Skilur ekki hvað hafi verið óviðeigandi við framkomuna Stefán Árni Pálsson skrifar 11. apríl 2015 11:13 Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, segist ekki skilja hvað sé átt með að hann hafi sýnt af sér óviðeigandi framkomu á fundi á Akureyri í fyrradag. Þetta kemur fram í skriflegu svari Isavia til fréttastofu en í gær greindi Vísir frá því að látbragð Björns á fundi um opnun fleiri gátta inn í landið fyrir erlenda ferðamenn hefði vakið furðu og jafnvel reiði margra fundarmanna. Í svari Björns og Isavia kemur fram að í stuttu ávarpi sínu á fundinum lýsti Björn miklum stuðningi við sjónarmið sem fram voru sett, t.d. af fulltrúum Háskólans á Akureyri, Markaðsstofu Austurlands og Air 66. Þær hugmyndir sem þar komu fram væru einmitt vænlegar til góðs árangurs.Sjá einnig: Forstjóri Isavia hló að fundarmönnum fyrir norðan „Isavia er eins og greint var frá virkur þáttakandi í markaðssetningu Akureyrarflugavallar og Egilsstaðaflugvallar erlendis og leggur umtalsverðar fjárupphæðir til verkefnisins. Fulltrúar félagsins verða væntanlega boðaðir innan tíðar til starfa í nefnd sem fjalla á enn frekar um slíka markaðssetningu,“ segir í svarinu. Einnig séu starfsmenn félagsins nú á leið á reglubundna alþjóðaráðstefnu flugvalla og flugfélaga þar sem áhersla verður á að kynna alla íslenska alþjóðaflugvelli eins og fyrr, m.a. með þátttöku flugvallarstjórans á Akureyri og fulltrúa markaðsstofu Norðurlands. Björn Óli segist jafnframt hafa svarað nokkrum athugasemdum sem gerðar voru á fundinum við það hvernig staðið þætti að umræddum verkefnum af hálfu Isavia. „Lagði hann í orðum sínum áherslu á að ásakanir manna milli væru ekki vænlegar til þess að skila árangri heldur yrði menn að einbeita sér að því að vinna að haldbærum lausnum með samvinnu allra sem að málinu stæðu,“ segir í svari Björns og Isavia. Einn þeirra sem tjáði sig um málið við Vísis er Karl Jónsson, formaður Ferðamálafélags Eyjafjarðarsveitar. Karl er jafnframt varamaður í stjórn Markaðsstofu Norðurlands og á og rekur Lamb Inn Öngulstöðum ásamt fjölskyldu sinni og tengdaföður. „Það skal líka sagt að á fundinum vakti athygli látbragð forstjóra ISAVIA þegar hann sat undir fyrirlestrunum. Hann hristi hausinn og flissaði ef framsögumenn sögðu eitthvað sem honum mislíkaði. Ráðning hans hlýtur að hafa verið einn stór misskilningur, því ekki bar hann það með sér að vera forstjóri yfir gríðarlega stóru opinberu hlutafélagi,“ segir Karl. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Forstjóri Isavia hló að fundarmönnum fyrir norðan Ferðamálafrömuðir norðan heiða vilja millilandaflugvöll á landsbyggðina. 10. apríl 2015 15:44 Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Sjá meira
Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, segist ekki skilja hvað sé átt með að hann hafi sýnt af sér óviðeigandi framkomu á fundi á Akureyri í fyrradag. Þetta kemur fram í skriflegu svari Isavia til fréttastofu en í gær greindi Vísir frá því að látbragð Björns á fundi um opnun fleiri gátta inn í landið fyrir erlenda ferðamenn hefði vakið furðu og jafnvel reiði margra fundarmanna. Í svari Björns og Isavia kemur fram að í stuttu ávarpi sínu á fundinum lýsti Björn miklum stuðningi við sjónarmið sem fram voru sett, t.d. af fulltrúum Háskólans á Akureyri, Markaðsstofu Austurlands og Air 66. Þær hugmyndir sem þar komu fram væru einmitt vænlegar til góðs árangurs.Sjá einnig: Forstjóri Isavia hló að fundarmönnum fyrir norðan „Isavia er eins og greint var frá virkur þáttakandi í markaðssetningu Akureyrarflugavallar og Egilsstaðaflugvallar erlendis og leggur umtalsverðar fjárupphæðir til verkefnisins. Fulltrúar félagsins verða væntanlega boðaðir innan tíðar til starfa í nefnd sem fjalla á enn frekar um slíka markaðssetningu,“ segir í svarinu. Einnig séu starfsmenn félagsins nú á leið á reglubundna alþjóðaráðstefnu flugvalla og flugfélaga þar sem áhersla verður á að kynna alla íslenska alþjóðaflugvelli eins og fyrr, m.a. með þátttöku flugvallarstjórans á Akureyri og fulltrúa markaðsstofu Norðurlands. Björn Óli segist jafnframt hafa svarað nokkrum athugasemdum sem gerðar voru á fundinum við það hvernig staðið þætti að umræddum verkefnum af hálfu Isavia. „Lagði hann í orðum sínum áherslu á að ásakanir manna milli væru ekki vænlegar til þess að skila árangri heldur yrði menn að einbeita sér að því að vinna að haldbærum lausnum með samvinnu allra sem að málinu stæðu,“ segir í svari Björns og Isavia. Einn þeirra sem tjáði sig um málið við Vísis er Karl Jónsson, formaður Ferðamálafélags Eyjafjarðarsveitar. Karl er jafnframt varamaður í stjórn Markaðsstofu Norðurlands og á og rekur Lamb Inn Öngulstöðum ásamt fjölskyldu sinni og tengdaföður. „Það skal líka sagt að á fundinum vakti athygli látbragð forstjóra ISAVIA þegar hann sat undir fyrirlestrunum. Hann hristi hausinn og flissaði ef framsögumenn sögðu eitthvað sem honum mislíkaði. Ráðning hans hlýtur að hafa verið einn stór misskilningur, því ekki bar hann það með sér að vera forstjóri yfir gríðarlega stóru opinberu hlutafélagi,“ segir Karl.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Forstjóri Isavia hló að fundarmönnum fyrir norðan Ferðamálafrömuðir norðan heiða vilja millilandaflugvöll á landsbyggðina. 10. apríl 2015 15:44 Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Sjá meira
Forstjóri Isavia hló að fundarmönnum fyrir norðan Ferðamálafrömuðir norðan heiða vilja millilandaflugvöll á landsbyggðina. 10. apríl 2015 15:44