Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - ÍBV 25-19 | Mikilvægur sigur Norðanmanna Birgir H. Stefánsson í Höllinni á Akureyri skrifar 21. mars 2015 00:01 Kristján Orri Jóhannsson skoraði níu mörk í dag. Vísir/Andri Marinó Eyjamenn voru lengi í gang í kvöld og í upphafi leiks virtist vera sem svo að leikmenn liðsins hefðu verið aðeins of duglegir að horfa á sólmyrkva gærdagsins án þess að notast við viðeigandi búnað. Skot þeirra fyrstu mínútur leiksins voru hér, þar og allstaðar þangað til að Magnús Stefánsson kom inn í sóknarleik liðsins eftir um tíu mínútur og skoraði þrjú mörk í röð. Lítið var um markvörslu þangað til bæði lið höfðu skipt um markmenn en bæði Haukur Jónsson hjá ÍBV og Hreiðar Levý Guðmundsson hjá Akureyri komu inn af krafti og skiluðu af sér mjög góðri vakt út hálfleikinn. Eftir að heimamenn náðu fimm marka forsutu á 21. mínútu, þegar Bergvin Þór Gíslason skoraði, náðu Eyjamenn að svara aðeins fyrir sig og skora þrjú mörk í röð. Það voru þó heimamenn sem skoruðu síðustu tvö mörk hálfleiksins og staðan því 13-9 þegar flautað var til hálfleiks. Hægt og rólega náðu Eyjamenn að vinna niður forskot Akureyrar og þegar Theodór Sigurbjörnsson skoraði úr víti á 42. mínútu leiksins var munurinn kominn niður í eitt mark, en nær komust gestirnir ekki. Varnarleikur heimamanna þéttist og Hreiðar Levý var hreint út sagt frábær í markinu, varði oft afar mikilvæg skot og þ.á.m. þrjú vítaköst. Munurinn jókst aftur hægt og rólega og þegar 60 mínúturnar voru búnar var lokastaðan 25-19, heimamönnum í vil.Atli: Búnir að lenda illa í þeim"Frábær leikur", var svar Atla Hilmarssonar þjálfara Akureyrar þegar hann var spurður út í fyrstu viðbrögð strax eftir leik. "Ég er mjög ánægður með það hvernig liðið kemur til leiks, vörnin einstaklega góð og við vorum skynsamir frammi. Við erum búnir að lenda illa í þeim núna tvisvar en vorum mun skynsamari í dag. Fyrst og fremst er þetta þó vörn og markvarsla." Hreiðar byrjaði ekki leikinn en kom nokkuð snemma inn og endaði með sautján varin skot. "Já og þar af þrjú víti. Það er auðvitað alveg frábært að vera með tvo svona góða markmenn. Tomas er búinn að vera frábær í allan vetur og svo er aldeilis flott að eiga svo einn svona á bekknum sem kemur og hjálpar til. "Fyrir okkur er þetta fyrst og fremst gott veganesti inn í úrslitakeppnina. Núna erum við komnir þangað og ætlum að klifra eitthvað ofar ef það er hægt ásamt því að nota þessa leiki til að koma liðinu í gang fyrir úrslitakeppni. "Vonandi getum við svo farið að stilla upp okkar besta liði."Gunnar: Verðum að nýta tímann ef við ætlum að vera með í þessu "Við gerum okkur þetta rosalega erfitt," sagði Gunnar Magnússon strax eftir leik. "Við förum með einhver þrjú víti á ögurstundu og sex eða sjö hraðaupphlaup sem gerir þetta svo hrikalega erfitt. Það er ekki hægt að koma hingað norður og fara svona illa með þessi hraðaupphlaup og víti." Eyjamenn virtust ekki geta hitt á markið í upphafi leiks og náðu svo ekki að vinna upp það forskot seinna í leiknum. "Já, við vorum lengi í gang og í heildina þá vantaði bara upp á allt saman. Vörnin var ekki nægilega góð, sóknarlega voru flestir kaldir og ekki neinn að draga vagninn og hraðaupphlaupin voru ekki til staðar. "Akureyri var betra en við á öllum sviðum í dag og við verðum að spýta í lófanna, þetta er ekki nægilega gott. "Ég er ekki nógu ánægður með standið á liðinu í dag og það er stutt í úrslitakeppni, við þurfum að nýta tímann fram að því gríðarlega vel ef við ætlum að vera með í þessu." Olís-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fleiri fréttir Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira
Eyjamenn voru lengi í gang í kvöld og í upphafi leiks virtist vera sem svo að leikmenn liðsins hefðu verið aðeins of duglegir að horfa á sólmyrkva gærdagsins án þess að notast við viðeigandi búnað. Skot þeirra fyrstu mínútur leiksins voru hér, þar og allstaðar þangað til að Magnús Stefánsson kom inn í sóknarleik liðsins eftir um tíu mínútur og skoraði þrjú mörk í röð. Lítið var um markvörslu þangað til bæði lið höfðu skipt um markmenn en bæði Haukur Jónsson hjá ÍBV og Hreiðar Levý Guðmundsson hjá Akureyri komu inn af krafti og skiluðu af sér mjög góðri vakt út hálfleikinn. Eftir að heimamenn náðu fimm marka forsutu á 21. mínútu, þegar Bergvin Þór Gíslason skoraði, náðu Eyjamenn að svara aðeins fyrir sig og skora þrjú mörk í röð. Það voru þó heimamenn sem skoruðu síðustu tvö mörk hálfleiksins og staðan því 13-9 þegar flautað var til hálfleiks. Hægt og rólega náðu Eyjamenn að vinna niður forskot Akureyrar og þegar Theodór Sigurbjörnsson skoraði úr víti á 42. mínútu leiksins var munurinn kominn niður í eitt mark, en nær komust gestirnir ekki. Varnarleikur heimamanna þéttist og Hreiðar Levý var hreint út sagt frábær í markinu, varði oft afar mikilvæg skot og þ.á.m. þrjú vítaköst. Munurinn jókst aftur hægt og rólega og þegar 60 mínúturnar voru búnar var lokastaðan 25-19, heimamönnum í vil.Atli: Búnir að lenda illa í þeim"Frábær leikur", var svar Atla Hilmarssonar þjálfara Akureyrar þegar hann var spurður út í fyrstu viðbrögð strax eftir leik. "Ég er mjög ánægður með það hvernig liðið kemur til leiks, vörnin einstaklega góð og við vorum skynsamir frammi. Við erum búnir að lenda illa í þeim núna tvisvar en vorum mun skynsamari í dag. Fyrst og fremst er þetta þó vörn og markvarsla." Hreiðar byrjaði ekki leikinn en kom nokkuð snemma inn og endaði með sautján varin skot. "Já og þar af þrjú víti. Það er auðvitað alveg frábært að vera með tvo svona góða markmenn. Tomas er búinn að vera frábær í allan vetur og svo er aldeilis flott að eiga svo einn svona á bekknum sem kemur og hjálpar til. "Fyrir okkur er þetta fyrst og fremst gott veganesti inn í úrslitakeppnina. Núna erum við komnir þangað og ætlum að klifra eitthvað ofar ef það er hægt ásamt því að nota þessa leiki til að koma liðinu í gang fyrir úrslitakeppni. "Vonandi getum við svo farið að stilla upp okkar besta liði."Gunnar: Verðum að nýta tímann ef við ætlum að vera með í þessu "Við gerum okkur þetta rosalega erfitt," sagði Gunnar Magnússon strax eftir leik. "Við förum með einhver þrjú víti á ögurstundu og sex eða sjö hraðaupphlaup sem gerir þetta svo hrikalega erfitt. Það er ekki hægt að koma hingað norður og fara svona illa með þessi hraðaupphlaup og víti." Eyjamenn virtust ekki geta hitt á markið í upphafi leiks og náðu svo ekki að vinna upp það forskot seinna í leiknum. "Já, við vorum lengi í gang og í heildina þá vantaði bara upp á allt saman. Vörnin var ekki nægilega góð, sóknarlega voru flestir kaldir og ekki neinn að draga vagninn og hraðaupphlaupin voru ekki til staðar. "Akureyri var betra en við á öllum sviðum í dag og við verðum að spýta í lófanna, þetta er ekki nægilega gott. "Ég er ekki nógu ánægður með standið á liðinu í dag og það er stutt í úrslitakeppni, við þurfum að nýta tímann fram að því gríðarlega vel ef við ætlum að vera með í þessu."
Olís-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fleiri fréttir Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira