Allt vitlaust á leikmannamarkaði NFL-deildarinnar 11. mars 2015 11:30 Jimmy Graham mun spila með Seattle næstu árin. vísir/getty Leikmannamarkaður NFL-deildarinnar opnaði formlega í gærkvöldi og það gerði hann heldur betur með látum. Stærstu tíðindin voru þau að einn besti innherji deildarinnar, Jimmy Graham, fór mjög óvænt frá New Orleans Saints og til Seattle Seahawks. Í staðinn fékk Saints Max Unger og fyrsta valrétt Seattle í nýliðavalinu á þessu ári. Seattle fékk valrétt Saints í fjórðu umferð ásamt því að fá Graham. Seattle var að reyna að fá innherjann Julius Thomas frá Denver en hann endaði með því að fara til Jacksonville Jaguars. Í staðinn fór Owen Daniels til Denver frá Baltimore.Gore er kominn til Indianapolis.vísir/gettyÞetta er gríðarlegur styrkur fyrir Seattle en að sama skapi högg fyrir Saints enda hefur samvinna Graham og leikstjórnanda Saints, Drew Brees, verið stórkostleg síðustu ár. Brees var í losti er hann frétti af þessum skiptum í gær.Frank Gore, hlaupari San Francisco 49ers, ákvað að semja við Indianapolis Colts en Philadelphia vildi einnig fá hann. Colts er að byggja meistaralið og útherjinn Andre Johnson er væntanlega einnig á leið til félagsins. Tveir reyndir og öflugir kappar þar á ferð. Philadelphia Eagles hélt áfram að koma á óvart. Um daginn sendi liðið stjörnuhlauparann LeSean McCoy til Buffalo og útherjann Jeremy Maclin til Kansas. Í gær var komið að því að skipta um leikstjórnanda. Philadelphia sendi sinn leikstjórnanda, Nick Foles, til St. Louis Rams og í staðinn kom leikstjórnandi Rams, Sam Bradford, til Eagles. Margir skilja ekki alveg hvað Chip Kelly, þjálfari Eagles, er að gera.Marshall er orðinn leikmaður Jets.vísir/gettyBakvörður meistara New England, Darelle Revis, er aftur farinn til NY Jets. Hann var í herbúðum Jets frá 2007 til 2012 og er því kominn heim ef svo má segja. Útherjinn Percy Harvin er aftur á móti farinn frá Jets en í staðinn er kominn besti útherji Chicago Bears, Brandon Marshall. Áfall fyrir Birnina sem ætla að halda áfram að nota Jay Cutler sem leikstjórnanda. Þetta eru helstu skiptin það sem af er en mikið líf er á markaðnum eins og venjulega og örugglega eiga einhver fleiri óvænt skipti eftir að eiga sér stað. NFL Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Fleiri fréttir Brassi tekur við af Billups Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill „Við erum ekki á góðum stað“ „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Afturelding komst upp að hlið Hauka Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Sjá meira
Leikmannamarkaður NFL-deildarinnar opnaði formlega í gærkvöldi og það gerði hann heldur betur með látum. Stærstu tíðindin voru þau að einn besti innherji deildarinnar, Jimmy Graham, fór mjög óvænt frá New Orleans Saints og til Seattle Seahawks. Í staðinn fékk Saints Max Unger og fyrsta valrétt Seattle í nýliðavalinu á þessu ári. Seattle fékk valrétt Saints í fjórðu umferð ásamt því að fá Graham. Seattle var að reyna að fá innherjann Julius Thomas frá Denver en hann endaði með því að fara til Jacksonville Jaguars. Í staðinn fór Owen Daniels til Denver frá Baltimore.Gore er kominn til Indianapolis.vísir/gettyÞetta er gríðarlegur styrkur fyrir Seattle en að sama skapi högg fyrir Saints enda hefur samvinna Graham og leikstjórnanda Saints, Drew Brees, verið stórkostleg síðustu ár. Brees var í losti er hann frétti af þessum skiptum í gær.Frank Gore, hlaupari San Francisco 49ers, ákvað að semja við Indianapolis Colts en Philadelphia vildi einnig fá hann. Colts er að byggja meistaralið og útherjinn Andre Johnson er væntanlega einnig á leið til félagsins. Tveir reyndir og öflugir kappar þar á ferð. Philadelphia Eagles hélt áfram að koma á óvart. Um daginn sendi liðið stjörnuhlauparann LeSean McCoy til Buffalo og útherjann Jeremy Maclin til Kansas. Í gær var komið að því að skipta um leikstjórnanda. Philadelphia sendi sinn leikstjórnanda, Nick Foles, til St. Louis Rams og í staðinn kom leikstjórnandi Rams, Sam Bradford, til Eagles. Margir skilja ekki alveg hvað Chip Kelly, þjálfari Eagles, er að gera.Marshall er orðinn leikmaður Jets.vísir/gettyBakvörður meistara New England, Darelle Revis, er aftur farinn til NY Jets. Hann var í herbúðum Jets frá 2007 til 2012 og er því kominn heim ef svo má segja. Útherjinn Percy Harvin er aftur á móti farinn frá Jets en í staðinn er kominn besti útherji Chicago Bears, Brandon Marshall. Áfall fyrir Birnina sem ætla að halda áfram að nota Jay Cutler sem leikstjórnanda. Þetta eru helstu skiptin það sem af er en mikið líf er á markaðnum eins og venjulega og örugglega eiga einhver fleiri óvænt skipti eftir að eiga sér stað.
NFL Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Fleiri fréttir Brassi tekur við af Billups Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill „Við erum ekki á góðum stað“ „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Afturelding komst upp að hlið Hauka Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Sjá meira