Allt að tvö þúsund fyrirtæki skaðast af verkfalli á morgun Heimir Már Pétursson skrifar 29. apríl 2015 20:10 Allt að tvö þúsund fyrirtæki í ferðaþjónustu, matvælaframleiðslu og á fleiri sviðum verða fyrir skakkaföllum þegar verkfall sextán stéttarfélaga hefst á hádegi á morgun. Erlendir fjölmiðlar hafa grennslast fyrir um áhrif verkfallsins á ferðaþjónustuna. Krafa sextán aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins um 300 þúsund króna lágmarkslaun að loknu þriggja ára samningstímabili hefur ekki hlotið náð hjá forystu Samtaka atvinnulífsins. En samkvæmt nýrri könnun Gallup fyrir fyrir Starfsgreinasambandið eru yfir 90 prósent landsmanna hlyntir því að lágmarkslaun verði hækkuð í þessa tölu. „Það er grafalvarlegt ástand. Það eru tíu þúsund manns út um allt land að leggja niður störf á morgun. Þetta er í þjónustugreinunum, þetta er í matvælagreinunum, vöruflutningum og fólksflutningum og svo framvegis,“ segir Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. Aðgerðirnar sem hefjast á hádegi á morgun og standa til miðnættis snerta nánast hverja einustu atvinnugrein á landsbyggðinni. „Við áætlum að þetta séu fimmtánhundruð til tvö þúsund fyrirtæki sem þetta snertir. Þannig að þetta mun hafa gríðarlega víðtæk áhrif,“ segir Drífa. Þetta er svona eins og viðvörunarskot hjá ykkur á morgun, hálfur sólarhringur, en svo þyngjast aðgerðir eftir því sem líður á mánuðinn? „Já í næstu viku eru það tveir dagar. Svo gefum við um tveggja vikna hlé áður en við leggjum aftur niður vinnu í tvo daga. Síðan erum við að skipulegga ótímabundið verkfall frá og með 26. maí,“ segir Drífa. Fyrirtæki í fiskvinnslu, kjötvinnslu og ekki hvað síst í ferðamennsku geta orðið fyrir töluverðum skakkaföllum vegna þessara verkfalla og erlendir blaðamenn hafa þegar spurst fyrir um aðgerðirnar. Blaðamennirnir hafi fyrst og fremst áhuga á ferðaþjónustunni. „Já, þeir hafa það og áhrif þessara aðgerða á ferðaþjónustuna á Íslandi og erlenda ferðamenn sem hingað hafa áætlað að koma,“ segir Drífa. Drífa segir ómögulegt að spá fyrir um hvort deilurnar endi í ótímabundnu verkfalli en alger pattstaða er við samningaborðið og ekki reiknað með neinum árangri á fundi í fyrramálið. Þetta er auðvitað mikill skaði fyrir þessi fyrirtæki? „Það er það. Alveg gríðarlegt tjón sem gæti orðið. En við erum nauðbeigð að nota þennan kost. Það hefur ekki komið neitt raunhæft frá samtökum atvinnulífsins sem er einhver umræðugrundvöllur. Þannig að við sjáum ekki annan kost en nota þetta neyðarúrræði,“ segir Drífa Snædal Ferðamennska á Íslandi Verkfall 2016 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum Sjá meira
Allt að tvö þúsund fyrirtæki í ferðaþjónustu, matvælaframleiðslu og á fleiri sviðum verða fyrir skakkaföllum þegar verkfall sextán stéttarfélaga hefst á hádegi á morgun. Erlendir fjölmiðlar hafa grennslast fyrir um áhrif verkfallsins á ferðaþjónustuna. Krafa sextán aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins um 300 þúsund króna lágmarkslaun að loknu þriggja ára samningstímabili hefur ekki hlotið náð hjá forystu Samtaka atvinnulífsins. En samkvæmt nýrri könnun Gallup fyrir fyrir Starfsgreinasambandið eru yfir 90 prósent landsmanna hlyntir því að lágmarkslaun verði hækkuð í þessa tölu. „Það er grafalvarlegt ástand. Það eru tíu þúsund manns út um allt land að leggja niður störf á morgun. Þetta er í þjónustugreinunum, þetta er í matvælagreinunum, vöruflutningum og fólksflutningum og svo framvegis,“ segir Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. Aðgerðirnar sem hefjast á hádegi á morgun og standa til miðnættis snerta nánast hverja einustu atvinnugrein á landsbyggðinni. „Við áætlum að þetta séu fimmtánhundruð til tvö þúsund fyrirtæki sem þetta snertir. Þannig að þetta mun hafa gríðarlega víðtæk áhrif,“ segir Drífa. Þetta er svona eins og viðvörunarskot hjá ykkur á morgun, hálfur sólarhringur, en svo þyngjast aðgerðir eftir því sem líður á mánuðinn? „Já í næstu viku eru það tveir dagar. Svo gefum við um tveggja vikna hlé áður en við leggjum aftur niður vinnu í tvo daga. Síðan erum við að skipulegga ótímabundið verkfall frá og með 26. maí,“ segir Drífa. Fyrirtæki í fiskvinnslu, kjötvinnslu og ekki hvað síst í ferðamennsku geta orðið fyrir töluverðum skakkaföllum vegna þessara verkfalla og erlendir blaðamenn hafa þegar spurst fyrir um aðgerðirnar. Blaðamennirnir hafi fyrst og fremst áhuga á ferðaþjónustunni. „Já, þeir hafa það og áhrif þessara aðgerða á ferðaþjónustuna á Íslandi og erlenda ferðamenn sem hingað hafa áætlað að koma,“ segir Drífa. Drífa segir ómögulegt að spá fyrir um hvort deilurnar endi í ótímabundnu verkfalli en alger pattstaða er við samningaborðið og ekki reiknað með neinum árangri á fundi í fyrramálið. Þetta er auðvitað mikill skaði fyrir þessi fyrirtæki? „Það er það. Alveg gríðarlegt tjón sem gæti orðið. En við erum nauðbeigð að nota þennan kost. Það hefur ekki komið neitt raunhæft frá samtökum atvinnulífsins sem er einhver umræðugrundvöllur. Þannig að við sjáum ekki annan kost en nota þetta neyðarúrræði,“ segir Drífa Snædal
Ferðamennska á Íslandi Verkfall 2016 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum Sjá meira