„365 færir pressuna af KR yfir á FH og Stjörnuna“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. apríl 2015 20:05 Vísir/Ernir Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, segir að 365 miðlar hafi unnið markvisst að því að taka sviðsljósið af KR og varpa því á FH og Stjörnunna í aðdraganda nýs tímabils í Pepsi-deild karla. Þetta sagði hann í Akraborginni, þætti Hjartar Hjartarsonar á X-inu, en viðtalið má heyra í heild sinni hér fyrir ofan. FH er með öflugt lið og hafa styrkt leikmannahóp sinn mikið í vetur. Heimir segir að hans menn þurfi að mæta klárir til leiks, óháð því hver umræðan um liðið er í fjölmiðlum. „Við erum ánægðir með liðið okkar. Eftir síðustu leiktíð misstum við töluvert af mönnum og þurftum við að fylla í þeirra skörð. Okkur hefur tekist það ágætlega en það verður að koma í ljós hvort að við séum betri í dag eða ekki.“ „Við þurfum að vera tilbúnir 4. maí þegar við förum á KR-völlinn. Það er okkar markmið og erum við ekkert að hugsa lengra en svo.“ FH varð af Íslandsmeistaratitlinum í frægum leik gegn Stjörnunni í lokaumferðinni í Pepsi-deildinni í haust. Stjarnan varð meistari og Heimir segir að hann hafi verið viku að jafna sig. „Það var vond vika en við verðum að nýta okkur þessi vonbrigði nú til að efla okkur,“ sagði Heimir meðal annars í viðtalinu.Vísir/StefánHeimir rifjaði upp að hann tók þátt í „hinum“ stóra úrslitaleik Íslandsmótsins, viðureign ÍA og KR árið 1996, en hann var einnig í tapliðinu þá. „Stundum er þetta svona. Maður vinnur og maður tapar. Það er skemmtilegra að vinna en maður verður að sætta sig við útkomuna og líta fram á veginn. Ef ég myndi eyða öllum mínum tíma í að velta mér upp úr þessu kæmist ég sennilega ekkert áfram,“ sagði Heimir. Heimir veit að hann er með gott lið í höndunum í ár. En það kemur meira til. „Nýir leikmenn þurfa að spila sig saman og það þarf að skapa liðsheild. Það er eitt og annað sem þarf að huga að áður en mótið byrjar.“ Hjörtur spurði hann hvaða lið komi til með að berjast við FH um titilinn í sumar. „Stjarnan er með öflugt lið og með kokhraustan þjálfara líka. Þeir verða mjög öflugir.“ „Blikarnir líta mjög vel út. Þeir hafa spilað vel í vetur og virka á mig sem heilsteypt lið. Svo ertu með Val og Óli [Ólafur Jóhannesson] á eftir að koma með ákveðinn stöðugleika í félagið sem hefur vantað.“ „Svo ertu með KR. KR-ingar verða mjög sterkir. Þeir hafa fengið stekra leikmenn og það kom nýr Dani til félagsins í dag. [Henrik] Bödker er að vinna sína vinnu vel. Þeir verða mjög sterkir.“Guðmundur Benediktsson er aðstoðarþjálfari KR.Vísir/Daníel„Svo er athyglisvert með KR. KR hefur verið svolítið undir radarnum í vetur. Sem markast af því að það eru mikið af mönnum sem tengjast KR sem eru inn í 365. Þeir hafa náð að slá á væntingar sem eru alltaf gerðar til KR. KR hefur verið lítið í umfjölluninni miðað við að KR er stórveldi með frábæran leikmannahóp. Þó þeir hafa misst góða leikmenn hafa þeir, alveg eins og FH, fengið góða leikmenn í staðinn.“ „365 hefur verið klókt í því að taka pressuna af KR og setja hana yfir á FH og Stjörnuna.“ Er þetta allt með ráðum gert? „Þetta er allt með ráðum gert. Ég er að koma með eina skemmtilegustu samræsiskenningu sem hefur verið sett saman á þessum vetri.“ Hann segir að tengsl 365 við FH séu lítil. „Í öllum þessum helstu stöðum ertu með menn sem tengjast KR. Ef FH væri með sömu tengingu væri FH að gera það sama og KR - að vera undir radarnum.“ Heimir nefndi engin nöfn í „samsæriskenningu“ sinni en þess ber að geta að Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari 2. flokks karla hjá KR, er yfirmaður íþróttasviðs 365 og Guðmundur Benediktsson, aðstoðarþjálfari meistaraflokks, starfar hjá 365 sem íþróttafréttamaður. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Fleiri fréttir Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Sjá meira
