Telja umsókn um ESB og yfirlýsingu um evru auðvelda afnám hafta Þorbjörn Þórðarson skrifar 4. apríl 2015 18:30 Ákvörðun um inngöngu í Evrópusambandið með upptöku evru síðar felur í sér heppilegra umhverfi til losunar gjaldeyrishafta heldur en afnám hafta við núverandi aðstæður með krónu. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu KPMG. Út er komin skýrslan „Úr höftum með evru?“. Skýrslan, sem er greining á ólíkum sviðsmyndum við afnám hafta, var unnin í fjórum vinnuhópum en KPMG bar ábyrgð á niðurstöðunum og hafði ritstjórn með verkinu. Árið 2012 komst Seðlabanki Íslands að þeirri niðurstöðu að innganga í ESB og upptaka evru væri raunhæfasti valkostur Íslendinga annar en íslenska krónan í skýrslunni „Valkostir Íslands í gjaldmiðils og gengismálum“. Því voru aðrir kostir í gjaldmiðlamálum en tvíhliða upptaka evru ekki skoðaðir í sviðsmyndagreiningu KPMG. Sviðsmyndagreiningin leiddi í ljós að hröð losun gjaldeyrishafta hefur í för með sér auknar sveiflur í efnahagslífinu sem orsakast að miklu leyti af þróun íslensku krónunnar. En í niðurstöðu kafla skýrslunnar segir: „Samanburður þessara greininga leiðir hins vegar í ljós að sveiflurnar yrðu vægari og síður öfgafullar í umhverfi þar sem upptaka evru er í farvatninu.“ Síðan segir: „Af niðurstöðum þessarar greiningar og samanburði við fyrri greiningu má draga þá ályktun að ákvörðun um inngöngu í ESB með upptöku evru feli í sér heppilegra umhverfi til losunar hafta með auknum stöðugleika og þrótti íslensks atvinnulífs, hvort sem losun hafta verður hröð eða hæg. Jafnframt virðist auðveldara að losa fjármagnshöftin hratt með upptöku evru í farvatninu og efnahagssveiflur við hraða losun verða minni.“Svanbjörn Thoroddsen einn eigenda ráðgjafarsviðs KPMG.„Það virðist nokkuð ljóst að við þá stöðu að gert er ráð fyrir að taka upp evru í framhaldi af inngöngu í Evrópusambandið þá er minni hætta á að það verði öfgakennd viðbrögð við afnámi hafta. Það má reikna með að í framhaldi af losun hafta verði meira jafnvægi, minni sveiflur hvort sem það er gengi gjaldmiðla eða annarra mikilvægra þátta í efnahagskerfinu,“ segir Svanbjörn Thoroddsen eigandi hjá ráðgjafarsviði KPMG sem hafði yfirumsjón með útgáfu skýrslunnar. Svanbjörn segir að trúverðugleikinn skipti mestu máli við afnám hafta. Minni líkur séu á flótta fyrirtækja úr landi ef yfirlýst markmið um aðild að ESB og upptöku evru liggi fyrir. „Eitt af því sem við höfum áhyggjur af við afnám hafta er áframhaldandi brotthvarf íslenskra fyrirtækja, sérstaklega ef afnám hafta gerist á sérstaklega löngu tímabili. Þá sjáum við áfram innlend fyrirtæki í alþjóðlegum viðskiptum fara af landi brott með sínar höfuðstöðvar og sína starfsemi. Ef það er trúverðug áætlun um afnám hafta til staðar þá er minni hætta á að innlend fyrirtæki fari af landi brott,“ segir Svanbjörn. Gjaldeyrishöft Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira
Ákvörðun um inngöngu í Evrópusambandið með upptöku evru síðar felur í sér heppilegra umhverfi til losunar gjaldeyrishafta heldur en afnám hafta við núverandi aðstæður með krónu. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu KPMG. Út er komin skýrslan „Úr höftum með evru?“. Skýrslan, sem er greining á ólíkum sviðsmyndum við afnám hafta, var unnin í fjórum vinnuhópum en KPMG bar ábyrgð á niðurstöðunum og hafði ritstjórn með verkinu. Árið 2012 komst Seðlabanki Íslands að þeirri niðurstöðu að innganga í ESB og upptaka evru væri raunhæfasti valkostur Íslendinga annar en íslenska krónan í skýrslunni „Valkostir Íslands í gjaldmiðils og gengismálum“. Því voru aðrir kostir í gjaldmiðlamálum en tvíhliða upptaka evru ekki skoðaðir í sviðsmyndagreiningu KPMG. Sviðsmyndagreiningin leiddi í ljós að hröð losun gjaldeyrishafta hefur í för með sér auknar sveiflur í efnahagslífinu sem orsakast að miklu leyti af þróun íslensku krónunnar. En í niðurstöðu kafla skýrslunnar segir: „Samanburður þessara greininga leiðir hins vegar í ljós að sveiflurnar yrðu vægari og síður öfgafullar í umhverfi þar sem upptaka evru er í farvatninu.“ Síðan segir: „Af niðurstöðum þessarar greiningar og samanburði við fyrri greiningu má draga þá ályktun að ákvörðun um inngöngu í ESB með upptöku evru feli í sér heppilegra umhverfi til losunar hafta með auknum stöðugleika og þrótti íslensks atvinnulífs, hvort sem losun hafta verður hröð eða hæg. Jafnframt virðist auðveldara að losa fjármagnshöftin hratt með upptöku evru í farvatninu og efnahagssveiflur við hraða losun verða minni.“Svanbjörn Thoroddsen einn eigenda ráðgjafarsviðs KPMG.„Það virðist nokkuð ljóst að við þá stöðu að gert er ráð fyrir að taka upp evru í framhaldi af inngöngu í Evrópusambandið þá er minni hætta á að það verði öfgakennd viðbrögð við afnámi hafta. Það má reikna með að í framhaldi af losun hafta verði meira jafnvægi, minni sveiflur hvort sem það er gengi gjaldmiðla eða annarra mikilvægra þátta í efnahagskerfinu,“ segir Svanbjörn Thoroddsen eigandi hjá ráðgjafarsviði KPMG sem hafði yfirumsjón með útgáfu skýrslunnar. Svanbjörn segir að trúverðugleikinn skipti mestu máli við afnám hafta. Minni líkur séu á flótta fyrirtækja úr landi ef yfirlýst markmið um aðild að ESB og upptöku evru liggi fyrir. „Eitt af því sem við höfum áhyggjur af við afnám hafta er áframhaldandi brotthvarf íslenskra fyrirtækja, sérstaklega ef afnám hafta gerist á sérstaklega löngu tímabili. Þá sjáum við áfram innlend fyrirtæki í alþjóðlegum viðskiptum fara af landi brott með sínar höfuðstöðvar og sína starfsemi. Ef það er trúverðug áætlun um afnám hafta til staðar þá er minni hætta á að innlend fyrirtæki fari af landi brott,“ segir Svanbjörn.
Gjaldeyrishöft Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira