunnudaginn. Lið FC Kaupmannahöfn vann 3-1 sigur á Bröndby um síðustu helgi en liðið er í 2. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar níu stigum á eftir toppliði Midtjylland, FCK hefur hinsvegar skorað 17 færri mörk þrátt fyrir þessi þrjú í síðustu umferð. „Það hefur verið vandamál fyrir okkur að skora mörk á þessu tímabili. Þess vegna erum við bara í öðru sæti. Þetta hefur ekki verið nógu gott en við leggjum mikla vinnu í að laga sóknarleikinn," sagði Rúrik Gíslason. „Vonandi tekst okkur að laga þetta og skora meira á lokakaflanum. Það vita líka allir að það er það skemmtilegasta fyrir stuðningsmennina þegar liðið þeirra skorar mörk," sagði Rúrik. „Við erum að vinna vel saman sem lið í varnarleiknum og erum ekki að fá á okkur mikið af mörkum. Ég veit ekki af hverju það gengur svona verr í sóknarleiknum því við erum með fjóra góða sóknarmenn. Það má samt ekki gleyma því að lið komast langt á því að spila góða vörn," sagði Rúrik. Rúrik hefur byrjað færri leiki á þessu tímabili en í fyrra og hann hefur ekki enn náð að skora í dönsku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. „Ég hef verið fastamaður í liðinu á köflum en ég legg mikið á mig á æfingum til að vinna fyrir mínu sæti í liðinu. Það er mitt markmið að vera fastamaður í liði FCK," sagði Rúrik. „FCK er með stóran hóp og það er hörð samkeppni um stöðurnar. Mér finnst ég eiga góða möguleika á því að vera í byrjunarliðinu og ég hef fulla trú á sjálfum mér," sagði Rúrik. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira
Íslenski landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason er í viðtali við Tipsblaðið fyrir leik FC Kaupmannahöfn og Esbjerg sem fer fram á sunnudaginn. Lið FC Kaupmannahöfn vann 3-1 sigur á Bröndby um síðustu helgi en liðið er í 2. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar níu stigum á eftir toppliði Midtjylland, FCK hefur hinsvegar skorað 17 færri mörk þrátt fyrir þessi þrjú í síðustu umferð. „Það hefur verið vandamál fyrir okkur að skora mörk á þessu tímabili. Þess vegna erum við bara í öðru sæti. Þetta hefur ekki verið nógu gott en við leggjum mikla vinnu í að laga sóknarleikinn," sagði Rúrik Gíslason. „Vonandi tekst okkur að laga þetta og skora meira á lokakaflanum. Það vita líka allir að það er það skemmtilegasta fyrir stuðningsmennina þegar liðið þeirra skorar mörk," sagði Rúrik. „Við erum að vinna vel saman sem lið í varnarleiknum og erum ekki að fá á okkur mikið af mörkum. Ég veit ekki af hverju það gengur svona verr í sóknarleiknum því við erum með fjóra góða sóknarmenn. Það má samt ekki gleyma því að lið komast langt á því að spila góða vörn," sagði Rúrik. Rúrik hefur byrjað færri leiki á þessu tímabili en í fyrra og hann hefur ekki enn náð að skora í dönsku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. „Ég hef verið fastamaður í liðinu á köflum en ég legg mikið á mig á æfingum til að vinna fyrir mínu sæti í liðinu. Það er mitt markmið að vera fastamaður í liði FCK," sagði Rúrik. „FCK er með stóran hóp og það er hörð samkeppni um stöðurnar. Mér finnst ég eiga góða möguleika á því að vera í byrjunarliðinu og ég hef fulla trú á sjálfum mér," sagði Rúrik.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira