Óskar Bjarni: Einn erfiðasti vetur minn sem þjálfari Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Mýrinni skrifar 30. mars 2015 22:04 Valsmenn fagna deildarmeistaratitlinum í kvöld og Óskar lætur í sér heyra á hliðarlínunni. vísir/valli „Stjörnumenn voru betri og beittari í seinni hálfleik. Það sást að þeir voru að berjast fyrir lífi sínu og þeir eru allt of góðir til að fara niður um deild,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, eftir sigur sinna manna á Stjörnunni í kvöld, en hann tryggði Val jafnframt deildarmeistaratitilinn. „En þetta tókst. Það var bikarstemning yfir þessum leik en við áttum reyndar svo leik inni á fimmtudaginn og það var óþægilegt að vita til þess að við gætum klárað þetta í þeim leik,“ segir hann. „Ég er stoltur af liðinu. Þessi vetur hefur verið eins og við vitum. Það er búið að skipta tvisvar um þjálfara og við erum að byggja á góðum grunni frá bæði Óla og Jóni og finnst mér að strákarnir hafa gengið í gegnum margt og náð að klára mjög erfiða deild.“ Óskar Bjarni segir að deildin í vetur hafi verið afar jöfn og sterk og að það sé ekki auðvelt að fara í gegnum þrefalda umferð gegn svo mörgum sterkum andstæðingum. „Það er í raun alveg ótrúlegt að lið eins og Fram og Stjarnan hafi verið að berjast í neðri hlutanum.“ Hann reiknar með því að lið eins og ÍR, Haukar og Akureyri komi af miklum krafti inn í úrslitakeppnina sem verði spennandi, rétt eins og deildarkeppnin var. „Ég held að þetta verði algjör veisla og að það verði mjög erfitt að segja til um hvaða lið muni taka titilinn.“ Óskar Bjarni viðurkennir svo að veturinn hafi verið erfiður fyrir sig en hann átti ekki von á því að taka við karlaliði Vals skömmu fyrir tímabilið. „Þetta er einn erfiðasti vetur sem ég hef upplifað sem þjálfari. Álagið hefur verið mikið og er ég bæði konunni minni og fjölskyldu afar þakklátur, enda var ég líka að þjálfa kvennaliðið.“ „Ég tek smá frí fyrri hluta dagsins á morgun og svo kem ég ferskur inn í úrslitakeppnina. En það var yndislegt að vinna þetta enda mjög stór og góður bikar. Ég er stoltur af mér og strákunum.“ Olís-deild karla Mest lesið Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira
„Stjörnumenn voru betri og beittari í seinni hálfleik. Það sást að þeir voru að berjast fyrir lífi sínu og þeir eru allt of góðir til að fara niður um deild,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, eftir sigur sinna manna á Stjörnunni í kvöld, en hann tryggði Val jafnframt deildarmeistaratitilinn. „En þetta tókst. Það var bikarstemning yfir þessum leik en við áttum reyndar svo leik inni á fimmtudaginn og það var óþægilegt að vita til þess að við gætum klárað þetta í þeim leik,“ segir hann. „Ég er stoltur af liðinu. Þessi vetur hefur verið eins og við vitum. Það er búið að skipta tvisvar um þjálfara og við erum að byggja á góðum grunni frá bæði Óla og Jóni og finnst mér að strákarnir hafa gengið í gegnum margt og náð að klára mjög erfiða deild.“ Óskar Bjarni segir að deildin í vetur hafi verið afar jöfn og sterk og að það sé ekki auðvelt að fara í gegnum þrefalda umferð gegn svo mörgum sterkum andstæðingum. „Það er í raun alveg ótrúlegt að lið eins og Fram og Stjarnan hafi verið að berjast í neðri hlutanum.“ Hann reiknar með því að lið eins og ÍR, Haukar og Akureyri komi af miklum krafti inn í úrslitakeppnina sem verði spennandi, rétt eins og deildarkeppnin var. „Ég held að þetta verði algjör veisla og að það verði mjög erfitt að segja til um hvaða lið muni taka titilinn.“ Óskar Bjarni viðurkennir svo að veturinn hafi verið erfiður fyrir sig en hann átti ekki von á því að taka við karlaliði Vals skömmu fyrir tímabilið. „Þetta er einn erfiðasti vetur sem ég hef upplifað sem þjálfari. Álagið hefur verið mikið og er ég bæði konunni minni og fjölskyldu afar þakklátur, enda var ég líka að þjálfa kvennaliðið.“ „Ég tek smá frí fyrri hluta dagsins á morgun og svo kem ég ferskur inn í úrslitakeppnina. En það var yndislegt að vinna þetta enda mjög stór og góður bikar. Ég er stoltur af mér og strákunum.“
Olís-deild karla Mest lesið Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira