Ekkert samráð um bréfið við framkvæmdastjórn ESB heimir már pétursson og þorfinnur ómarsson skrifar 20. mars 2015 19:15 Ekkert samráð var haft við framkvæmdastjórn Evrópusambandsins áður en utanríkisráðherra skrifaði bréf sitt til sambandsins og kom það framkvæmdastjórninni algerlega á óvart. Aðgangur íslenskra stjórnvalda að toppfundum og þar með upplýsingum minkar með því að ríkisstjórnin segir sig frá umsóknarferlinu. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði í fréttum okkar í vikunni að hann biði eftir formlegu svari frá Evrópusambandinu við bréfi hans frá því í síðustu viku. Tekist hefur verið á um túlkun bréfsins en talsmaður stækkunarstjóra sambandsins segir bréfið ekki fela í sér að umsóknin hafi verið dregin til baka. „Þú getur kallað það hvað sem er. Þetta er hins vegar sú stefna sem við höfum haft frá því við tókum hérna við völdum og þetta er sú stefna sem við erum að biðja Evrópusambandið um að virða,“ segir Gunnar Bragi. Á síðasta þingi lagði utanríkisráðherra þingsályktunartillögu fyrir Alþingi um slit á viðræðunum en tillagan dagaði uppi í utanríkismálanefnd. Nú virðist ráðherra þeirrar skoðunar að sú tillaga hans hafi líka verið alger óþarfi. Hann hafi ekki þurft að fá samþykki Alþingis. „Aðildarumsóknin sem var sett fram árið 2009 var í rauninni ákveðin af ríkisstjórninni. Fékk, hvað á maður að segja, stimpil hér í þinginu um að þingið styddi hana. Sú ríkisstjórn þurfti ekki að leita til þingsins frekar en sú sem nú situr,“ segir utanríkisráðherra. Íslenskir ráðamenn hafa haldið því fram að Evrópusambandið hafi verið haft með í ráðum þegar bréfið var skrifað. Án þess að tilgreina þó nákvæmlega með hvaða hætti það var gert. Öruggar heimildir Stöðvar 2 herma þó að framkvæmdastjórnin, þar með talin stækkunardeildin, hafi ekki verið höfð með í ráðum og ekki vitað af tilvist bréfsins fyrr en það barst. Hvort sem Evrópusambandið staðfestir að lokum þann skilning ríkisstjórnarinnar að viðræðunum hafi verið slitið eða ekki, mun bréf utanríkisráðherra engu að síður hafa áhrif á stöðu Íslands innan sambandsins. Sir Michael Leigh var framkvæmdastjóri stækkunarskrifstofu ESB þegar Ísland sótti um aðild. Hann þekkir því vel til hvaða leikreglur gilda um aðildarumsóknir. „Ef Ísland vill ekki vera meðhöndlað sem umsóknarríki mun því ekki verða boðið í framtíðinni á tiltekna ráðherrafundi. Hingað til hefur fulltrúum Íslands verið boðið að sitja slíka fundi, þar sem ráðherrar ræða efnahags- og fjármál t.d eða þegar óformlegar viðræður eiga sér stað á milli ráðherra um utanríkismál. Íslandi hefur verið boðið á slíka fundi en svo verður ekki framvegis,“ segir Sir Michael. Alþingi Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Ekkert samráð var haft við framkvæmdastjórn Evrópusambandsins áður en utanríkisráðherra skrifaði bréf sitt til sambandsins og kom það framkvæmdastjórninni algerlega á óvart. Aðgangur íslenskra stjórnvalda að toppfundum og þar með upplýsingum minkar með því að ríkisstjórnin segir sig frá umsóknarferlinu. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði í fréttum okkar í vikunni að hann biði eftir formlegu svari frá Evrópusambandinu við bréfi hans frá því í síðustu viku. Tekist hefur verið á um túlkun bréfsins en talsmaður stækkunarstjóra sambandsins segir bréfið ekki fela í sér að umsóknin hafi verið dregin til baka. „Þú getur kallað það hvað sem er. Þetta er hins vegar sú stefna sem við höfum haft frá því við tókum hérna við völdum og þetta er sú stefna sem við erum að biðja Evrópusambandið um að virða,“ segir Gunnar Bragi. Á síðasta þingi lagði utanríkisráðherra þingsályktunartillögu fyrir Alþingi um slit á viðræðunum en tillagan dagaði uppi í utanríkismálanefnd. Nú virðist ráðherra þeirrar skoðunar að sú tillaga hans hafi líka verið alger óþarfi. Hann hafi ekki þurft að fá samþykki Alþingis. „Aðildarumsóknin sem var sett fram árið 2009 var í rauninni ákveðin af ríkisstjórninni. Fékk, hvað á maður að segja, stimpil hér í þinginu um að þingið styddi hana. Sú ríkisstjórn þurfti ekki að leita til þingsins frekar en sú sem nú situr,“ segir utanríkisráðherra. Íslenskir ráðamenn hafa haldið því fram að Evrópusambandið hafi verið haft með í ráðum þegar bréfið var skrifað. Án þess að tilgreina þó nákvæmlega með hvaða hætti það var gert. Öruggar heimildir Stöðvar 2 herma þó að framkvæmdastjórnin, þar með talin stækkunardeildin, hafi ekki verið höfð með í ráðum og ekki vitað af tilvist bréfsins fyrr en það barst. Hvort sem Evrópusambandið staðfestir að lokum þann skilning ríkisstjórnarinnar að viðræðunum hafi verið slitið eða ekki, mun bréf utanríkisráðherra engu að síður hafa áhrif á stöðu Íslands innan sambandsins. Sir Michael Leigh var framkvæmdastjóri stækkunarskrifstofu ESB þegar Ísland sótti um aðild. Hann þekkir því vel til hvaða leikreglur gilda um aðildarumsóknir. „Ef Ísland vill ekki vera meðhöndlað sem umsóknarríki mun því ekki verða boðið í framtíðinni á tiltekna ráðherrafundi. Hingað til hefur fulltrúum Íslands verið boðið að sitja slíka fundi, þar sem ráðherrar ræða efnahags- og fjármál t.d eða þegar óformlegar viðræður eiga sér stað á milli ráðherra um utanríkismál. Íslandi hefur verið boðið á slíka fundi en svo verður ekki framvegis,“ segir Sir Michael.
Alþingi Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira