Sebastian Vettel á Ferrari vann Formúlu 1 keppnina sem fram fór í Malasíu í morgun, en Lewis Hamilton varð annar á Mercedes. Herðnaðaráætlun Ferrari gekk svo sannarlega upp.
Þetta var fyrsti sigur Vettel í Grand Prix síðan í nóvember 2013, en hann hefur allt í allt unnið 40 Formúlu 1 sigra.
Ferrari vann síðast keppni á Spáni árið 2013 þá var það Fernando Alonso sem kom fyrstur í mark.
Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson lýstu öllu því sem fram fór í Malasíu, en það má sjá í sjónvarpsglugganum hér að ofan í rúmlega 23 mínútna innslagi.

