Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Haukar | Haukar í bílstjórasætið Stefán Árni Pálsson í Kaplakrika skrifar 7. apríl 2015 18:45 Haukar unnu í kvöld frábæran sigur á FH, 32-29, í 8-liða úrslitum Olís deildar karla í handknattleik en leikurinn fór fram í Kaplakrika. Haukar náðu mest átta marka forskoti en FH kom til baka og háspenna varð undir lokin í Krikanum. Árni Steinn Steinþórsson var frábær í liði Hauka í kvöld og skoraði tíu mörk. Staðan er því 1-0 í einvígi liðanna. Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og tók þessar myndir hér fyrir ofan Jafnræði var á með liðunum fyrstu mínútur leiksins en í byrjun var ljóst að vörn og markvarsla var að fara vinna þennan leik. Liðin virkuðu bæði ryðguð í sínum sóknarleik og var staðan til að mynda aðeins 7-4 fyrir Haukum þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður. Haukarnir voru einu skrefi á undan FH í fyrri hálfleiknum og var það mikið til komið vegna frammistöðu Giedrius Morkunas í marki Hauka, en hann stóð sig einstaklega vel og varði 11 skot á fyrstu þrjátíu mínútum leiksins. Haukar keyrðu hreinlega yfir FH á síðustu mínútum síðari hálfleiksins og var staðan í hálfleik 17-11 fyrir gestina. FH varð að gjörbreyta sínum sóknarleik í leikhléinu og koma mun grimmari til leiks út í síðari hálfleikinn. Haukar héldu áfram sínum leik og náðu fljótlega átta marka forystu 21-13. Haukar keyrðu upp hraðan og virkuðu með leikinn í sínum höndum. Þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleiknum kviknaði einhver neisti í FH og salurinn með. Liðið þurfti að saxa á forskotið og það strax. FH breytti stöðunni í 21-17 og þakið ætlaði að rifna af Kaplakrika. Fljótlega eftir það var munurinn kominn niður í þrjú mörk. Stemningin var komin yfir til FH-inga en spurning hvort leikmenn liðsins höfðu nægilega mikla orku til að jafna metin. Á loka mínútum leiksins var spennan í hámarki og munaði aðeins tveimur mörkum á liðunum þegar um ein mínúta var eftir af leiknum. FH-ingar höfðu komið sér inn í leikinn með frábærum varnarleik en liðið breytti í 3-2-1 varnarleik í síðari hálfleiknum. Undir lokin misstu FH-ingar hausinn þegar það munaði aðeins einu marki á liðunum, 30-29. Tjörvi Þorgeirsson, leikmaður Hauka, fékk þá að vaða upp völlinn og skora auðvelt mark. Haukar unnu að lokum frábæran þriggja marka sigur 32-29. Liðið er því komið í 1-0 í einvíginu en vinna þarf tvö leiki til að komast í undanúrslitin. Patrekur: Héldum haus og fórum ekkert á taugum„Það var spenna í þessu undir lokin og mér fannst FH-ingarnir góðir í kvöld en ég er ánægður með okkur, hvernig við komum inn í leikinn og hvernig við spiluðum,“ segir Patrekur Jóhannesson, þjálfari Haukar, eftir leikinn. „Þetta voru bara tvö góð lið sem voru að mætast, það var spenna undir lokin en við leiddum alltaf í þessum leik. Mér finnst þessi úrslit nokkuð sanngjörn en núna er staðan bara 1-0.“ Patrekur segir það vera frábæra stöðu að geta klárað einvígið í næsta leik á Ásvöllum. Haukar komust mest átta mörkum yfir í stöðunni 21-13 en FH náði að minnka muninn í aðeins eitt mark undir lokin. „Ég hef engar sérstakar áhyggjur af því, svona gerist oft í handbolta. Við héldum alveg haus og fórum ekki á taugum, það er mjög jákvætt.“ Ísak: Þurfum alltaf að lenda undir til að byrja spila handbolta„Við gerum þetta alltof oft í svona leikjum, að lenda nokkrum mörkum undir,“ segir Ísak Rafnsson, leikmaður FH, eftir tapið í kvöld. „Við komum aftur á móti alltaf til baka en það er leiðinlegt að þurfa alltaf að lenda undir til að byrja spila handbolta.“ Ísak segir að liðið sé komið með bakið upp við vegg. „Það er leikur á fimmtudaginn og við ætlum að vinna hann. Það verður síðan oddaleikur hér á sunndaginn næsta sem verður skemmtilegt.“ Ísak hvetur alla FH-inga til að mæta á Ásvelli í næsta leik.Vísir/Ernir Olís-deild karla Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
Haukar unnu í kvöld frábæran sigur á FH, 32-29, í 8-liða úrslitum Olís deildar karla í handknattleik en leikurinn fór fram í Kaplakrika. Haukar náðu mest átta marka forskoti en FH kom til baka og háspenna varð undir lokin í Krikanum. Árni Steinn Steinþórsson var frábær í liði Hauka í kvöld og skoraði tíu mörk. Staðan er því 1-0 í einvígi liðanna. Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og tók þessar myndir hér fyrir ofan Jafnræði var á með liðunum fyrstu mínútur leiksins en í byrjun var ljóst að vörn og markvarsla var að fara vinna þennan leik. Liðin virkuðu bæði ryðguð í sínum sóknarleik og var staðan til að mynda aðeins 7-4 fyrir Haukum þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður. Haukarnir voru einu skrefi á undan FH í fyrri hálfleiknum og var það mikið til komið vegna frammistöðu Giedrius Morkunas í marki Hauka, en hann stóð sig einstaklega vel og varði 11 skot á fyrstu þrjátíu mínútum leiksins. Haukar keyrðu hreinlega yfir FH á síðustu mínútum síðari hálfleiksins og var staðan í hálfleik 17-11 fyrir gestina. FH varð að gjörbreyta sínum sóknarleik í leikhléinu og koma mun grimmari til leiks út í síðari hálfleikinn. Haukar héldu áfram sínum leik og náðu fljótlega átta marka forystu 21-13. Haukar keyrðu upp hraðan og virkuðu með leikinn í sínum höndum. Þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleiknum kviknaði einhver neisti í FH og salurinn með. Liðið þurfti að saxa á forskotið og það strax. FH breytti stöðunni í 21-17 og þakið ætlaði að rifna af Kaplakrika. Fljótlega eftir það var munurinn kominn niður í þrjú mörk. Stemningin var komin yfir til FH-inga en spurning hvort leikmenn liðsins höfðu nægilega mikla orku til að jafna metin. Á loka mínútum leiksins var spennan í hámarki og munaði aðeins tveimur mörkum á liðunum þegar um ein mínúta var eftir af leiknum. FH-ingar höfðu komið sér inn í leikinn með frábærum varnarleik en liðið breytti í 3-2-1 varnarleik í síðari hálfleiknum. Undir lokin misstu FH-ingar hausinn þegar það munaði aðeins einu marki á liðunum, 30-29. Tjörvi Þorgeirsson, leikmaður Hauka, fékk þá að vaða upp völlinn og skora auðvelt mark. Haukar unnu að lokum frábæran þriggja marka sigur 32-29. Liðið er því komið í 1-0 í einvíginu en vinna þarf tvö leiki til að komast í undanúrslitin. Patrekur: Héldum haus og fórum ekkert á taugum„Það var spenna í þessu undir lokin og mér fannst FH-ingarnir góðir í kvöld en ég er ánægður með okkur, hvernig við komum inn í leikinn og hvernig við spiluðum,“ segir Patrekur Jóhannesson, þjálfari Haukar, eftir leikinn. „Þetta voru bara tvö góð lið sem voru að mætast, það var spenna undir lokin en við leiddum alltaf í þessum leik. Mér finnst þessi úrslit nokkuð sanngjörn en núna er staðan bara 1-0.“ Patrekur segir það vera frábæra stöðu að geta klárað einvígið í næsta leik á Ásvöllum. Haukar komust mest átta mörkum yfir í stöðunni 21-13 en FH náði að minnka muninn í aðeins eitt mark undir lokin. „Ég hef engar sérstakar áhyggjur af því, svona gerist oft í handbolta. Við héldum alveg haus og fórum ekki á taugum, það er mjög jákvætt.“ Ísak: Þurfum alltaf að lenda undir til að byrja spila handbolta„Við gerum þetta alltof oft í svona leikjum, að lenda nokkrum mörkum undir,“ segir Ísak Rafnsson, leikmaður FH, eftir tapið í kvöld. „Við komum aftur á móti alltaf til baka en það er leiðinlegt að þurfa alltaf að lenda undir til að byrja spila handbolta.“ Ísak segir að liðið sé komið með bakið upp við vegg. „Það er leikur á fimmtudaginn og við ætlum að vinna hann. Það verður síðan oddaleikur hér á sunndaginn næsta sem verður skemmtilegt.“ Ísak hvetur alla FH-inga til að mæta á Ásvelli í næsta leik.Vísir/Ernir
Olís-deild karla Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira