Bílskúrinn: Mercedes-menn malaðir í Malasíu Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 31. mars 2015 22:30 Ósvikin gleði skein úr andlitum Ferrari fólks. Vísir/Getty Eftir keppnina í Malasíu er ljóst að Ferrari ætlar ekki að gefa Mercedes neitt eftir.Sebastian Vettel vann en Kimi Raikkonen var hiklaust maður keppninnar. Ferrari menn voru því í heildina litið með allt á hreinu í Malasíu. Farið verður yfir helstu atburði helgarinnar hér í Bílskúrnum, léttu hliðinni á Formúlu 1 hér á Vísi.Vettel hoppar af kæti yfir fyrsta fyrsta sætinu með Ferrari.Vísir/GettyFramfarir Ferrari Teikn voru á lofti um möguleika Ferrari strax á föstudagsæfingum. Liðið gat bæði sett góða tíma á hörðum og meðalhörðum dekkjunum. Mercedes menn sýndu veikleika í sinni keppnisáætlun strax í fyrstu lotu tímatökunnar þegar þeir fóru strax út á meðalhörðum dekkjum. Þá var ljóst að þeir vildu frekar nota hörð dekk í keppninni og voru líklega að reikna með þremur stoppum í keppninni. Þeir hefðu auðveldlega komist áfram úr fyrstu lotunni á hörðum dekkjum en völdu meðalhörð til að spara hörðu dekkin. Vettel hafði þegar sýnt að Ferrari bíllinn væri ekki alveg getulaus. Hann landaði þriðja sæti í Ástralíu en það óraði engan fyrir því að Ferrari myndi skáka Mercedes alveg strax. Ferrari tókst að fara betur með dekkinn í Malasíu og að aka hraðar en Mercedes. Vettel er því fyrstur til að rjúfa drottnun Mercedes manna á jafnréttisgrundvelli. Daniel Ricciardo sem vann þær þrjár keppni sem Mercedes tókst ekki að vinna í fyrra, tókst það einungis þegar Mercedes bílarnir biluðu eða ökumenn liðsins þvældust hver fyrir öðrum.Mercedes liðið virtist hálf ráðalaust gegn herkænsku Ferrari.Vísir/GettyMisktök Mercedes Hvað gerði Mercedes rangt? Liðið nýtti tækifærið þegar öryggisbíllinn kom út í byrjun keppninnar til að skipta um dekk. Vettel gerði það hins vegar ekki og leiddi því keppnina. Umferðin þvældist fyrir Lewis Hamilton og Nico Rosberg í dágóða stund, það voru mistök númer eitt. Hin mistökin voru að reyna að fara eins langt og hægt var á hverjum dekkjagang, jafnvel þótt striginn einn væri eftir. Hinn valkosturinn er að aka á dekkjunum þangað til þau hætta að virka vel. Þá þarf vissulega að stoppa oftar en það hefði hugsanlega getað bjargað fyrsta sætinu. „Þetta er kannski bara vekjaraklukkan sem við þurftum,“ sagði Toto Wolff, keppnisstjóri Mercedes eftir keppnina.Will Stevens tók því miður hvorki þátt í tímatöku né keppni helgarinnar sem leið.Vísir/GettyHvað kom fyrir hjá Manor Orðrómur um að liðið geti bara notað annan bílinn í einu hefur komist á kreik. Ástæðan er sú að bílarnir hafa aldrei verið báðir á braut í einu. Graeme Lowdon, liðsstjóri Manor segir það ekki rétt. Hann segir að ástæðan fyrir því að liðið hafi einungis haft einn bíl í einu á brautinni á æfingum hafi verið til að minnka líkur á mistökum við framkvæmdir og verkefni tengd bílunum. Vandamáli Will Stevens var lýst sem „flókinni bilun í eldsneytiskerfi.“ „Ef bíllinn hefði hreyfst úr stað, hefði hann verið með í keppninni. Það er engin spurning um það og hann hefði tekið þátt í tímatökunni,“ bætti Lowdon við. Vonandi mætir Manor með tvo bíla bæði í tímatöku og keppni í Kína.Maður keppninnar með sprungið dekk.Vísir/GettyMaður keppninnar Kimi Raikkonen á þann heiður í þetta skipti. Hann lenti í samstuði strax á fyrsta hring sem varð til þess að það sprakk dekk hjá honum. Raikkonen haltraði þá heim á þjónustusvæði og fékk ný dekk undir. Hann var þá lang síðastur. Öryggisbíllinn sem kom út snemma í keppninni hjálpaði Finnanum vissulega. Hann átti afbragðs keppni og þegar yfir lauk var Raikkonen orðinn fjórði en var um tíma í þriðja sæti. Þessi árangur hans og geta til að tæta í gegnum þvöguna er helst til frekari sönnunar um getu Ferrari bílsins.Vettel í miðri Mercedes samloku.Vísir/GettyEr baráttan virkilega hafin? Einokun Mercedes manna á efsta þrepi verðlaunapallsins í fyrra var nánast algjör. Einungis Ricciardo kom í veg fyrir að hún væri fullkomnuð. Nú þegar tveimur keppnum er lokið er ljóst að Ferrari ætlar að minnsta kosti ekki að leggjast alveg killiflatt og láta Mercedes valta yfir sig og alla aðra. Líklega er þó skýring á skyndilegum framförum Ferrari. Vænta má að Mercedes haldi einhverju forskoti í kaldari aðstæðum og á brautum þar sem minna máli skiptir að spara dekkin. Kína er dæmi um kaldari braut og þar slitna dekkin ekki eins hratt. Næsta keppni mun því leiða í ljós hvort Ferrari eigi raunverulega möguleika á að berjast við Mercedes eða hvort Malasíu mölunin var einstakt tilfelli á mótaskránni 2015. Formúla Tengdar fréttir Hamilton finnst hugmynd Horner hlægileg Eftir slakt gengi í fyrstu keppni tímabilsins kallaði liðsstjóri Red Bull, Christian Horner eftir aðgerðum til að minnka forskot Mercedes. 26. mars 2015 22:15 Bílskúrinn: Kristján Einar við kristalkúluna Nú þegar næsta helgi er fyrsta Formúlu 1 helgi ársins er kominn tími til að opna Bílskúrinn og sjá hvers er að vænta á komandi tímabili. 12. mars 2015 16:00 Rosberg: Ég ók bara ekki nógu vel í dag Eftir langa tímatöku sem var frestað um rúman hálftíma vegna rigninga höfðu ökumenn ýmislegt að segja um tímatökuna. 28. mars 2015 10:47 Hamilton hraðastur í bleytunni Lewis Hamilton á Mercedes náði ráspól í Malasíu. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar en Nico Rosberg á Mercedes varð þriðji. 28. mars 2015 10:31 Sebastian Vettel fyrstur í mark í Malasíu Sebastian Vettel á Ferrari vann í Malasíu. Lewis Hamilton varð annar á Mercedes og liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð þriðji. 29. mars 2015 08:27 Lauda: Ferrari voru einfaldlega betri í dag Ferrari og Sebastian Vettel fögnuðu gríðarlega. Eftir viðburðaríka og afar spennandi keppni höfðu ökumenn og liðsmenn ýmislegt að segja. 29. mars 2015 09:16 Mercedes fljótastir en Ferrari nálægt Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins og liðsfélagi hans Lewis Hamilton var fjótastur á þeirri síðari. Kimi Raikkonen á Ferrari varð annar á báðum æfingum. 27. mars 2015 10:15 Bílskúrinn: Mercedes á móti rest Fyrsta keppnin á Formúlu 1 tímabilinu fór fram um nýliðna helgi. Helgin í heild sinni svaraði sumum spurningum en vakti aðrar. 18. mars 2015 11:15 Sjáðu allt það helsta frá Formúlu 1 í morgun Sebastian Vettel á Ferrari vann Formúlu 1 keppnina sem fram fór í Malasíu í morgun, en Lewis Hamilton varð annar á Mercedes. 29. mars 2015 13:33 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Eftir keppnina í Malasíu er ljóst að Ferrari ætlar ekki að gefa Mercedes neitt eftir.Sebastian Vettel vann en Kimi Raikkonen var hiklaust maður keppninnar. Ferrari menn voru því í heildina litið með allt á hreinu í Malasíu. Farið verður yfir helstu atburði helgarinnar hér í Bílskúrnum, léttu hliðinni á Formúlu 1 hér á Vísi.Vettel hoppar af kæti yfir fyrsta fyrsta sætinu með Ferrari.Vísir/GettyFramfarir Ferrari Teikn voru á lofti um möguleika Ferrari strax á föstudagsæfingum. Liðið gat bæði sett góða tíma á hörðum og meðalhörðum dekkjunum. Mercedes menn sýndu veikleika í sinni keppnisáætlun strax í fyrstu lotu tímatökunnar þegar þeir fóru strax út á meðalhörðum dekkjum. Þá var ljóst að þeir vildu frekar nota hörð dekk í keppninni og voru líklega að reikna með