Faðir brotaþola: Þorðum ekki að kæra vegna tengsla undirheima við lögreglu Birgir Olgeirsson skrifar 9. apríl 2015 11:37 Ásgeir Davíðsson, betur þekktur sem Geiri á Goldfinger. Vísir/E.Ól Faðir brotaþola mætti fyrir dóminn í frelsissviptingarmálinu í Hlíðunum í morgun. Hann sagði frá því að sonur sinn hefði hringt í sig um hálf fjögur 19. desember árið 2010, og greint frá því að hann væri fangi ofbeldismanna. „Og ég yrði að greiða lausnargjald fyrir bankalokun ef ég ætlaði að reikna með að sjá hann aftur.” Hann sagðist hafa útvegað fjármuni og lagt þá inn á reikning eins af ákærðu og ekkert heyrt í syni sínum aftur fyrr en búið var að sleppa honum. „Það sá töluvert á honum og hann var í slæmu ástandi andlega. Við fáum áverkavottorð og síðan ræddum við á þeim punkti framhald eins og kæru. Hann kvaðst ekki ætla að kæra vegna mikilla hótana meðal annars beint gegn fjölskyldunni og við ákváðum eftir umhugsun á þeim tíma að kæra ekki,” sagði faðir brotaþola. Las fréttir af mönnunum daglega„Þá fór vont tímabil í hönd sem var þannig að ég rak fyrirtæki í sama húsi og eitt af fyrirtækjum Geira á Goldfinger var og tveir af árásarmönnum voru þar líka undir hans verndarvæng,” sagði faðir brotaþola. Brotaþoli nefndi fyrir dómi í morgun að ákærðu hefðu meðal annars nefnt tengsl sín við Ásgeir Davíðsson, betur þekktan sem Geira á Goldfinger, og Jón Hilmar Hallgrímsson, betur þekktan sem Jón stóra.Faðir brotaþola sagðist ekki hafa þekkt þessa menn persónulega en sagði fréttir hafa verið af þeim daglega í blöðum. „Á þessum tíma virtust þeir vera ofjarlar yfirvalda þannig að það var ekki mjög árennilegt að fara í málsókn.”Faðirinn rétti fram úrklippur úr dagblöðum frá þessum tíma. „Þetta eru týpískar úrklipppur þar er jafnvel verið hampa tengslum lögreglustjóra við einn aðalmanninn í þessu umhverfi og manni fannst jafnvel rökrétt að koma sér í burtu.”Faðir brotaþola sýndi úrklippur frétta þar sem honum fannst tengslum lögreglustjóra við einn aðalmanninn í umhverfinu vera hampað.Skjáskot af frétt DVVirtist ekki þjóna hagsmunum að kæraHann var spurður hvers vegna fjölskyldan hefði ráðlagt brotaþola frá því að kæra. Hann sagði fólk í kringum son sinn hafa hvatt hann til að kæra sem og lögregluna.„Þannig að það var töluverð hvatning. Ég var hræddur við þetta því það var engin vernd fyrir fólk í þessum aðstæðum. Við íhuguðum alvarlega að fara öll úr landi árið 2012. Miðað við umfjöllun var ljóst að þetta var hættulegt fólk og samkvæmt umfjöllun í blöðum leit það á tímabili út að það þjónaði ekki okkar hagsmunum að kæra,” sagði faðir brotaþola.Hann sagði brottfluttning dóttur sinnar úr landi hafa haft mikil áhrif á það að ákveðið var að kæra málið.Tapaði árum af ævi sinniÞá hafði faðir Davíðs Fjeldsted einnig hvatt föður brotaþola til að kæra málið.„Hann hringdi í mig og þá hafði hann fengið upplýsingar um þetta allt í gegnum yngri son sinn og sagði að fjölskyldan væri í mjög slæmri stöðu vegna hótana frá genginu. Hann vildi reyna að ná honum úr umferð og koma honum í mannahendur og vildi fá mig til að standa í því með sér. Ég var ekki tilbúinn til þess og leit ekki á það sem mina hagsmuni á sínum tíma. Það var haldinn fundur sem Davíð mætti ekki á. Á svipuðum tíma kom lögreglan og lagði hart að mér að gera að mér sama. Ég neitaði því að ég var með rekstur nánast í þessu hreiðri þar sem þetta gengi var. Það var ekki traust á milli lögreglunnar og fólksins sem var í þessu húsi,” sagði faðir brotaþola.„Þessi ár voru mjög slæm. Maður tapaði þarna árum af sinni ævi og geta aldrei verið öruggur og fylgjast stöðugt með fjölskyldu sinni. Þannig að þetta hafði mjög slæm áhrif.” Mál Jóns stóra Lögreglumál Tengdar fréttir Brotaþoli í frelsissviptingarmáli: Hótuðu að klippa af einn putta á sólarhring „Puttarnir mínir voru settir í klippur,“ segir brotaþoli. Hann hafi ekki hafa þorað að leggja fram kæru fyrr en systir hans, sem ákærðu höfðu hótað að nauðga, var flutt til útlanda. 9. apríl 2015 10:42 Frelsissvipting í Hlíðunum: „Ég átti í útistöðum við hálfan bæinn á þessum tíma” Ríkharð Júlíus Ríkharðsson segist hafa snúið við blaðinu. Hann bar við minnisleysi í héraðsdómi í morgun en hann játaði brot sín við skýrslutöku hjá lögreglu. 9. apríl 2015 10:06 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Fleiri fréttir „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Sjá meira
Faðir brotaþola mætti fyrir dóminn í frelsissviptingarmálinu í Hlíðunum í morgun. Hann sagði frá því að sonur sinn hefði hringt í sig um hálf fjögur 19. desember árið 2010, og greint frá því að hann væri fangi ofbeldismanna. „Og ég yrði að greiða lausnargjald fyrir bankalokun ef ég ætlaði að reikna með að sjá hann aftur.” Hann sagðist hafa útvegað fjármuni og lagt þá inn á reikning eins af ákærðu og ekkert heyrt í syni sínum aftur fyrr en búið var að sleppa honum. „Það sá töluvert á honum og hann var í slæmu ástandi andlega. Við fáum áverkavottorð og síðan ræddum við á þeim punkti framhald eins og kæru. Hann kvaðst ekki ætla að kæra vegna mikilla hótana meðal annars beint gegn fjölskyldunni og við ákváðum eftir umhugsun á þeim tíma að kæra ekki,” sagði faðir brotaþola. Las fréttir af mönnunum daglega„Þá fór vont tímabil í hönd sem var þannig að ég rak fyrirtæki í sama húsi og eitt af fyrirtækjum Geira á Goldfinger var og tveir af árásarmönnum voru þar líka undir hans verndarvæng,” sagði faðir brotaþola. Brotaþoli nefndi fyrir dómi í morgun að ákærðu hefðu meðal annars nefnt tengsl sín við Ásgeir Davíðsson, betur þekktan sem Geira á Goldfinger, og Jón Hilmar Hallgrímsson, betur þekktan sem Jón stóra.Faðir brotaþola sagðist ekki hafa þekkt þessa menn persónulega en sagði fréttir hafa verið af þeim daglega í blöðum. „Á þessum tíma virtust þeir vera ofjarlar yfirvalda þannig að það var ekki mjög árennilegt að fara í málsókn.”Faðirinn rétti fram úrklippur úr dagblöðum frá þessum tíma. „Þetta eru týpískar úrklipppur þar er jafnvel verið hampa tengslum lögreglustjóra við einn aðalmanninn í þessu umhverfi og manni fannst jafnvel rökrétt að koma sér í burtu.”Faðir brotaþola sýndi úrklippur frétta þar sem honum fannst tengslum lögreglustjóra við einn aðalmanninn í umhverfinu vera hampað.Skjáskot af frétt DVVirtist ekki þjóna hagsmunum að kæraHann var spurður hvers vegna fjölskyldan hefði ráðlagt brotaþola frá því að kæra. Hann sagði fólk í kringum son sinn hafa hvatt hann til að kæra sem og lögregluna.„Þannig að það var töluverð hvatning. Ég var hræddur við þetta því það var engin vernd fyrir fólk í þessum aðstæðum. Við íhuguðum alvarlega að fara öll úr landi árið 2012. Miðað við umfjöllun var ljóst að þetta var hættulegt fólk og samkvæmt umfjöllun í blöðum leit það á tímabili út að það þjónaði ekki okkar hagsmunum að kæra,” sagði faðir brotaþola.Hann sagði brottfluttning dóttur sinnar úr landi hafa haft mikil áhrif á það að ákveðið var að kæra málið.Tapaði árum af ævi sinniÞá hafði faðir Davíðs Fjeldsted einnig hvatt föður brotaþola til að kæra málið.„Hann hringdi í mig og þá hafði hann fengið upplýsingar um þetta allt í gegnum yngri son sinn og sagði að fjölskyldan væri í mjög slæmri stöðu vegna hótana frá genginu. Hann vildi reyna að ná honum úr umferð og koma honum í mannahendur og vildi fá mig til að standa í því með sér. Ég var ekki tilbúinn til þess og leit ekki á það sem mina hagsmuni á sínum tíma. Það var haldinn fundur sem Davíð mætti ekki á. Á svipuðum tíma kom lögreglan og lagði hart að mér að gera að mér sama. Ég neitaði því að ég var með rekstur nánast í þessu hreiðri þar sem þetta gengi var. Það var ekki traust á milli lögreglunnar og fólksins sem var í þessu húsi,” sagði faðir brotaþola.„Þessi ár voru mjög slæm. Maður tapaði þarna árum af sinni ævi og geta aldrei verið öruggur og fylgjast stöðugt með fjölskyldu sinni. Þannig að þetta hafði mjög slæm áhrif.”
Mál Jóns stóra Lögreglumál Tengdar fréttir Brotaþoli í frelsissviptingarmáli: Hótuðu að klippa af einn putta á sólarhring „Puttarnir mínir voru settir í klippur,“ segir brotaþoli. Hann hafi ekki hafa þorað að leggja fram kæru fyrr en systir hans, sem ákærðu höfðu hótað að nauðga, var flutt til útlanda. 9. apríl 2015 10:42 Frelsissvipting í Hlíðunum: „Ég átti í útistöðum við hálfan bæinn á þessum tíma” Ríkharð Júlíus Ríkharðsson segist hafa snúið við blaðinu. Hann bar við minnisleysi í héraðsdómi í morgun en hann játaði brot sín við skýrslutöku hjá lögreglu. 9. apríl 2015 10:06 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Fleiri fréttir „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Sjá meira
Brotaþoli í frelsissviptingarmáli: Hótuðu að klippa af einn putta á sólarhring „Puttarnir mínir voru settir í klippur,“ segir brotaþoli. Hann hafi ekki hafa þorað að leggja fram kæru fyrr en systir hans, sem ákærðu höfðu hótað að nauðga, var flutt til útlanda. 9. apríl 2015 10:42
Frelsissvipting í Hlíðunum: „Ég átti í útistöðum við hálfan bæinn á þessum tíma” Ríkharð Júlíus Ríkharðsson segist hafa snúið við blaðinu. Hann bar við minnisleysi í héraðsdómi í morgun en hann játaði brot sín við skýrslutöku hjá lögreglu. 9. apríl 2015 10:06