Verkfallsdeilan enn óleyst á RÚV: Landsleikurinn í uppnámi Birgir Olgeirsson skrifar 23. mars 2015 14:58 Íslenska karlalandsliðið mætir Kasakstan í undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu á laugardag en óvíst er hvort sýnt verður frá leiknum í Sjónvarpinu vegna verkfalls tæknimanna. Vísir Það stefnir allt í verkfall tæknimanna á Ríkisútvarpinu næstkomandi fimmtudag sem mun standa yfir til sunnudags. Tæknimennirnir boðuðu til aðgerðanna í síðustu viku en ef verkfallið skellur verður engin útsending hjá RÚV nema ef um „sjálfkeyrða“ dagskrárliði er að ræða. Kristján Þórður Snæbjarnarson er formaður framkvæmdastjórnar Rafiðnaðarsambands Íslands en hann fer fyrir samningaviðræðum tæknimanna RÚV við Samtök atvinnulífsins. „Það stefnir allt í verkfall. Það þokaðist ekkert áfram á fundinum í dag og það er ennþá þannig að Samtök atvinnulífsins hafna að gera sérkjarasamning við tæknimenn RÚV,“ segir Kristján Þórður. Samtök atvinnulífsins hafa hins vegar stefnt þessari deilu fyrir Félagsdóm og vilja meina að boðaðar verkfallsaðgerðir tæknimanna Ríkisútvarpsins séu ólöglegar. Kristján Þórður er ekki sammála því mati samtakanna en Félagsdómur mun kveða upp dóm í málinu á miðvikudag. „Það má fer bara sína leið þar í dómskerfinu en mér sýnist að það muni ekki hafa nein áhrif á framgang málsins. Ef félagsdómurinn metur verkfallsaðgerðirnar ólöglegar þá frestast þær aðeins en ég tel nú ekki miklar líkur á því.“ Boðaðar verkfallsaðgerðir tæknimanna RÚV munu hafa ýmsar afleiðingar. Útsending Sjónvarpsins fellur til að mynda alfarið niður ef tæknimennirnir eru ekki við störf og það mun væntanlega hafa þær afleiðingar að ekki verður sýnt frá landsleik karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu gegn liði Kasakstan í undankeppni Evrópumótsins á laugardag í Sjónvarpinu. Á Rás 2 og 1 verður einhver röskun fyrir utan þá dagskrárliði sem eru „sjálfkeyrðir“ eins og það er kallað. Það þýðir að umsjónarmenn þáttanna sjá sjálfir um tæknihliðina en þeir þættir sem þarfnast tæknimanna falla niður. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Engin útsending í Sjónvarpi allra landsmanna ef tæknimenn fara í verkfall Boða verkfall dagana 26. - 30. mars og viðræðum miðar ekkert áfram. 17. mars 2015 18:01 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sjá meira
Það stefnir allt í verkfall tæknimanna á Ríkisútvarpinu næstkomandi fimmtudag sem mun standa yfir til sunnudags. Tæknimennirnir boðuðu til aðgerðanna í síðustu viku en ef verkfallið skellur verður engin útsending hjá RÚV nema ef um „sjálfkeyrða“ dagskrárliði er að ræða. Kristján Þórður Snæbjarnarson er formaður framkvæmdastjórnar Rafiðnaðarsambands Íslands en hann fer fyrir samningaviðræðum tæknimanna RÚV við Samtök atvinnulífsins. „Það stefnir allt í verkfall. Það þokaðist ekkert áfram á fundinum í dag og það er ennþá þannig að Samtök atvinnulífsins hafna að gera sérkjarasamning við tæknimenn RÚV,“ segir Kristján Þórður. Samtök atvinnulífsins hafa hins vegar stefnt þessari deilu fyrir Félagsdóm og vilja meina að boðaðar verkfallsaðgerðir tæknimanna Ríkisútvarpsins séu ólöglegar. Kristján Þórður er ekki sammála því mati samtakanna en Félagsdómur mun kveða upp dóm í málinu á miðvikudag. „Það má fer bara sína leið þar í dómskerfinu en mér sýnist að það muni ekki hafa nein áhrif á framgang málsins. Ef félagsdómurinn metur verkfallsaðgerðirnar ólöglegar þá frestast þær aðeins en ég tel nú ekki miklar líkur á því.“ Boðaðar verkfallsaðgerðir tæknimanna RÚV munu hafa ýmsar afleiðingar. Útsending Sjónvarpsins fellur til að mynda alfarið niður ef tæknimennirnir eru ekki við störf og það mun væntanlega hafa þær afleiðingar að ekki verður sýnt frá landsleik karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu gegn liði Kasakstan í undankeppni Evrópumótsins á laugardag í Sjónvarpinu. Á Rás 2 og 1 verður einhver röskun fyrir utan þá dagskrárliði sem eru „sjálfkeyrðir“ eins og það er kallað. Það þýðir að umsjónarmenn þáttanna sjá sjálfir um tæknihliðina en þeir þættir sem þarfnast tæknimanna falla niður.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Engin útsending í Sjónvarpi allra landsmanna ef tæknimenn fara í verkfall Boða verkfall dagana 26. - 30. mars og viðræðum miðar ekkert áfram. 17. mars 2015 18:01 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sjá meira
Engin útsending í Sjónvarpi allra landsmanna ef tæknimenn fara í verkfall Boða verkfall dagana 26. - 30. mars og viðræðum miðar ekkert áfram. 17. mars 2015 18:01