þremur stoppum í keppninni. Þeir hefðu auðveldlega komist áfram úr fyrstu lotunni á hörðum dekkjum en völdu meðalhörð til að spara hörðu dekkin. Vettel hafði þegar sýnt að Ferrari bíllinn væri ekki alveg getulaus. Hann landaði þriðja sæti í Ástralíu en það óraði engan fyrir því að Ferrari myndi skáka Mercedes alveg strax. Ferrari tókst að fara betur með dekkinn í Malasíu og að aka hraðar en Mercedes. Vettel er því fyrstur til að rjúfa drottnun Mercedes manna á jafnréttisgrundvelli. Daniel Ricciardo sem vann þær þrjár keppni sem Mercedes tókst ekki að vinna í fyrra, tókst það einungis þegar Mercedes bílarnir biluðu eða ökumenn liðsins þvældust hver fyrir öðrum.Mercedes liðið virtist hálf ráðalaust gegn herkænsku Ferrari.Vísir/GettyMisktök Mercedes Hvað gerði Mercedes rangt? Liðið nýtti tækifærið þegar öryggisbíllinn kom út í byrjun keppninnar til að skipta um dekk. Vettel gerði það hins vegar ekki og leiddi því keppnina. Umferðin þvældist fyrir Lewis Hamilton og Nico Rosberg í dágóða stund, það voru mistök númer eitt. Hin mistökin voru að reyna að fara eins langt og hægt var á hverjum dekkjagang, jafnvel þótt striginn einn væri eftir. Hinn valkosturinn er að aka á dekkjunum þangað til þau hætta að virka vel. Þá þarf vissulega að stoppa oftar en það hefði hugsanlega getað bjargað fyrsta sætinu. „Þetta er kannski bara vekjaraklukkan sem við þurftum,“ sagði Toto Wolff, keppnisstjóri Mercedes eftir keppnina.Will Stevens tók því miður hvorki þátt í tímatöku né keppni helgarinnar sem leið.Vísir/GettyHvað kom fyrir hjá Manor Orðrómur um að liðið geti bara notað annan bílinn í einu hefur komist á kreik. Ástæðan er sú að bílarnir hafa aldrei verið báðir á braut í einu. Graeme Lowdon, liðsstjóri Manor segir það ekki rétt. Hann segir að ástæðan fyrir því að liðið hafi einungis haft einn bíl í einu á brautinni á æfingum hafi verið til að minnka líkur á mistökum við framkvæmdir og verkefni tengd bílunum. Vandamáli Will Stevens var lýst sem „flókinni bilun í eldsneytiskerfi.“ „Ef bíllinn hefði hreyfst úr stað, hefði hann verið með í keppninni. Það er engin spurning um það og hann hefði tekið þátt í tímatökunni,“ bætti Lowdon við. Vonandi mætir Manor með tvo bíla bæði í tímatöku og keppni í Kína.Maður keppninnar með sprungið dekk.Vísir/GettyMaður keppninnar Kimi Raikkonen á þann heiður í þetta skipti. Hann lenti í samstuði strax á fyrsta hring sem varð til þess að það sprakk dekk hjá honum. Raikkonen haltraði þá heim á þjónustusvæði og fékk ný dekk undir. Hann var þá lang síðastur. Öryggisbíllinn sem kom út snemma í keppninni hjálpaði Finnanum vissulega. Hann átti afbragðs keppni og þegar yfir lauk var Raikkonen orðinn fjórði en var um tíma í þriðja sæti. Þessi árangur hans og geta til að tæta í gegnum þvöguna er helst til frekari sönnunar um getu Ferrari bílsins.Vettel í miðri Mercedes samloku.Vísir/GettyEr baráttan virkilega hafin? Einokun Mercedes manna á efsta þrepi verðlaunapallsins í fyrra var nánast algjör. Einungis Ricciardo kom í veg fyrir að hún væri fullkomnuð. Nú þegar tveimur keppnum er lokið er ljóst að Ferrari ætlar að minnsta kosti ekki að leggjast alveg killiflatt og láta Mercedes valta yfir sig og alla aðra. Líklega er þó skýring á skyndilegum framförum Ferrari. Vænta má að Mercedes haldi einhverju forskoti í kaldari aðstæðum og á brautum þar sem minna máli skiptir að spara dekkin. Kína er dæmi um kaldari braut og þar slitna dekkin ekki eins hratt. Næsta keppni mun því leiða í ljós hvort Ferrari eigi raunverulega möguleika á að berjast við Mercedes eða hvort Malasíu mölunin var einstakt tilfelli á mótaskránni 2015.
Formúla Tengdar fréttir Hamilton finnst hugmynd Horner hlægileg Eftir slakt gengi í fyrstu keppni tímabilsins kallaði liðsstjóri Red Bull, Christian Horner eftir aðgerðum til að minnka forskot Mercedes. 26. mars 2015 22:15 Bílskúrinn: Kristján Einar við kristalkúluna Nú þegar næsta helgi er fyrsta Formúlu 1 helgi ársins er kominn tími til að opna Bílskúrinn og sjá hvers er að vænta á komandi tímabili. 12. mars 2015 16:00 Rosberg: Ég ók bara ekki nógu vel í dag Eftir langa tímatöku sem var frestað um rúman hálftíma vegna rigninga höfðu ökumenn ýmislegt að segja um tímatökuna. 28. mars 2015 10:47 Hamilton hraðastur í bleytunni Lewis Hamilton á Mercedes náði ráspól í Malasíu. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar en Nico Rosberg á Mercedes varð þriðji. 28. mars 2015 10:31 Sebastian Vettel fyrstur í mark í Malasíu Sebastian Vettel á Ferrari vann í Malasíu. Lewis Hamilton varð annar á Mercedes og liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð þriðji. 29. mars 2015 08:27 Lauda: Ferrari voru einfaldlega betri í dag Ferrari og Sebastian Vettel fögnuðu gríðarlega. Eftir viðburðaríka og afar spennandi keppni höfðu ökumenn og liðsmenn ýmislegt að segja. 29. mars 2015 09:16 Mercedes fljótastir en Ferrari nálægt Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins og liðsfélagi hans Lewis Hamilton var fjótastur á þeirri síðari. Kimi Raikkonen á Ferrari varð annar á báðum æfingum. 27. mars 2015 10:15 Bílskúrinn: Mercedes á móti rest Fyrsta keppnin á Formúlu 1 tímabilinu fór fram um nýliðna helgi. Helgin í heild sinni svaraði sumum spurningum en vakti aðrar. 18. mars 2015 11:15 Sjáðu allt það helsta frá Formúlu 1 í morgun Sebastian Vettel á Ferrari vann Formúlu 1 keppnina sem fram fór í Malasíu í morgun, en Lewis Hamilton varð annar á Mercedes. 29. mars 2015 13:33 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Hamilton finnst hugmynd Horner hlægileg Eftir slakt gengi í fyrstu keppni tímabilsins kallaði liðsstjóri Red Bull, Christian Horner eftir aðgerðum til að minnka forskot Mercedes. 26. mars 2015 22:15
Bílskúrinn: Kristján Einar við kristalkúluna Nú þegar næsta helgi er fyrsta Formúlu 1 helgi ársins er kominn tími til að opna Bílskúrinn og sjá hvers er að vænta á komandi tímabili. 12. mars 2015 16:00
Rosberg: Ég ók bara ekki nógu vel í dag Eftir langa tímatöku sem var frestað um rúman hálftíma vegna rigninga höfðu ökumenn ýmislegt að segja um tímatökuna. 28. mars 2015 10:47
Hamilton hraðastur í bleytunni Lewis Hamilton á Mercedes náði ráspól í Malasíu. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar en Nico Rosberg á Mercedes varð þriðji. 28. mars 2015 10:31
Sebastian Vettel fyrstur í mark í Malasíu Sebastian Vettel á Ferrari vann í Malasíu. Lewis Hamilton varð annar á Mercedes og liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð þriðji. 29. mars 2015 08:27
Lauda: Ferrari voru einfaldlega betri í dag Ferrari og Sebastian Vettel fögnuðu gríðarlega. Eftir viðburðaríka og afar spennandi keppni höfðu ökumenn og liðsmenn ýmislegt að segja. 29. mars 2015 09:16
Mercedes fljótastir en Ferrari nálægt Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins og liðsfélagi hans Lewis Hamilton var fjótastur á þeirri síðari. Kimi Raikkonen á Ferrari varð annar á báðum æfingum. 27. mars 2015 10:15
Bílskúrinn: Mercedes á móti rest Fyrsta keppnin á Formúlu 1 tímabilinu fór fram um nýliðna helgi. Helgin í heild sinni svaraði sumum spurningum en vakti aðrar. 18. mars 2015 11:15
Sjáðu allt það helsta frá Formúlu 1 í morgun Sebastian Vettel á Ferrari vann Formúlu 1 keppnina sem fram fór í Malasíu í morgun, en Lewis Hamilton varð annar á Mercedes. 29. mars 2015 13:33