Laun stjórnarmanna hækkuð um 33 prósent: „Það gilda bara allt önnur lögmál um þetta fólk“ Stefán Árni Pálsson skrifar 14. apríl 2015 16:18 Vilhjálmur skýtur föstum skotum á Samtök atvinnulífins. vísir/gva/anton brink „Hvað getur maður eiginlega sagt,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, í samtali við Vísi. Laun stjórnarmanna HB Granda voru hækkuð um 33,3 prósent á síðasta aðalfundi og fara úr 150 þúsund krónum á mánuði upp í 200 þúsund. Formaður stjórnar fær tvöfaldan hlut. „Þetta er með ólíkindum sérstaklega í ljósi þess að Samtök atvinnulífsins standa hér á öskrum og segja ef menn fylgja ekki einhverjum 3,3 prósenta hækkun þá muni stöðuleikinn hér fara í rúst. En á sama tíma koma stjórnarmenn í svona stóru og öflugu fyrirtæki eins og HB Granda og samþykkja launahækkun uppá 33,3 prósent. Þar innandyra er stjórnarmaður sem er aðalmaður í stjórn Samtaka atvinnulífsins,“ segir Vilhjálmur og á þar við Rannveigu Rist.Öskra á launafólk Vilhjálmur segir þetta vera mikla hræsni og reiti bara íslenskt verkafólk til reiði. „Það er svo mikilvægt að fólk átti sig á því að þessir menn standa hér og öskra á launafólk en það gilda bara allt önnur lögmál um þetta fólk. Svona verður auðvitað ekkert mætt nema bara með fullri hörku.“ Vilhjálmur skrifar í pistli á síðu Verkalýðsfélagsins að starfsmenn HB Granda séu æfir af reiði. „Á sama tíma og það stefnir í ein hörðustu verkfallsátök á íslenskum vinnumarkaði hjá verkafólki þá dúndrar stjórn HB Granda blautri tusku framan í starfsmenn með 33% launahækkun til handa stjórnarmönnum og þetta er að gerast þegar fiskvinnslufólkinu er einungis boðið að fá 3,3% í launahækkun,“ skrifar Vilhjálmur. Hann segir að Samtök atvinnulífsins hafi áður sagt að þau séu ekki hrifin af krónutöluhækkunum og að samtökin vilji frekar sjá prósentuhækkanir.Myndi skila fiskvinnslufólki 80.000 króna hækkun „Gott og vel, ef að fiskvinnslufólki í HB Granda stendur til boða 33% launahækkun við undirskrift, þá er Verkalýðsfélag Akraness til í það, bara koma með samningsdrögin og það verður skrifað undir einn, tveir og þrír. Enda myndi slík prósentuhækkun skila fiskvinnslufólki HB Granda um 80.000 kr. launahækkun á mánuði. Ef að þetta er nálgun sem Samtök atvinnulífsins vilja klára samningana á, ekki krónutöluhækkun heldur sama prósentuhækkun og stjórnarmenn HB Granda fengu síðastliðinn föstudaginn, þá ítrekar VLFA að það yrði samþykkt.“ Aðalfundur HB Granda samþykkti á föstudaginn að greiða hluthöfum rúma 2,7 milljarða króna í arð. Arðurinn verður greiddur út í lok þessa mánaðar en þetta kom fram í ræðu stjórnarformanns HB Granda á aðalfundi. HB Grandi hagnaðist um rúmar 36 milljónir evra á síðasta ári, eða um rúma fimm milljarða króna, en félagið gerir upp í evrum. Mest lesið Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Forvarnarverðlaun VÍS: „Öryggi er ekki samkeppnismál“ Samstarf Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira
„Hvað getur maður eiginlega sagt,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, í samtali við Vísi. Laun stjórnarmanna HB Granda voru hækkuð um 33,3 prósent á síðasta aðalfundi og fara úr 150 þúsund krónum á mánuði upp í 200 þúsund. Formaður stjórnar fær tvöfaldan hlut. „Þetta er með ólíkindum sérstaklega í ljósi þess að Samtök atvinnulífsins standa hér á öskrum og segja ef menn fylgja ekki einhverjum 3,3 prósenta hækkun þá muni stöðuleikinn hér fara í rúst. En á sama tíma koma stjórnarmenn í svona stóru og öflugu fyrirtæki eins og HB Granda og samþykkja launahækkun uppá 33,3 prósent. Þar innandyra er stjórnarmaður sem er aðalmaður í stjórn Samtaka atvinnulífsins,“ segir Vilhjálmur og á þar við Rannveigu Rist.Öskra á launafólk Vilhjálmur segir þetta vera mikla hræsni og reiti bara íslenskt verkafólk til reiði. „Það er svo mikilvægt að fólk átti sig á því að þessir menn standa hér og öskra á launafólk en það gilda bara allt önnur lögmál um þetta fólk. Svona verður auðvitað ekkert mætt nema bara með fullri hörku.“ Vilhjálmur skrifar í pistli á síðu Verkalýðsfélagsins að starfsmenn HB Granda séu æfir af reiði. „Á sama tíma og það stefnir í ein hörðustu verkfallsátök á íslenskum vinnumarkaði hjá verkafólki þá dúndrar stjórn HB Granda blautri tusku framan í starfsmenn með 33% launahækkun til handa stjórnarmönnum og þetta er að gerast þegar fiskvinnslufólkinu er einungis boðið að fá 3,3% í launahækkun,“ skrifar Vilhjálmur. Hann segir að Samtök atvinnulífsins hafi áður sagt að þau séu ekki hrifin af krónutöluhækkunum og að samtökin vilji frekar sjá prósentuhækkanir.Myndi skila fiskvinnslufólki 80.000 króna hækkun „Gott og vel, ef að fiskvinnslufólki í HB Granda stendur til boða 33% launahækkun við undirskrift, þá er Verkalýðsfélag Akraness til í það, bara koma með samningsdrögin og það verður skrifað undir einn, tveir og þrír. Enda myndi slík prósentuhækkun skila fiskvinnslufólki HB Granda um 80.000 kr. launahækkun á mánuði. Ef að þetta er nálgun sem Samtök atvinnulífsins vilja klára samningana á, ekki krónutöluhækkun heldur sama prósentuhækkun og stjórnarmenn HB Granda fengu síðastliðinn föstudaginn, þá ítrekar VLFA að það yrði samþykkt.“ Aðalfundur HB Granda samþykkti á föstudaginn að greiða hluthöfum rúma 2,7 milljarða króna í arð. Arðurinn verður greiddur út í lok þessa mánaðar en þetta kom fram í ræðu stjórnarformanns HB Granda á aðalfundi. HB Grandi hagnaðist um rúmar 36 milljónir evra á síðasta ári, eða um rúma fimm milljarða króna, en félagið gerir upp í evrum.
Mest lesið Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Forvarnarverðlaun VÍS: „Öryggi er ekki samkeppnismál“ Samstarf Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira