Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 24-34 | Framarar niðurlægðir á heimavelli Henry Birgir Gunnarsson skrifar 9. apríl 2015 14:38 Kári Kristján Kristjánsson sækir að marki Framara. vísir/ernir Valur er kominn í undanúrslit í Olís-deild karla eftir að hafa valtað yfir Fram í Safamýrinni í kvöld. Fyrri hálfleikur var einstefna af hálfu Vals. Valsmenn, sem voru án Guðmundar Hólmars Helgasonar, mættu gríðarlega grimmir og tóku völdin fljótt í sínar hendur. Framarar ætluðu örugglega að selja sig dýrt en leikmenn liðsins voru afar vanstilltir. Varnarleikur Fram var í besta falli barnalegur í fyrri hálfleik. Allt galopið trekk í trekk og Valsmenn að skora auðveld mörk. Þá sjaldan Valsmenn þurftu að hafa fyrir skoti á markið þá voru markverðir Fram meðvitundarlausir. Kristófer varði tvö skot í hálfleiknum, þar af var dæmt víti er hann varði annað skotið. Valtýr Már kom inn en snerti ekki boltann. Valsmenn klúðruðu aðeins þrem skotum í hálfleiknum og voru með 87 prósent skotnýtingu. Stephen Nielsen var svo sterkur í markinu. Varði 8 skot og var með 44 prósent markvörslu. Þetta voru menn gegn börnum í fyrri hálfleik og munurinn níu mörk í leikhléi, 11-20. Framarar gátu allt eins bókað ferð til Benidorm í hálfleiknum. Það verður ekki tekið af Frömurum að þeir gáfu það sem þeir áttu í síðari hálfleiknum en þeir voru einfaldlega einu númeri of litlir í þessari rimmu. Jafnvel tveimur. Valsmenn héldu áfram að ganga yfir þá í seinni hálfleik en slökuðu á undir lokin þannig að Fram náði að minnka muninn í tíu mörk. Fram er með ungt lið og þessi vetur á örugglega eftir að gefa þeim mikið á næsta ári. Valsvélin mallaði gríðarlega vel í dag. Mikil breidd í þessu Valsliði og margir leikmenn að koma við sögu. Tíu menn skora í dag og liðið alltaf með svör á reiðum höndum. Varnarleikurinn líka öflugur og svo þar fyrir aftan er besta markvarðapar deildarinnar. Haukarnir þurfa að eiga ansi góða leiki til þess að vinna þetta Valslið í næstu umferð.Óskar: Krefjandi verkefni að mæta Haukum "Ég átti alls ekki von á þessum yfirburðum enda höfum við alltaf verið að lenda í hörkuleikjum á móti Fram," sagði þjálfari Vals, Óskar Bjarni Óskarsson, nánast hissa eftir leik. "Varnarleikurinn okkar var góður og sóknarleikurinn gekk vel. Ég fékk góða tilfinningu fyrir þessu smemma í fyrri hálfleik. Síðast lokaði hann markinu gegn okkur en núna fór allt inn." Þjálfarinn var ánægður með að hans lið hélt áfram í seinni hálfleik þó svo þeir hafi gefið svolítið mikið eftir undir lokin. "Við náum að rúlla liðinu vel og keyra upp hraðann. Við vorum kannski ekekrt rosalega beittir í sókninni en miðað við hvað við náðum góðu forskoti gat ég ekki verið annað en sáttur við seinni hálfleikinn." Nú tekur við rimma gegn Haukum sem Óskar er spenntur fyrir. "Það er mjög skemmtilegt og krefjandi verkefni. Ég held að Valur hafi ekki náð að slá Hauka út í undanúrslitum eða úrslitum á þessari öld. Við vorum líka deildarmeistarar í fyrsta sinn síðan 1995 þannig að það væri gaman að brjóta niður fleiri múra."Guðlaugur: Sprengdu vörnina í tætlur "Varnarleikurinn í fyrri hálfleik hjá okkur klikkaði frá a til ö. Það var bara þannig," sagði Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Fram. "Sérstaklega fyrsta korterið. Við erum staðir og ekki mættir á meðan þeir mættu rosalega vel gíraðir á móti okkur. Þeir leystu varnarleikinn okkar vel og sprengdu okkur í tætlur í raun og veru. "Í kjölfarið ver Kristófer ekki neitt. Vörnin var ekki eins og hún á að sér að vera og þá er ekki von á góðu. Það er ákveðinn munur á þessum liðum í dag. Það verður að viðurkennast en við gáfum allt sem við áttum og fórum inn í leikina af hörku." Húsvíkingurinn er nokkuð sáttur við lærdómsríkan vetur og hann stefnir að því að þjálfa liðið áfram. "Ég er sáttur við að hafa komist í úrslitakeppnina og vinnuna sem hefur átt sér stað hérna hjá okkur á æfingum í vetur. Það hefur ýmislegt gengið á og margir fengið að spila. Við tökum margt jákvætt úr tímabilinu og stefnum á að mæta enn sterkari til leiks næsta vetur." Olís-deild karla Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira
Valur er kominn í undanúrslit í Olís-deild karla eftir að hafa valtað yfir Fram í Safamýrinni í kvöld. Fyrri hálfleikur var einstefna af hálfu Vals. Valsmenn, sem voru án Guðmundar Hólmars Helgasonar, mættu gríðarlega grimmir og tóku völdin fljótt í sínar hendur. Framarar ætluðu örugglega að selja sig dýrt en leikmenn liðsins voru afar vanstilltir. Varnarleikur Fram var í besta falli barnalegur í fyrri hálfleik. Allt galopið trekk í trekk og Valsmenn að skora auðveld mörk. Þá sjaldan Valsmenn þurftu að hafa fyrir skoti á markið þá voru markverðir Fram meðvitundarlausir. Kristófer varði tvö skot í hálfleiknum, þar af var dæmt víti er hann varði annað skotið. Valtýr Már kom inn en snerti ekki boltann. Valsmenn klúðruðu aðeins þrem skotum í hálfleiknum og voru með 87 prósent skotnýtingu. Stephen Nielsen var svo sterkur í markinu. Varði 8 skot og var með 44 prósent markvörslu. Þetta voru menn gegn börnum í fyrri hálfleik og munurinn níu mörk í leikhléi, 11-20. Framarar gátu allt eins bókað ferð til Benidorm í hálfleiknum. Það verður ekki tekið af Frömurum að þeir gáfu það sem þeir áttu í síðari hálfleiknum en þeir voru einfaldlega einu númeri of litlir í þessari rimmu. Jafnvel tveimur. Valsmenn héldu áfram að ganga yfir þá í seinni hálfleik en slökuðu á undir lokin þannig að Fram náði að minnka muninn í tíu mörk. Fram er með ungt lið og þessi vetur á örugglega eftir að gefa þeim mikið á næsta ári. Valsvélin mallaði gríðarlega vel í dag. Mikil breidd í þessu Valsliði og margir leikmenn að koma við sögu. Tíu menn skora í dag og liðið alltaf með svör á reiðum höndum. Varnarleikurinn líka öflugur og svo þar fyrir aftan er besta markvarðapar deildarinnar. Haukarnir þurfa að eiga ansi góða leiki til þess að vinna þetta Valslið í næstu umferð.Óskar: Krefjandi verkefni að mæta Haukum "Ég átti alls ekki von á þessum yfirburðum enda höfum við alltaf verið að lenda í hörkuleikjum á móti Fram," sagði þjálfari Vals, Óskar Bjarni Óskarsson, nánast hissa eftir leik. "Varnarleikurinn okkar var góður og sóknarleikurinn gekk vel. Ég fékk góða tilfinningu fyrir þessu smemma í fyrri hálfleik. Síðast lokaði hann markinu gegn okkur en núna fór allt inn." Þjálfarinn var ánægður með að hans lið hélt áfram í seinni hálfleik þó svo þeir hafi gefið svolítið mikið eftir undir lokin. "Við náum að rúlla liðinu vel og keyra upp hraðann. Við vorum kannski ekekrt rosalega beittir í sókninni en miðað við hvað við náðum góðu forskoti gat ég ekki verið annað en sáttur við seinni hálfleikinn." Nú tekur við rimma gegn Haukum sem Óskar er spenntur fyrir. "Það er mjög skemmtilegt og krefjandi verkefni. Ég held að Valur hafi ekki náð að slá Hauka út í undanúrslitum eða úrslitum á þessari öld. Við vorum líka deildarmeistarar í fyrsta sinn síðan 1995 þannig að það væri gaman að brjóta niður fleiri múra."Guðlaugur: Sprengdu vörnina í tætlur "Varnarleikurinn í fyrri hálfleik hjá okkur klikkaði frá a til ö. Það var bara þannig," sagði Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Fram. "Sérstaklega fyrsta korterið. Við erum staðir og ekki mættir á meðan þeir mættu rosalega vel gíraðir á móti okkur. Þeir leystu varnarleikinn okkar vel og sprengdu okkur í tætlur í raun og veru. "Í kjölfarið ver Kristófer ekki neitt. Vörnin var ekki eins og hún á að sér að vera og þá er ekki von á góðu. Það er ákveðinn munur á þessum liðum í dag. Það verður að viðurkennast en við gáfum allt sem við áttum og fórum inn í leikina af hörku." Húsvíkingurinn er nokkuð sáttur við lærdómsríkan vetur og hann stefnir að því að þjálfa liðið áfram. "Ég er sáttur við að hafa komist í úrslitakeppnina og vinnuna sem hefur átt sér stað hérna hjá okkur á æfingum í vetur. Það hefur ýmislegt gengið á og margir fengið að spila. Við tökum margt jákvætt úr tímabilinu og stefnum á að mæta enn sterkari til leiks næsta vetur."
Olís-deild karla Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira