Íslenski boltinn

Þór Hinriks hættur með Val?

Anton Ingi Leifsson skrifar
vísir/
Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur Þór Hinriksson hætt störfum sem þjálfari kvennaliðs Vals í knattspyrnu.

Óvíst er hvaða ástæða liggur að baki, en Þór tók við liðinu af Helenu Ólafsdóttir síðasta sumar. Valur lenti í sjöunda sæti deildarinnar í fyrra, en það er slakasti árangurinn í sögu félagsins.

Þór og Ólafur Tryggvi Brynjólfsson voru svo ráðnir þjálfarar félagsins í haust, en þá skrifaði Þór undir þriggja ára samning við félagið. Morgunblaðið hefur nú samkvæmt heimildum að hann sé hættur.

Valur hefur spilað þrjá leiki í B-deild Lengjubikars-kvenna, en Valsstelpurnar hafa unnið tvo og tapað einum. Ólafur Brynjólfsson stýrði liðinu í síðasta leik og segir Morgunblaðið að líkast til taki hann við liðinu alfarið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×