Conor við Aldo: Þú munt hætta eftir þennan bardaga Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. mars 2015 22:45 Dana White, forseti UFC, passar að Aldo og McGregor hjóli ekki í hvorn annan. vísir/getty „Mér líkar ekki illa við neinn keppanda og ég ber virðingu fyrir hverjum þeim sem stígur í búrið. En þetta eru viðskipti. Ef þú verður á milli mín og þess sem ég þarf að gera geng ég frá þér,“ segir Conor McGregor í viðtali við á FOX. Conor og heimsmeistarinn í fjaðurvigt, Jose Aldo, voru í viðtali á FOX Sports, en fyrir viðtalið stalst Conor í beltið hans Aldo eins og sjá má hér að neðan. „Það er rétt, ég setti beltið á mig og hann gerði ekkert í því. Hann gerði heldur ekkert á sviðinu um daginn og hann mun ekkert gera í búrinu þegar við berjumst,“ segir Conor en Aldo svarar: „Þetta er algengt. Hann vill prófa að bera það en fær aldrei beltið mitt. Ég mun halda því áfram.“ Írski Íslandsvinurinn, sem reynir að hirða heimsmeistaratitilinn af Aldo 11. júlí, ætlar sér sigur. „Ég hef gengið frá öllum þeim sem ég hef barist við. Ég gerði deildina að því sem hún er í dag. Þetta er McGregor-deildin. Minn tími er kominn,“ segir Írinn. Aldo finnst lítið til þeirra ummæla koma: „Við munum sjá að hann er bara kjafturinn. Ég er kóngurinn og mun halda beltinu. Ég virði gæði hans sem bardagakappa en í búrinu snýst þetta um mig og ég mun vinna,“ segir hann og bætir við: „Hann er grínkall. Hann getur sagt það sem hann vill en ég mun halda beltinu og mun hætta sem meistari.“ Eina sem Conor veit er að Aldo mun hætta, en ekki sem heimsmeistari „Það er rétt. Þú munt hætta eftir þennan bardaga,“ segir Conor McGregor. Þetta áhugaverða spjall má sjá hér að neðan. MMA Tengdar fréttir Conor McGregor fer hamförum í Ríó: „Ég á þessa borg“ Írski bardagakappinn gerði allt vitlaust á krá einni í Ríó og á blaðamannafundi fyrir bardagann um heimsmeistaratitilinn í fjaðurvigt. 23. mars 2015 14:30 Conor hittir borgarstjórann og kallar Aldo aumingja Jose Aldo, heimsmeistarinn í fjaðurvigt í UFC, dansar súludans í nýjasta þætti Embedded. 26. mars 2015 12:00 Conor McGregor í Vegas: „Ég er að æfa en hann er að spila borðtennis“ Írski vélbyssukjafturinn Conor McGregor og heimsmeistarinn Jose Aldo eru mættir til Las Vegas í kynningarferð sinni fyrir bardagann. 24. mars 2015 14:30 Conor McGregor hittir tvífara sinn í Vegas Þriðji þáttur af Embedded, netþáttaöðinni um kynningaferð Conors McGregors og Jose Aldo um bardaga þeirra 11. júlí, er kominn út. 25. mars 2015 18:15 Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Fótbolti Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Fleiri fréttir Liverpool - Nott. Forest | Tapað fjórum af síðustu fimm „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Sjá meira
„Mér líkar ekki illa við neinn keppanda og ég ber virðingu fyrir hverjum þeim sem stígur í búrið. En þetta eru viðskipti. Ef þú verður á milli mín og þess sem ég þarf að gera geng ég frá þér,“ segir Conor McGregor í viðtali við á FOX. Conor og heimsmeistarinn í fjaðurvigt, Jose Aldo, voru í viðtali á FOX Sports, en fyrir viðtalið stalst Conor í beltið hans Aldo eins og sjá má hér að neðan. „Það er rétt, ég setti beltið á mig og hann gerði ekkert í því. Hann gerði heldur ekkert á sviðinu um daginn og hann mun ekkert gera í búrinu þegar við berjumst,“ segir Conor en Aldo svarar: „Þetta er algengt. Hann vill prófa að bera það en fær aldrei beltið mitt. Ég mun halda því áfram.“ Írski Íslandsvinurinn, sem reynir að hirða heimsmeistaratitilinn af Aldo 11. júlí, ætlar sér sigur. „Ég hef gengið frá öllum þeim sem ég hef barist við. Ég gerði deildina að því sem hún er í dag. Þetta er McGregor-deildin. Minn tími er kominn,“ segir Írinn. Aldo finnst lítið til þeirra ummæla koma: „Við munum sjá að hann er bara kjafturinn. Ég er kóngurinn og mun halda beltinu. Ég virði gæði hans sem bardagakappa en í búrinu snýst þetta um mig og ég mun vinna,“ segir hann og bætir við: „Hann er grínkall. Hann getur sagt það sem hann vill en ég mun halda beltinu og mun hætta sem meistari.“ Eina sem Conor veit er að Aldo mun hætta, en ekki sem heimsmeistari „Það er rétt. Þú munt hætta eftir þennan bardaga,“ segir Conor McGregor. Þetta áhugaverða spjall má sjá hér að neðan.
MMA Tengdar fréttir Conor McGregor fer hamförum í Ríó: „Ég á þessa borg“ Írski bardagakappinn gerði allt vitlaust á krá einni í Ríó og á blaðamannafundi fyrir bardagann um heimsmeistaratitilinn í fjaðurvigt. 23. mars 2015 14:30 Conor hittir borgarstjórann og kallar Aldo aumingja Jose Aldo, heimsmeistarinn í fjaðurvigt í UFC, dansar súludans í nýjasta þætti Embedded. 26. mars 2015 12:00 Conor McGregor í Vegas: „Ég er að æfa en hann er að spila borðtennis“ Írski vélbyssukjafturinn Conor McGregor og heimsmeistarinn Jose Aldo eru mættir til Las Vegas í kynningarferð sinni fyrir bardagann. 24. mars 2015 14:30 Conor McGregor hittir tvífara sinn í Vegas Þriðji þáttur af Embedded, netþáttaöðinni um kynningaferð Conors McGregors og Jose Aldo um bardaga þeirra 11. júlí, er kominn út. 25. mars 2015 18:15 Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Fótbolti Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Fleiri fréttir Liverpool - Nott. Forest | Tapað fjórum af síðustu fimm „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Sjá meira
Conor McGregor fer hamförum í Ríó: „Ég á þessa borg“ Írski bardagakappinn gerði allt vitlaust á krá einni í Ríó og á blaðamannafundi fyrir bardagann um heimsmeistaratitilinn í fjaðurvigt. 23. mars 2015 14:30
Conor hittir borgarstjórann og kallar Aldo aumingja Jose Aldo, heimsmeistarinn í fjaðurvigt í UFC, dansar súludans í nýjasta þætti Embedded. 26. mars 2015 12:00
Conor McGregor í Vegas: „Ég er að æfa en hann er að spila borðtennis“ Írski vélbyssukjafturinn Conor McGregor og heimsmeistarinn Jose Aldo eru mættir til Las Vegas í kynningarferð sinni fyrir bardagann. 24. mars 2015 14:30
Conor McGregor hittir tvífara sinn í Vegas Þriðji þáttur af Embedded, netþáttaöðinni um kynningaferð Conors McGregors og Jose Aldo um bardaga þeirra 11. júlí, er kominn út. 25. mars 2015 18:15