Allt að tvö þúsund fyrirtæki skaðast af verkfalli á morgun Heimir Már Pétursson skrifar 29. apríl 2015 20:10 Allt að tvö þúsund fyrirtæki í ferðaþjónustu, matvælaframleiðslu og á fleiri sviðum verða fyrir skakkaföllum þegar verkfall sextán stéttarfélaga hefst á hádegi á morgun. Erlendir fjölmiðlar hafa grennslast fyrir um áhrif verkfallsins á ferðaþjónustuna. Krafa sextán aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins um 300 þúsund króna lágmarkslaun að loknu þriggja ára samningstímabili hefur ekki hlotið náð hjá forystu Samtaka atvinnulífsins. En samkvæmt nýrri könnun Gallup fyrir fyrir Starfsgreinasambandið eru yfir 90 prósent landsmanna hlyntir því að lágmarkslaun verði hækkuð í þessa tölu. „Það er grafalvarlegt ástand. Það eru tíu þúsund manns út um allt land að leggja niður störf á morgun. Þetta er í þjónustugreinunum, þetta er í matvælagreinunum, vöruflutningum og fólksflutningum og svo framvegis,“ segir Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. Aðgerðirnar sem hefjast á hádegi á morgun og standa til miðnættis snerta nánast hverja einustu atvinnugrein á landsbyggðinni. „Við áætlum að þetta séu fimmtánhundruð til tvö þúsund fyrirtæki sem þetta snertir. Þannig að þetta mun hafa gríðarlega víðtæk áhrif,“ segir Drífa. Þetta er svona eins og viðvörunarskot hjá ykkur á morgun, hálfur sólarhringur, en svo þyngjast aðgerðir eftir því sem líður á mánuðinn? „Já í næstu viku eru það tveir dagar. Svo gefum við um tveggja vikna hlé áður en við leggjum aftur niður vinnu í tvo daga. Síðan erum við að skipulegga ótímabundið verkfall frá og með 26. maí,“ segir Drífa. Fyrirtæki í fiskvinnslu, kjötvinnslu og ekki hvað síst í ferðamennsku geta orðið fyrir töluverðum skakkaföllum vegna þessara verkfalla og erlendir blaðamenn hafa þegar spurst fyrir um aðgerðirnar. Blaðamennirnir hafi fyrst og fremst áhuga á ferðaþjónustunni. „Já, þeir hafa það og áhrif þessara aðgerða á ferðaþjónustuna á Íslandi og erlenda ferðamenn sem hingað hafa áætlað að koma,“ segir Drífa. Drífa segir ómögulegt að spá fyrir um hvort deilurnar endi í ótímabundnu verkfalli en alger pattstaða er við samningaborðið og ekki reiknað með neinum árangri á fundi í fyrramálið. Þetta er auðvitað mikill skaði fyrir þessi fyrirtæki? „Það er það. Alveg gríðarlegt tjón sem gæti orðið. En við erum nauðbeigð að nota þennan kost. Það hefur ekki komið neitt raunhæft frá samtökum atvinnulífsins sem er einhver umræðugrundvöllur. Þannig að við sjáum ekki annan kost en nota þetta neyðarúrræði,“ segir Drífa Snædal Ferðamennska á Íslandi Verkfall 2016 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Allt að tvö þúsund fyrirtæki í ferðaþjónustu, matvælaframleiðslu og á fleiri sviðum verða fyrir skakkaföllum þegar verkfall sextán stéttarfélaga hefst á hádegi á morgun. Erlendir fjölmiðlar hafa grennslast fyrir um áhrif verkfallsins á ferðaþjónustuna. Krafa sextán aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins um 300 þúsund króna lágmarkslaun að loknu þriggja ára samningstímabili hefur ekki hlotið náð hjá forystu Samtaka atvinnulífsins. En samkvæmt nýrri könnun Gallup fyrir fyrir Starfsgreinasambandið eru yfir 90 prósent landsmanna hlyntir því að lágmarkslaun verði hækkuð í þessa tölu. „Það er grafalvarlegt ástand. Það eru tíu þúsund manns út um allt land að leggja niður störf á morgun. Þetta er í þjónustugreinunum, þetta er í matvælagreinunum, vöruflutningum og fólksflutningum og svo framvegis,“ segir Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. Aðgerðirnar sem hefjast á hádegi á morgun og standa til miðnættis snerta nánast hverja einustu atvinnugrein á landsbyggðinni. „Við áætlum að þetta séu fimmtánhundruð til tvö þúsund fyrirtæki sem þetta snertir. Þannig að þetta mun hafa gríðarlega víðtæk áhrif,“ segir Drífa. Þetta er svona eins og viðvörunarskot hjá ykkur á morgun, hálfur sólarhringur, en svo þyngjast aðgerðir eftir því sem líður á mánuðinn? „Já í næstu viku eru það tveir dagar. Svo gefum við um tveggja vikna hlé áður en við leggjum aftur niður vinnu í tvo daga. Síðan erum við að skipulegga ótímabundið verkfall frá og með 26. maí,“ segir Drífa. Fyrirtæki í fiskvinnslu, kjötvinnslu og ekki hvað síst í ferðamennsku geta orðið fyrir töluverðum skakkaföllum vegna þessara verkfalla og erlendir blaðamenn hafa þegar spurst fyrir um aðgerðirnar. Blaðamennirnir hafi fyrst og fremst áhuga á ferðaþjónustunni. „Já, þeir hafa það og áhrif þessara aðgerða á ferðaþjónustuna á Íslandi og erlenda ferðamenn sem hingað hafa áætlað að koma,“ segir Drífa. Drífa segir ómögulegt að spá fyrir um hvort deilurnar endi í ótímabundnu verkfalli en alger pattstaða er við samningaborðið og ekki reiknað með neinum árangri á fundi í fyrramálið. Þetta er auðvitað mikill skaði fyrir þessi fyrirtæki? „Það er það. Alveg gríðarlegt tjón sem gæti orðið. En við erum nauðbeigð að nota þennan kost. Það hefur ekki komið neitt raunhæft frá samtökum atvinnulífsins sem er einhver umræðugrundvöllur. Þannig að við sjáum ekki annan kost en nota þetta neyðarúrræði,“ segir Drífa Snædal
Ferðamennska á Íslandi Verkfall 2016 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent