Össur enn sömu skoðunar varðandi olíuleit Heimir Már Pétursson skrifar 24. mars 2015 19:15 Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar segir ekki heppilegt fyrir framtíðina að landsfundur Samfylkingarinnar hafi samþykkt að hætt skuli við olíuleit og vinnslu á Drekasvæðinu. Hann verði hins vegar að sætta sig við að hafa lent í minnihluta í málinu á landsfundinum. Á landsfundi Samfylkingarinnar um síðustu helgi kúventi flokkurinn stefnu sinni varðandi olíuleit og vinnslu á Drekasvæðinu og vill nú samkvæmt landsfundarsamþykkt hætta leitinni. „Ég tel að það sé ekki heppilegt fyrir framtíðina þó að þróunin hafi orðið þannig að það sé nú líklegt að það seinki allt. En hins vegar er það þannig að í Samfylkingunni getur maður verið í minnihluta. Ég er þar í minnihluta og hef mína skoðun óbreytta. En sætti mig alveg við að það er önnur stefna uppi,“ segir Össur. Össur ásamt fleiri ráðherrum og þingmönnum Samfylkingarinnar fögnuðu því á sínum tíma að olíuleit yrði hafin og sáu fyrir sér alls kyns tækifæri í þessum efnum m.a. í þjónustu við olíuleitina á norður og austurlandi. Össur segist alltaf hafa lagt áherslu á að olía væri allt of mikilvægt efni til að brenna og ætti að nota til annarra hluta en sem eldsneyti. Hann hafi skilning á varnaðarorðum vegna loftslagsáhrifa en menn yrðu þá að vera samkvæmir sjálfum sér. „Ég teldi þá t.d. fullkomlega lógískt fyrir þá sem hafa þessa skoðun að banna t.d. innflutning á eldsneyti. Sumt af því eldsneyti sem menn eru að flytja inn er unnið af Rússum, jafnvel Norðmönnum miklu norðar heldur en þessi svæði sem eru innan okkar efnahagslögsögu,“ segir Össur. Hann hafi oft orðið undir og sem lýðræðissinni sætti hann sig við það. Össur efast um að þetta hafi áhrif á fylgi flokksins í næstu kosningum. Nýting olíu frá Drekasvæðinu sé fjarlægari en áður vegna þróunar á olíumarkaði. Önnur og stærri mál verði á dagskrá fyrir næstu kosningar. Hins vegar megi leysa olíumálin með örðum hætti en innan stofnana stjórnmálaflokkanna. „Ég held að þetta alveg eins og fiskveiðistjórnunarkerfið og ESB séu dæmi um mál sem eigi að leysa í þjóðaratkvæðagreiðslu,“ segir Össur Skarphéðinsson. Alþingi Samfylkingin Orkumál Olíuleit á Drekasvæði Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar segir ekki heppilegt fyrir framtíðina að landsfundur Samfylkingarinnar hafi samþykkt að hætt skuli við olíuleit og vinnslu á Drekasvæðinu. Hann verði hins vegar að sætta sig við að hafa lent í minnihluta í málinu á landsfundinum. Á landsfundi Samfylkingarinnar um síðustu helgi kúventi flokkurinn stefnu sinni varðandi olíuleit og vinnslu á Drekasvæðinu og vill nú samkvæmt landsfundarsamþykkt hætta leitinni. „Ég tel að það sé ekki heppilegt fyrir framtíðina þó að þróunin hafi orðið þannig að það sé nú líklegt að það seinki allt. En hins vegar er það þannig að í Samfylkingunni getur maður verið í minnihluta. Ég er þar í minnihluta og hef mína skoðun óbreytta. En sætti mig alveg við að það er önnur stefna uppi,“ segir Össur. Össur ásamt fleiri ráðherrum og þingmönnum Samfylkingarinnar fögnuðu því á sínum tíma að olíuleit yrði hafin og sáu fyrir sér alls kyns tækifæri í þessum efnum m.a. í þjónustu við olíuleitina á norður og austurlandi. Össur segist alltaf hafa lagt áherslu á að olía væri allt of mikilvægt efni til að brenna og ætti að nota til annarra hluta en sem eldsneyti. Hann hafi skilning á varnaðarorðum vegna loftslagsáhrifa en menn yrðu þá að vera samkvæmir sjálfum sér. „Ég teldi þá t.d. fullkomlega lógískt fyrir þá sem hafa þessa skoðun að banna t.d. innflutning á eldsneyti. Sumt af því eldsneyti sem menn eru að flytja inn er unnið af Rússum, jafnvel Norðmönnum miklu norðar heldur en þessi svæði sem eru innan okkar efnahagslögsögu,“ segir Össur. Hann hafi oft orðið undir og sem lýðræðissinni sætti hann sig við það. Össur efast um að þetta hafi áhrif á fylgi flokksins í næstu kosningum. Nýting olíu frá Drekasvæðinu sé fjarlægari en áður vegna þróunar á olíumarkaði. Önnur og stærri mál verði á dagskrá fyrir næstu kosningar. Hins vegar megi leysa olíumálin með örðum hætti en innan stofnana stjórnmálaflokkanna. „Ég held að þetta alveg eins og fiskveiðistjórnunarkerfið og ESB séu dæmi um mál sem eigi að leysa í þjóðaratkvæðagreiðslu,“ segir Össur Skarphéðinsson.
Alþingi Samfylkingin Orkumál Olíuleit á Drekasvæði Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira