Nexpo 2015: Plain Vanilla sprotafyrirtæki ársins Atli Ísleifsson skrifar 28. mars 2015 15:54 Þorsteinn Baldur Friðriksson, framkvæmdastjóri Plain Vanilla. Plain Vanilla var valið sprotafyrirtæki ársins á Nexpo verðlaunahátíðinni sem fram fór í gær. Í rökstuðningi dómnefndar segir að Plain Vanilla hafi farið sigurför um heiminn með ávanabindandi appinu QuizUp og hafi verið í samstarfi við fyrirtæki eins og Coca-Cola í kringum HM í fótbolta og HBO í tengslum við Game of Thrones. Verðlaun voru alls veitt í átta flokkum, þar af tveimur nýjum flokkum - sprotafyrirtæki ársins og besti markaðsárangur sprotafyrirtækis. Aðrir verðlaunaflokkar eru vefhetjan, app ársins, vefur, herferð og stafrænt markaðsstarf ársins. Þá var besta óhefðbundna auglýsing ársins verðlaunuð.Tæknivefurinn Simon tók við hátíðinni af fyrirtækinu Silent, sem vann hana í samstarfi við Vísi síðustu ár. Simon annaðist framkvæmd hátíðarinnar í samstarfi við Kjarnann og Klak Innovit.Verðlaunahafar ársins„Vefhetja ársins er Atli Fannar Bjarkason. „Honum einum tókst að koma nýjum fjölmiðli í loftið sem er ætlaður fyrir ungt fólk. Nútíminn fór í loftið 25. ágúst 2014 og hefur sprungið út síðan.App ársins er Strætó appið frá Strætó BS. Gamla appið var rækilega tekið í gegn og útlitið bætt, en helsta viðbótin var greiðslumöguleiki í appinu. Notendur þurfa ekki lengur að vera með klink eða strætómiða og geta því nýtt snjallsímann til þess að greiða fargjöld.Vefur ársins er Blær.is. Vefurinn þykir einstaklega vel hannaður og nýtir nútímatækni til þess að birta áhugavert efni. Blær virkar á öllum tækjum án þess að efnið líði fyrir það.Herferð ársins er Heim um jólin frá Icelandair, þar sem spilað var á tilfinningar áhorfenda. Ekki var annað hægt en að tárast örlítið undir lok auglýsingarinnar. Verðlaun fyrir stafrænt markaðsstarf ársins fékk Nova fyrir Nova Snap. Notkun Nova á nýmiðlinum Snapchat þykir einstaklega frumlegur, en þar sáu þjóðkunnir einstaklingar um að skemmta landsmönnum í stuttum 5-10 sekúndna myndbrotum.Óhefðbunda auglýsing ársins er Örugg borg frá UN Women á Íslandi. Augýsingin sýndi óhugnalegan raunveruleika byggðan á reynslusögum kvenna um allan heim á nýstárlegan hátt, þar sem áhorfendur upplifðu tvær hliðar samtímis með því að tengja snjallsímann við myndbandið. Plain Vanilla vann í flokkinum sprotafyrirtæki ársins. Plain Vanilla hefur farið siguför um heiminn með ávanabindandi appinu QuizUp og hefur verið í samstarfi við fyrirtæki eins og Coca-Cola í kringum HM í fótbolta og HBO í tengslum við Game of Thrones. Dómnefndin valdi svo Meniga fyrir besta markaðsárangur sprotafyrirtækis. Meniga bætti nýju appi í þjónustuflóru sína á árinu og þar sem notandinn getur fundið betri kjör í nágrenni sínu.“ Hér fyrir neðan má sjá myndasafn af verðlaunahöfum og gestum á Nexpo 2015. Game of Thrones Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Plain Vanilla var valið sprotafyrirtæki ársins á Nexpo verðlaunahátíðinni sem fram fór í gær. Í rökstuðningi dómnefndar segir að Plain Vanilla hafi farið sigurför um heiminn með ávanabindandi appinu QuizUp og hafi verið í samstarfi við fyrirtæki eins og Coca-Cola í kringum HM í fótbolta og HBO í tengslum við Game of Thrones. Verðlaun voru alls veitt í átta flokkum, þar af tveimur nýjum flokkum - sprotafyrirtæki ársins og besti markaðsárangur sprotafyrirtækis. Aðrir verðlaunaflokkar eru vefhetjan, app ársins, vefur, herferð og stafrænt markaðsstarf ársins. Þá var besta óhefðbundna auglýsing ársins verðlaunuð.Tæknivefurinn Simon tók við hátíðinni af fyrirtækinu Silent, sem vann hana í samstarfi við Vísi síðustu ár. Simon annaðist framkvæmd hátíðarinnar í samstarfi við Kjarnann og Klak Innovit.Verðlaunahafar ársins„Vefhetja ársins er Atli Fannar Bjarkason. „Honum einum tókst að koma nýjum fjölmiðli í loftið sem er ætlaður fyrir ungt fólk. Nútíminn fór í loftið 25. ágúst 2014 og hefur sprungið út síðan.App ársins er Strætó appið frá Strætó BS. Gamla appið var rækilega tekið í gegn og útlitið bætt, en helsta viðbótin var greiðslumöguleiki í appinu. Notendur þurfa ekki lengur að vera með klink eða strætómiða og geta því nýtt snjallsímann til þess að greiða fargjöld.Vefur ársins er Blær.is. Vefurinn þykir einstaklega vel hannaður og nýtir nútímatækni til þess að birta áhugavert efni. Blær virkar á öllum tækjum án þess að efnið líði fyrir það.Herferð ársins er Heim um jólin frá Icelandair, þar sem spilað var á tilfinningar áhorfenda. Ekki var annað hægt en að tárast örlítið undir lok auglýsingarinnar. Verðlaun fyrir stafrænt markaðsstarf ársins fékk Nova fyrir Nova Snap. Notkun Nova á nýmiðlinum Snapchat þykir einstaklega frumlegur, en þar sáu þjóðkunnir einstaklingar um að skemmta landsmönnum í stuttum 5-10 sekúndna myndbrotum.Óhefðbunda auglýsing ársins er Örugg borg frá UN Women á Íslandi. Augýsingin sýndi óhugnalegan raunveruleika byggðan á reynslusögum kvenna um allan heim á nýstárlegan hátt, þar sem áhorfendur upplifðu tvær hliðar samtímis með því að tengja snjallsímann við myndbandið. Plain Vanilla vann í flokkinum sprotafyrirtæki ársins. Plain Vanilla hefur farið siguför um heiminn með ávanabindandi appinu QuizUp og hefur verið í samstarfi við fyrirtæki eins og Coca-Cola í kringum HM í fótbolta og HBO í tengslum við Game of Thrones. Dómnefndin valdi svo Meniga fyrir besta markaðsárangur sprotafyrirtækis. Meniga bætti nýju appi í þjónustuflóru sína á árinu og þar sem notandinn getur fundið betri kjör í nágrenni sínu.“ Hér fyrir neðan má sjá myndasafn af verðlaunahöfum og gestum á Nexpo 2015.
Game of Thrones Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira