Handbolti

Refirnir hans Dags fengu á sig svekkjandi mark í lokin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dagur Sigurðsson þjálfar Füchse Berlin.
Dagur Sigurðsson þjálfar Füchse Berlin. Vísir/Getty
Füchse Berlin, lið Dags Sigurðssonar, náðu ekki að halda áfram sigurgöngu sinni á heimavelli í þýsku deildinni í handbolta í kvöld en liðið gerði þá 30-30 jafntefli við TuS N-Lübbecke.

Refirnir voru búnir að vinna fimm heimaleiki í röð en fengu á sig jöfnunarmark í blálokin. Gabor Langhans skoraði jöfnunarmark TuS N-Lübbecke úr vítakasti eftir að leiktíminn var búinn. Þetta var áttunda mark hans í leiknum.  

Dagur tók leikhlé einni mínútu og sautján sekúndum fyrir leikslok og það skilaði marki frá Paul Drux sem kom liðinu í 30-29. Gestirnir fengu síðustu sóknina og Frank Loke fiskaði víti á Jesper Nielsen sem skilaði jöfnunarmarkinu.

Füchse Berlin var búið að vinna alla heimaleiki sína í deildinni á þessu ári en liðið tapaði síðast á móti Rhein-Neckar Löwen um miðjan desember. Þetta var bara annar útisigur TuS N-Lübbecke í síðustu átta leikjum.  

Serbinn Petar Nenadić fór á kostum í leiknum og skoraði tíu mörk úr fjórtán skotum fyrir Füchse Berlin en það nægði ekki til að landa sigri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×