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, segir að 365 miðlar hafi unnið markvisst að því að taka sviðsljósið af KR og varpa því á FH og Stjörnunna í aðdraganda nýs tímabils í Pepsi-deild karla. Þetta sagði hann í Akraborginni, þætti Hjartar Hjartarsonar á X-inu, en viðtalið má heyra í heild sinni hér fyrir ofan. FH er með öflugt lið og hafa styrkt leikmannahóp sinn mikið í vetur. Heimir segir að hans menn þurfi að mæta klárir til leiks, óháð því hver umræðan um liðið er í fjölmiðlum. „Við erum ánægðir með liðið okkar. Eftir síðustu leiktíð misstum við töluvert af mönnum og þurftum við að fylla í þeirra skörð. Okkur hefur tekist það ágætlega en það verður að koma í ljós hvort að við séum betri í dag eða ekki.“ „Við þurfum að vera tilbúnir 4. maí þegar við förum á KR-völlinn. Það er okkar markmið og erum við ekkert að hugsa lengra en svo.“ FH varð af Íslandsmeistaratitlinum í frægum leik gegn Stjörnunni í lokaumferðinni í Pepsi-deildinni í haust. Stjarnan varð meistari og Heimir segir að hann hafi verið viku að jafna sig. „Það var vond vika en við verðum að nýta okkur þessi vonbrigði nú til að efla okkur,“ sagði Heimir meðal annars í viðtalinu.Vísir/StefánHeimir rifjaði upp að hann tók þátt í „hinum“ stóra úrslitaleik Íslandsmótsins, viðureign ÍA og KR árið 1996, en hann var einnig í tapliðinu þá. „Stundum er þetta svona. Maður vinnur og maður tapar. Það er skemmtilegra að vinna en maður verður að sætta sig við útkomuna og líta fram á veginn. Ef ég myndi eyða öllum mínum tíma í að velta mér upp úr þessu kæmist ég sennilega ekkert áfram,“ sagði Heimir. Heimir veit að hann er með gott lið í höndunum í ár. En það kemur meira til. „Nýir leikmenn þurfa að spila sig saman og það þarf að skapa liðsheild. Það er eitt og annað sem þarf að huga að áður en mótið byrjar.“ Hjörtur spurði hann hvaða lið komi til með að berjast við FH um titilinn í sumar. „Stjarnan er með öflugt lið og með kokhraustan þjálfara líka. Þeir verða mjög öflugir.“ „Blikarnir líta mjög vel út. Þeir hafa spilað vel í vetur og virka á mig sem heilsteypt lið. Svo ertu með Val og Óli [Ólafur Jóhannesson] á eftir að koma með ákveðinn stöðugleika í félagið sem hefur vantað.“ „Svo ertu með KR. KR-ingar verða mjög sterkir. Þeir hafa fengið stekra leikmenn og það kom nýr Dani til félagsins í dag. [Henrik] Bödker er að vinna sína vinnu vel. Þeir verða mjög sterkir.“Guðmundur Benediktsson er aðstoðarþjálfari KR.Vísir/Daníel„Svo er athyglisvert með KR. KR hefur verið svolítið undir radarnum í vetur. Sem markast af því að það eru mikið af mönnum sem tengjast KR sem eru inn í 365. Þeir hafa náð að slá á væntingar sem eru alltaf gerðar til KR. KR hefur verið lítið í umfjölluninni miðað við að KR er stórveldi með frábæran leikmannahóp. Þó þeir hafa misst góða leikmenn hafa þeir, alveg eins og FH, fengið góða leikmenn í staðinn.“ „365 hefur verið klókt í því að taka pressuna af KR og setja hana yfir á FH og Stjörnuna.“ Er þetta allt með ráðum gert? „Þetta er allt með ráðum gert. Ég er að koma með eina skemmtilegustu samræsiskenningu sem hefur verið sett saman á þessum vetri.“ Hann segir að tengsl 365 við FH séu lítil. „Í öllum þessum helstu stöðum ertu með menn sem tengjast KR. Ef FH væri með sömu tengingu væri FH að gera það sama og KR - að vera undir radarnum.“ Heimir nefndi engin nöfn í „samsæriskenningu“ sinni en þess ber að geta að Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari 2. flokks karla hjá KR, er yfirmaður íþróttasviðs 365 og Guðmundur Benediktsson, aðstoðarþjálfari meistaraflokks, starfar hjá 365 sem íþróttafréttamaður.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Fleiri fréttir Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Sjá meira