Fylltu fataskápinn með góðri samvisku 9. apríl 2015 16:30 Ekki er verra að versla og gefa af sér í leiðinni. Á morgun, 10 apríl, er svokallaður góðgerðadagur hjá fatakeðjunni Bestseller, hér á landi sem og um allan heim en allt sem viðskiptavinir keðjunnar, sem samanstendur af búðunum Vila, Vero Moda, Jack and Jones, Selected og Name it, versla fyrir á morgun rennur til góðgerðamála. Viðburðurinn heitir "Give a day" og er markmiðið með deginum að gefa aftur út til samfélagsins. Fatakeðjan rekur yfir 3000 verslanir út um allan heim og er því nokkuð ljóst að dágóðar upphæðir geta safnast til styrktar góðum málefnum. Hérlendis mun 50 prósent af allri sölunni hér á landi renna til Krabbameinsfélags Íslands og 50 prósent til þeirra alþjóðlegu góðgerðamála sem Bestsellers hefur valið, UNICEF, Barnaheill og GAIN. "Við hjá Bestsellers búum við þau forréttindi að hafa kost á því að hafa jákvæð áhrif á aðra og heiminn sem við búum í. Þess vegna höfum við ákveðið að gefa tilbaka til samfélagsins," segir Mogen Werge, talsmaður Bestsellers í Danmörku. Glamour hvetur alla til að kíkja við og leggja málefninu lið. Það er ekki verra að bæta í fataskápinn með góðri samvisku fyrir helgina. Opið verður í verslunum Bestsellers frá 9-21 í Kringlunni og Smáralind. Fylgstu með Glamour á Facebook hér og Instagram hér Mest lesið Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Miranda Kerr gifti sig í Dior Glamour Vinsælasta yfirhöfn vorsins? Glamour Pallettan sem allir hafa beðið eftir Glamour Cara Delevingne aflitar á sér hárið Glamour Kim Kardashian og Kanye West búin að eignast stelpu Glamour Ashley Graham landar sinni fyrstu Vogue forsíðu Glamour Litaglöð sýning Marc Jacobs Glamour Flottasta hárteymi heims á leið til landsins Glamour „Myndir þú spyrja karlmann að þessu?“ Glamour
Á morgun, 10 apríl, er svokallaður góðgerðadagur hjá fatakeðjunni Bestseller, hér á landi sem og um allan heim en allt sem viðskiptavinir keðjunnar, sem samanstendur af búðunum Vila, Vero Moda, Jack and Jones, Selected og Name it, versla fyrir á morgun rennur til góðgerðamála. Viðburðurinn heitir "Give a day" og er markmiðið með deginum að gefa aftur út til samfélagsins. Fatakeðjan rekur yfir 3000 verslanir út um allan heim og er því nokkuð ljóst að dágóðar upphæðir geta safnast til styrktar góðum málefnum. Hérlendis mun 50 prósent af allri sölunni hér á landi renna til Krabbameinsfélags Íslands og 50 prósent til þeirra alþjóðlegu góðgerðamála sem Bestsellers hefur valið, UNICEF, Barnaheill og GAIN. "Við hjá Bestsellers búum við þau forréttindi að hafa kost á því að hafa jákvæð áhrif á aðra og heiminn sem við búum í. Þess vegna höfum við ákveðið að gefa tilbaka til samfélagsins," segir Mogen Werge, talsmaður Bestsellers í Danmörku. Glamour hvetur alla til að kíkja við og leggja málefninu lið. Það er ekki verra að bæta í fataskápinn með góðri samvisku fyrir helgina. Opið verður í verslunum Bestsellers frá 9-21 í Kringlunni og Smáralind. Fylgstu með Glamour á Facebook hér og Instagram hér
Mest lesið Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Miranda Kerr gifti sig í Dior Glamour Vinsælasta yfirhöfn vorsins? Glamour Pallettan sem allir hafa beðið eftir Glamour Cara Delevingne aflitar á sér hárið Glamour Kim Kardashian og Kanye West búin að eignast stelpu Glamour Ashley Graham landar sinni fyrstu Vogue forsíðu Glamour Litaglöð sýning Marc Jacobs Glamour Flottasta hárteymi heims á leið til landsins Glamour „Myndir þú spyrja karlmann að þessu?“ Glamour