Íslenski boltinn

Fylkismenn steinlágu fyrir KA

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Bjarni Jóhannsson, þjálfari KA.
Bjarni Jóhannsson, þjálfari KA. Vísir
KA tryggði sér sæti í undanúrslitum Lengjubikarkeppninnar með öruggum 5-1 sigri á Fylki í 8-liða úrslitum en leikurinn fór fram á Framvelli í Úlfarsárdal.

Norðanmenn byrjuðu vel og komust í 2-0 forystu með tveimur mörkum frá Davíð Rúnari Bjarnasyni á fyrstu fimm mínútum leiksins.

Fylkismaðurinn Stefán Ragnar Guðlaugsson fékk svo að líta rauða spjaldið um miðjan fyrri hálfleik og náði Ævar Ingi Jóhannesson að auka forystu KA í 3-0 áður en fyrri hálfleikur var flautaður af.

Albert Brynjar Ingason minnkaði svo muninn fyrir Fylki en þeir Elfar Árni Aðalsteinsson og Ýmir Már Geirsson bættu við síðustu tveimur mörkum KA.

Bjarni Jóhannsson er þjálfari KA sem ætlar sér stóra hluti í 1. deildinni í sumar en hann var þjálfari Fylkis frá 2000-2001.

KA mætir ÍA í undanúrslitum keppninnar á sunnudag klukkan 16.00. Leikurinn fer fram á KA-velli.

Í hinni undanúrslitaviðureigninni eigast við lið Víkings og Breiðabliks.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×