Framkvæmdastjóri SA segir hækkun stjórnarlauna trufla kjaraviðræður Heimir Már Pétursson skrifar 18. apríl 2015 18:52 Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir hækkun stjórnarlauna hjá HB Granda hafa truflað kjaraviðræðurnar en stjórnin verði sjálf að gera upp við sig hvort hún verði dregin til baka. Samtök atvinnulífsins hafi lagt áherslu á að hóflegar launahækkanir geti skilað betri kaupmætti og þá verði stjórnendur að fara á undan með góðu fordæmi. Ólíkt því sem gerst hefur oftast undanfarin mörg ár fer Alþýðusambandið ekki með samningsumboð aðildarfélaga sinna í stóru samfloti. Þótt vissulega sé um samflot að ræða milli verkalýðsfélaga eins og innan Starfsgreinasambandsins koma fjölmargir aðilar að samningaborðinu á hinum almenna vinnumarkaði nú sem og hjá hinu opinbera. Þá eru kröfurnar mjög misjafnar, bæði efnislega og hvað varðar samningstíma. „Nei, ég held að þetta gangi ekki upp svona. Það er alveg ljóst að viðfangsefnið er mjög flókið og það þarf að horfa til mjög margra þátta við lausn þessarar deilu sem nú er. Það verður aldrei gert með góðu móti nema menn komi þá saman að úrlausninni,“ segir Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Það séu til leiðir til að auka kaupmátt launafólks enn frekar án þess að hleypa verðbólgunni af stað. „Það gæti komið til aðkoma ríkisvalds, það gætu komið til breytingar á launakerfum, hvernig eigi að meðhöndla ólíkar kröfur þ.e.a.s annars vegar millitekjuhópa og krafna um hækkun lægstu launa. Þetta gerist ekki öðruvísi en í samfloti,“ segir Þorsteinn. Sigurður Bessason formaður Eflingar segir margt hafa flægt samningsstöðuna að undanförnu og hafi nýleg hækkun launa stjórnarmanna í HB Granda verið eins og bensín á eldinn. „Alveg klárlega og okkar krafa er sú að þetta verði dregið til baka. Hvernig sem þeir fara að því. Það myndi vera mjög gott innlegg til að skapa andrúmsloft til að hægt sé að vinna með málin áfram. En engu að síður er mjög flókin staða undir. Nóg var samt að glíma við þá stöðu þó þetta bættist ekki við,“ segir Sigurður. „Við erum að tala um áherslu á að lægri kauphækkanir skili eftir sem áður meiri árangri og þar verða auðvitað stjórnendur að leiða för,“ segir Þorsteinn. Finnst þér að þeir ættu að draga þessa hækkun til baka? „Það verða þeir að svara fyrir um. En það er alveg ljóst að hún hefur truflað viðræður,“ segir framkvæmdastjóri Samstaka atvinnulífsins. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Aukinn þrýstingur vegna verkfalls Geislafræðingar segjast upplifa aukinn þrýsting frá stjórnendum Landspítalans vegna verkfalls þeirra. 18. apríl 2015 18:40 Deilendur nái landi áður en ríkið kemur að samningum Forsætisráðherra segir ekki þýða fyrir aðila vinnumarkaðrins að ætlast til að ríkisstjórnin leysi deilur þeirra en stjórnvöld séu til í að koma að samningum. 18. apríl 2015 18:50 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir hækkun stjórnarlauna hjá HB Granda hafa truflað kjaraviðræðurnar en stjórnin verði sjálf að gera upp við sig hvort hún verði dregin til baka. Samtök atvinnulífsins hafi lagt áherslu á að hóflegar launahækkanir geti skilað betri kaupmætti og þá verði stjórnendur að fara á undan með góðu fordæmi. Ólíkt því sem gerst hefur oftast undanfarin mörg ár fer Alþýðusambandið ekki með samningsumboð aðildarfélaga sinna í stóru samfloti. Þótt vissulega sé um samflot að ræða milli verkalýðsfélaga eins og innan Starfsgreinasambandsins koma fjölmargir aðilar að samningaborðinu á hinum almenna vinnumarkaði nú sem og hjá hinu opinbera. Þá eru kröfurnar mjög misjafnar, bæði efnislega og hvað varðar samningstíma. „Nei, ég held að þetta gangi ekki upp svona. Það er alveg ljóst að viðfangsefnið er mjög flókið og það þarf að horfa til mjög margra þátta við lausn þessarar deilu sem nú er. Það verður aldrei gert með góðu móti nema menn komi þá saman að úrlausninni,“ segir Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Það séu til leiðir til að auka kaupmátt launafólks enn frekar án þess að hleypa verðbólgunni af stað. „Það gæti komið til aðkoma ríkisvalds, það gætu komið til breytingar á launakerfum, hvernig eigi að meðhöndla ólíkar kröfur þ.e.a.s annars vegar millitekjuhópa og krafna um hækkun lægstu launa. Þetta gerist ekki öðruvísi en í samfloti,“ segir Þorsteinn. Sigurður Bessason formaður Eflingar segir margt hafa flægt samningsstöðuna að undanförnu og hafi nýleg hækkun launa stjórnarmanna í HB Granda verið eins og bensín á eldinn. „Alveg klárlega og okkar krafa er sú að þetta verði dregið til baka. Hvernig sem þeir fara að því. Það myndi vera mjög gott innlegg til að skapa andrúmsloft til að hægt sé að vinna með málin áfram. En engu að síður er mjög flókin staða undir. Nóg var samt að glíma við þá stöðu þó þetta bættist ekki við,“ segir Sigurður. „Við erum að tala um áherslu á að lægri kauphækkanir skili eftir sem áður meiri árangri og þar verða auðvitað stjórnendur að leiða för,“ segir Þorsteinn. Finnst þér að þeir ættu að draga þessa hækkun til baka? „Það verða þeir að svara fyrir um. En það er alveg ljóst að hún hefur truflað viðræður,“ segir framkvæmdastjóri Samstaka atvinnulífsins.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Aukinn þrýstingur vegna verkfalls Geislafræðingar segjast upplifa aukinn þrýsting frá stjórnendum Landspítalans vegna verkfalls þeirra. 18. apríl 2015 18:40 Deilendur nái landi áður en ríkið kemur að samningum Forsætisráðherra segir ekki þýða fyrir aðila vinnumarkaðrins að ætlast til að ríkisstjórnin leysi deilur þeirra en stjórnvöld séu til í að koma að samningum. 18. apríl 2015 18:50 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Aukinn þrýstingur vegna verkfalls Geislafræðingar segjast upplifa aukinn þrýsting frá stjórnendum Landspítalans vegna verkfalls þeirra. 18. apríl 2015 18:40
Deilendur nái landi áður en ríkið kemur að samningum Forsætisráðherra segir ekki þýða fyrir aðila vinnumarkaðrins að ætlast til að ríkisstjórnin leysi deilur þeirra en stjórnvöld séu til í að koma að samningum. 18. apríl 2015 18:50
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent