Gunnar: Ég sækist eftir því að vinna undir pressu Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. apríl 2015 13:00 Gunnar Magnússon með Íslandsbikarinn sem ÍBV vann undir hans stjórn fyrir tæpu ári síðan. Vísir/Stefán Gunnar Magnússon, sem gerði ÍBV að Íslandsmeisturum í Olís-deild karla í handbolta í fyrra og bikarmeisturum í ár, verður næsti þjálfari Hauka eins og kom fram á Vísi fyrr í dag. Gunnar tekur við Haukaliðinu af Patreki Jóhannessyni sem sagði upp starfi sínu á dögunum og ætlar að einbeita sér að austurríska landsliðinu. Eftir fimm ár í Noregi og Vestmannaeyjum fannst Gunnari kominn tími til að flytja aftur í bæinn og þá var ekki erfitt að segja við við Hauka. „Samningaviðræður voru ekkert langar. Fyrst og fremst vildum við fara flytja í bæinn eftir að vera fimm ár á flakki; þrjú ár í Noregi og tvö ár í Vestmannaeyjum. Það var kominn tími á að færast nær fjöslskyldunni,“ sagði Gunnar Magnússon við Vísi í dag. „Þegar sú ákvörðun var tekin og Haukar komu inn í spilið var þetta ekki erfið ákvörðun. Haukar eru frábært félag og eitt af toppliðum hérna á Íslandi. Ég er stoltur að taka við þessu starfi.“ Síðustu tveir þjálfarar Hauka hafa verið Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari Íslands, og Patrekur Jóhannesson, landsliðsþjálfari Austurríkis. Metnaðurinn er mikill að Ásvöllum og krafa um titla mikil. „Þessu sækistu eftir. Maður vill vinna undir pressu og vinna á toppnum,“ sagði Gunnar um pressuna sem fylgir starfinu. „Það er líka pressa að þjálfa í Vestmannaeyjum. Þar ertu ekki bara með félagið á herðunum heldur allt bæjarfélagið. Ég er vanur því og hef líka þjálfað erlendis og landsliðið þannig ég er öllu vanur.“ Gunnar er aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins en enn er óvíst hvort Aron Kristjánsson sinni því starfi áfram þegar samningur hans rennur út í júlí. En er Gunnar tilbúinn að aðstoða strákana okkar áfram? „Ég skoða það bara í sumar. Ég hef verið lengi í kringum landsliðið og það verður að skoða í rólegheitunum í sumar. Fyrst og fremst sinni ég starfi mínu hjá Haukum,“ sagði Gunnar Magnússon. Olís-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Grindavík - Tindastóll | Risauppgjör á toppnum Körfubolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Sjá meira
Gunnar Magnússon, sem gerði ÍBV að Íslandsmeisturum í Olís-deild karla í handbolta í fyrra og bikarmeisturum í ár, verður næsti þjálfari Hauka eins og kom fram á Vísi fyrr í dag. Gunnar tekur við Haukaliðinu af Patreki Jóhannessyni sem sagði upp starfi sínu á dögunum og ætlar að einbeita sér að austurríska landsliðinu. Eftir fimm ár í Noregi og Vestmannaeyjum fannst Gunnari kominn tími til að flytja aftur í bæinn og þá var ekki erfitt að segja við við Hauka. „Samningaviðræður voru ekkert langar. Fyrst og fremst vildum við fara flytja í bæinn eftir að vera fimm ár á flakki; þrjú ár í Noregi og tvö ár í Vestmannaeyjum. Það var kominn tími á að færast nær fjöslskyldunni,“ sagði Gunnar Magnússon við Vísi í dag. „Þegar sú ákvörðun var tekin og Haukar komu inn í spilið var þetta ekki erfið ákvörðun. Haukar eru frábært félag og eitt af toppliðum hérna á Íslandi. Ég er stoltur að taka við þessu starfi.“ Síðustu tveir þjálfarar Hauka hafa verið Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari Íslands, og Patrekur Jóhannesson, landsliðsþjálfari Austurríkis. Metnaðurinn er mikill að Ásvöllum og krafa um titla mikil. „Þessu sækistu eftir. Maður vill vinna undir pressu og vinna á toppnum,“ sagði Gunnar um pressuna sem fylgir starfinu. „Það er líka pressa að þjálfa í Vestmannaeyjum. Þar ertu ekki bara með félagið á herðunum heldur allt bæjarfélagið. Ég er vanur því og hef líka þjálfað erlendis og landsliðið þannig ég er öllu vanur.“ Gunnar er aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins en enn er óvíst hvort Aron Kristjánsson sinni því starfi áfram þegar samningur hans rennur út í júlí. En er Gunnar tilbúinn að aðstoða strákana okkar áfram? „Ég skoða það bara í sumar. Ég hef verið lengi í kringum landsliðið og það verður að skoða í rólegheitunum í sumar. Fyrst og fremst sinni ég starfi mínu hjá Haukum,“ sagði Gunnar Magnússon.
Olís-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Grindavík - Tindastóll | Risauppgjör á toppnum Körfubolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Sjá meira