Geirvörtusundið í Laugardal: Um þúsund manns mættu í Laugardalslaugina Atli Ísleifsson skrifar 29. mars 2015 22:58 Karen Björk Eyþórsdóttir er ein þeirra sem skipulagði viðburðinn. „Þetta var yndislegt og alveg ótrúleg sjón,“ segir Karen Björk Eyþórsdóttir, einn skipuleggjenda hópferðar sem farin var í Laugardalslaug í kvöld í tengslum við #freethenipple. Karen Björk segist hafa rætt við starfsmenn Laugardalslaugar þegar hún hafi komið upp úr lauginni og að þeir hafi slumpað á að frá klukkan 20 hafi laugargestir talið um þúsund. Ef talið var frá klukkan 18 hafi þeir verið um 1.200. „Ég er í skýjunum með hvernig til tókst. Þetta var stórt skref fyrir margar og það var frábært hvað við fundum fyrir öflugri stemmningu og mikilli stemmningu. Það sköpuðust miklar umræður.“Þessi hópur mætti í Laugardalslaugina á fimmtudaginn.V'isir/VilhelmKaren Björk segir að töluverður fjöldi kvenna hafi verið berbrjósta í lauginni. „Þær voru heldur ekki að hópa sig saman. Þær voru á vappinu, í rennibrautinni, í stóru lauginni, innilauginni og pottunum. Þetta eru mjög kjarkaðar konur.“ Hún segir að þær hafi fengið mjög góðar viðtökur og að viðburðurinn hafi vakið mikla athygli ferðamanna. „Það er til að mynda mjög stór hópur breskra ferðamanna sem er nú í sjokki,“ segir Karen Björk létt í bragði. Hún segir að meirihluti sundlaugargesta í kvöld hafa verið karlmenn. Karen Björk segir þetta þó bara vera byrjunina. „Við bíðum spenntar eftir sumrinu. Það verður sérstakur viðburður á Austurvelli þann 1. Júní þar sem stendur til að frelsa geirvörtuna.“ #FreeTheNipple Sundlaugar Tengdar fréttir Geirvörtusundferð í Laugardalslaug í kvöld: "Nú er komið nóg og nú segjum við stopp“ Karen Björk Eyþórsdóttir, einn skipuleggjenda sundferðarinnar, segir að ferðin í Laugardalslaug sem farin var á fimmtudaginn hafi verið skyndiákvörðun en að "aðalbomban“ verði nú í kvöld. 29. mars 2015 18:27 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Fleiri fréttir Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Sjá meira
„Þetta var yndislegt og alveg ótrúleg sjón,“ segir Karen Björk Eyþórsdóttir, einn skipuleggjenda hópferðar sem farin var í Laugardalslaug í kvöld í tengslum við #freethenipple. Karen Björk segist hafa rætt við starfsmenn Laugardalslaugar þegar hún hafi komið upp úr lauginni og að þeir hafi slumpað á að frá klukkan 20 hafi laugargestir talið um þúsund. Ef talið var frá klukkan 18 hafi þeir verið um 1.200. „Ég er í skýjunum með hvernig til tókst. Þetta var stórt skref fyrir margar og það var frábært hvað við fundum fyrir öflugri stemmningu og mikilli stemmningu. Það sköpuðust miklar umræður.“Þessi hópur mætti í Laugardalslaugina á fimmtudaginn.V'isir/VilhelmKaren Björk segir að töluverður fjöldi kvenna hafi verið berbrjósta í lauginni. „Þær voru heldur ekki að hópa sig saman. Þær voru á vappinu, í rennibrautinni, í stóru lauginni, innilauginni og pottunum. Þetta eru mjög kjarkaðar konur.“ Hún segir að þær hafi fengið mjög góðar viðtökur og að viðburðurinn hafi vakið mikla athygli ferðamanna. „Það er til að mynda mjög stór hópur breskra ferðamanna sem er nú í sjokki,“ segir Karen Björk létt í bragði. Hún segir að meirihluti sundlaugargesta í kvöld hafa verið karlmenn. Karen Björk segir þetta þó bara vera byrjunina. „Við bíðum spenntar eftir sumrinu. Það verður sérstakur viðburður á Austurvelli þann 1. Júní þar sem stendur til að frelsa geirvörtuna.“
#FreeTheNipple Sundlaugar Tengdar fréttir Geirvörtusundferð í Laugardalslaug í kvöld: "Nú er komið nóg og nú segjum við stopp“ Karen Björk Eyþórsdóttir, einn skipuleggjenda sundferðarinnar, segir að ferðin í Laugardalslaug sem farin var á fimmtudaginn hafi verið skyndiákvörðun en að "aðalbomban“ verði nú í kvöld. 29. mars 2015 18:27 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Fleiri fréttir Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Sjá meira
Geirvörtusundferð í Laugardalslaug í kvöld: "Nú er komið nóg og nú segjum við stopp“ Karen Björk Eyþórsdóttir, einn skipuleggjenda sundferðarinnar, segir að ferðin í Laugardalslaug sem farin var á fimmtudaginn hafi verið skyndiákvörðun en að "aðalbomban“ verði nú í kvöld. 29. mars 2015 18:27
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent