Allt að tvö þúsund fyrirtæki skaðast af verkfalli á morgun Heimir Már Pétursson skrifar 29. apríl 2015 20:10 Allt að tvö þúsund fyrirtæki í ferðaþjónustu, matvælaframleiðslu og á fleiri sviðum verða fyrir skakkaföllum þegar verkfall sextán stéttarfélaga hefst á hádegi á morgun. Erlendir fjölmiðlar hafa grennslast fyrir um áhrif verkfallsins á ferðaþjónustuna. Krafa sextán aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins um 300 þúsund króna lágmarkslaun að loknu þriggja ára samningstímabili hefur ekki hlotið náð hjá forystu Samtaka atvinnulífsins. En samkvæmt nýrri könnun Gallup fyrir fyrir Starfsgreinasambandið eru yfir 90 prósent landsmanna hlyntir því að lágmarkslaun verði hækkuð í þessa tölu. „Það er grafalvarlegt ástand. Það eru tíu þúsund manns út um allt land að leggja niður störf á morgun. Þetta er í þjónustugreinunum, þetta er í matvælagreinunum, vöruflutningum og fólksflutningum og svo framvegis,“ segir Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. Aðgerðirnar sem hefjast á hádegi á morgun og standa til miðnættis snerta nánast hverja einustu atvinnugrein á landsbyggðinni. „Við áætlum að þetta séu fimmtánhundruð til tvö þúsund fyrirtæki sem þetta snertir. Þannig að þetta mun hafa gríðarlega víðtæk áhrif,“ segir Drífa. Þetta er svona eins og viðvörunarskot hjá ykkur á morgun, hálfur sólarhringur, en svo þyngjast aðgerðir eftir því sem líður á mánuðinn? „Já í næstu viku eru það tveir dagar. Svo gefum við um tveggja vikna hlé áður en við leggjum aftur niður vinnu í tvo daga. Síðan erum við að skipulegga ótímabundið verkfall frá og með 26. maí,“ segir Drífa. Fyrirtæki í fiskvinnslu, kjötvinnslu og ekki hvað síst í ferðamennsku geta orðið fyrir töluverðum skakkaföllum vegna þessara verkfalla og erlendir blaðamenn hafa þegar spurst fyrir um aðgerðirnar. Blaðamennirnir hafi fyrst og fremst áhuga á ferðaþjónustunni. „Já, þeir hafa það og áhrif þessara aðgerða á ferðaþjónustuna á Íslandi og erlenda ferðamenn sem hingað hafa áætlað að koma,“ segir Drífa. Drífa segir ómögulegt að spá fyrir um hvort deilurnar endi í ótímabundnu verkfalli en alger pattstaða er við samningaborðið og ekki reiknað með neinum árangri á fundi í fyrramálið. Þetta er auðvitað mikill skaði fyrir þessi fyrirtæki? „Það er það. Alveg gríðarlegt tjón sem gæti orðið. En við erum nauðbeigð að nota þennan kost. Það hefur ekki komið neitt raunhæft frá samtökum atvinnulífsins sem er einhver umræðugrundvöllur. Þannig að við sjáum ekki annan kost en nota þetta neyðarúrræði,“ segir Drífa Snædal Ferðamennska á Íslandi Verkfall 2016 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Allt að tvö þúsund fyrirtæki í ferðaþjónustu, matvælaframleiðslu og á fleiri sviðum verða fyrir skakkaföllum þegar verkfall sextán stéttarfélaga hefst á hádegi á morgun. Erlendir fjölmiðlar hafa grennslast fyrir um áhrif verkfallsins á ferðaþjónustuna. Krafa sextán aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins um 300 þúsund króna lágmarkslaun að loknu þriggja ára samningstímabili hefur ekki hlotið náð hjá forystu Samtaka atvinnulífsins. En samkvæmt nýrri könnun Gallup fyrir fyrir Starfsgreinasambandið eru yfir 90 prósent landsmanna hlyntir því að lágmarkslaun verði hækkuð í þessa tölu. „Það er grafalvarlegt ástand. Það eru tíu þúsund manns út um allt land að leggja niður störf á morgun. Þetta er í þjónustugreinunum, þetta er í matvælagreinunum, vöruflutningum og fólksflutningum og svo framvegis,“ segir Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. Aðgerðirnar sem hefjast á hádegi á morgun og standa til miðnættis snerta nánast hverja einustu atvinnugrein á landsbyggðinni. „Við áætlum að þetta séu fimmtánhundruð til tvö þúsund fyrirtæki sem þetta snertir. Þannig að þetta mun hafa gríðarlega víðtæk áhrif,“ segir Drífa. Þetta er svona eins og viðvörunarskot hjá ykkur á morgun, hálfur sólarhringur, en svo þyngjast aðgerðir eftir því sem líður á mánuðinn? „Já í næstu viku eru það tveir dagar. Svo gefum við um tveggja vikna hlé áður en við leggjum aftur niður vinnu í tvo daga. Síðan erum við að skipulegga ótímabundið verkfall frá og með 26. maí,“ segir Drífa. Fyrirtæki í fiskvinnslu, kjötvinnslu og ekki hvað síst í ferðamennsku geta orðið fyrir töluverðum skakkaföllum vegna þessara verkfalla og erlendir blaðamenn hafa þegar spurst fyrir um aðgerðirnar. Blaðamennirnir hafi fyrst og fremst áhuga á ferðaþjónustunni. „Já, þeir hafa það og áhrif þessara aðgerða á ferðaþjónustuna á Íslandi og erlenda ferðamenn sem hingað hafa áætlað að koma,“ segir Drífa. Drífa segir ómögulegt að spá fyrir um hvort deilurnar endi í ótímabundnu verkfalli en alger pattstaða er við samningaborðið og ekki reiknað með neinum árangri á fundi í fyrramálið. Þetta er auðvitað mikill skaði fyrir þessi fyrirtæki? „Það er það. Alveg gríðarlegt tjón sem gæti orðið. En við erum nauðbeigð að nota þennan kost. Það hefur ekki komið neitt raunhæft frá samtökum atvinnulífsins sem er einhver umræðugrundvöllur. Þannig að við sjáum ekki annan kost en nota þetta neyðarúrræði,“ segir Drífa Snædal
Ferðamennska á Íslandi Verkfall 2016 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira