Leið mjög illa dagana fyrir hrun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. apríl 2015 16:33 Einar Pálmi Sigmundsson, forstöðumaður eigin viðskipta Kaupþings, ásamt verjanda sínum. vísir/gva Eftir því sem líður á ákærutímabilið í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings þeim mun minna er til af gögnum, eins og til dæmis símtölum og tölvupóstum. Til að mynda hafa hvorki símtöl né tölvupóstar frá seinustu dögum bankans í september og október 2008 skotið upp kollinum. Björn Þorvaldsson, saksóknari, bað því Einar Pálma Sigmundsson, sem var forstöðumaður eigin viðskipta Kaupþings og er einn af ákærðu í málinu, að lýsa sérstaklega því sem átti sér stað dagana 29. september-3. október 2008 fyrir dómnum. Á því tímabili jókst velta eigin viðskipta með hlutabréf í Kaupþingi gríðarlega en Kaupþing féll þann 8. október 2008. „Þetta voru sögulegir tímar og það var margt að gerast. Við vorum bjartsýnir, við vorum svarstýnir. Eigin viðskipti keyptu bréf og svo komu alltaf stórar sölur. Við sáum það til dæmis þegar við vorum komin í 5% mörkin þá kom Al Thani og keypti. Það þótti með ólíkindum að það kæmi svona fjársterkur aðili inn í Kaupþing og þetta voru gríðarlega jákvæðar fréttir sem vöktu mikla athygli,” sagði Einar.„Panikk” á markaði þegar Glitnir var þjóðnýttur Hann bætti því svo við að allir hafi orðið mjög bjartsýnir eftir kaup Al Thani í bankanum sem voru tilkynnt þann 22. september 2008. Eins og kunnugt er voru Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings-samstæðunnar, Sigurður Einarsson, stjórnarformaður bankans, Magnús Guðmundsson, forstjóri Kaupþings í Lúxemborg og Ólafur Ólafsson, sem var hluthafi í Kaupþingi, dæmdir í fangelsi fyrir Al Thani-viðskiptin. Hreiðar, Sigurður og Magnús eru einnig á meðal ákærðu í markaðsmisnotkunarmálinu. „En svo fellur Glitnir frekar óvænt og það olli miklum straumhvörfum hér á Íslandi. Menn voru heldur ekki alveg vissir hvaða afstöðu þeir ættu að taka til falls Glitnis. Seðlabankinn og ríkisstjórnin héldu að þeir væru að styrkja bankakerfið með því að leggja pening í Glitni en það verður bara panikk á markaðnum,” sagði Einar.Vildi ekki kaupa svona mikið af Kaupþingsbréfum Glitnir var þjóðnýttur mánudaginn 29. september og sama dag fer Kaupþing að kaupa mikið af hlutabréfum í sjálfu sér, miðað við það sem áður hafði verið keypt. Einar sagðist fyrir dómi aldrei hafa borið nein skilaboð á milli um að kaupa svo mikið af bréfum. Ingólfur Helgason, forstjóri Kaupþings á Íslandi hafi rætt beint við verðbréfasalana Pétur Kristin Guðmarsson og Birni Sæ Björnsson en þeir þrír eru einnig ákærðir í málinu. Saksóknari bar þá undir Einar lögregluskýrslur þar sem hann er spurður út í fyrstu daga októbermánaðar 2008. Þar segir hann meðal annars að honum hafi „liðið mjög illa þarna.” Stuttu síðar bætir hann við: „Svona rosamikil kaup. Þetta er eitthvað sem við vildum ekki gera, að kaupa svona mikið magn en menn þarna... er ennþá bara gefin skipun.”Trúðu því ekki að bankinn myndi falla Fyrir dómi sagði Einar að Ingólfur hafi gefið skipanirnar: „Mér þóttu þetta mikil kaup, ég viðurkenni það alveg, en ég átti ekki frumkvæði að neinum viðskiptum.” Einar sagði svo að menn hafi aldrei trúað því að bankinn myndi falla. „Við höfðum mikla von um að hann myndi halda. Í sjálfu sér var mikill söluþrýstingur á Kaupþingsbréfum heldur ekki óeðlilegur miðað við panikkið sem kom í kjölfar yfirtökunnar á Glitni.” Skýrslutöku yfir Einari lauk á fjórða tímanum í dag. Í fyrramálið hefst skýrslutaka yfir Ingólfi Helgasyni. Áætlað er að hún taki tvo daga en fastlega má gera ráð fyrir að hún taki lengri tíma. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir „Verðum að slá Kaupþing upp í dag er það ekki?“ „Það er greinilegt að við erum að grínast þarna. Við tökum þátt í þessu spjalli saman og þetta er hreinlega bull þarna. Þú veist að þetta er grín. Þú veist að þetta er grín.” 28. apríl 2015 11:21 Markaðsmisnotkunarmálið: „Menn stóðu bara frammi fyrir tveimur vondum kostum" Einar Pálmi Sigmundsson segir að stjórnmálamenn, bankamenn og fleiri hér á landi hafi haft áhyggjur af því í upphafi árs 2008 að einhverjir vildu „taka íslenska bankakerfið niður“. 28. apríl 2015 13:11 Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Fleiri fréttir Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Sjá meira
Eftir því sem líður á ákærutímabilið í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings þeim mun minna er til af gögnum, eins og til dæmis símtölum og tölvupóstum. Til að mynda hafa hvorki símtöl né tölvupóstar frá seinustu dögum bankans í september og október 2008 skotið upp kollinum. Björn Þorvaldsson, saksóknari, bað því Einar Pálma Sigmundsson, sem var forstöðumaður eigin viðskipta Kaupþings og er einn af ákærðu í málinu, að lýsa sérstaklega því sem átti sér stað dagana 29. september-3. október 2008 fyrir dómnum. Á því tímabili jókst velta eigin viðskipta með hlutabréf í Kaupþingi gríðarlega en Kaupþing féll þann 8. október 2008. „Þetta voru sögulegir tímar og það var margt að gerast. Við vorum bjartsýnir, við vorum svarstýnir. Eigin viðskipti keyptu bréf og svo komu alltaf stórar sölur. Við sáum það til dæmis þegar við vorum komin í 5% mörkin þá kom Al Thani og keypti. Það þótti með ólíkindum að það kæmi svona fjársterkur aðili inn í Kaupþing og þetta voru gríðarlega jákvæðar fréttir sem vöktu mikla athygli,” sagði Einar.„Panikk” á markaði þegar Glitnir var þjóðnýttur Hann bætti því svo við að allir hafi orðið mjög bjartsýnir eftir kaup Al Thani í bankanum sem voru tilkynnt þann 22. september 2008. Eins og kunnugt er voru Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings-samstæðunnar, Sigurður Einarsson, stjórnarformaður bankans, Magnús Guðmundsson, forstjóri Kaupþings í Lúxemborg og Ólafur Ólafsson, sem var hluthafi í Kaupþingi, dæmdir í fangelsi fyrir Al Thani-viðskiptin. Hreiðar, Sigurður og Magnús eru einnig á meðal ákærðu í markaðsmisnotkunarmálinu. „En svo fellur Glitnir frekar óvænt og það olli miklum straumhvörfum hér á Íslandi. Menn voru heldur ekki alveg vissir hvaða afstöðu þeir ættu að taka til falls Glitnis. Seðlabankinn og ríkisstjórnin héldu að þeir væru að styrkja bankakerfið með því að leggja pening í Glitni en það verður bara panikk á markaðnum,” sagði Einar.Vildi ekki kaupa svona mikið af Kaupþingsbréfum Glitnir var þjóðnýttur mánudaginn 29. september og sama dag fer Kaupþing að kaupa mikið af hlutabréfum í sjálfu sér, miðað við það sem áður hafði verið keypt. Einar sagðist fyrir dómi aldrei hafa borið nein skilaboð á milli um að kaupa svo mikið af bréfum. Ingólfur Helgason, forstjóri Kaupþings á Íslandi hafi rætt beint við verðbréfasalana Pétur Kristin Guðmarsson og Birni Sæ Björnsson en þeir þrír eru einnig ákærðir í málinu. Saksóknari bar þá undir Einar lögregluskýrslur þar sem hann er spurður út í fyrstu daga októbermánaðar 2008. Þar segir hann meðal annars að honum hafi „liðið mjög illa þarna.” Stuttu síðar bætir hann við: „Svona rosamikil kaup. Þetta er eitthvað sem við vildum ekki gera, að kaupa svona mikið magn en menn þarna... er ennþá bara gefin skipun.”Trúðu því ekki að bankinn myndi falla Fyrir dómi sagði Einar að Ingólfur hafi gefið skipanirnar: „Mér þóttu þetta mikil kaup, ég viðurkenni það alveg, en ég átti ekki frumkvæði að neinum viðskiptum.” Einar sagði svo að menn hafi aldrei trúað því að bankinn myndi falla. „Við höfðum mikla von um að hann myndi halda. Í sjálfu sér var mikill söluþrýstingur á Kaupþingsbréfum heldur ekki óeðlilegur miðað við panikkið sem kom í kjölfar yfirtökunnar á Glitni.” Skýrslutöku yfir Einari lauk á fjórða tímanum í dag. Í fyrramálið hefst skýrslutaka yfir Ingólfi Helgasyni. Áætlað er að hún taki tvo daga en fastlega má gera ráð fyrir að hún taki lengri tíma.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir „Verðum að slá Kaupþing upp í dag er það ekki?“ „Það er greinilegt að við erum að grínast þarna. Við tökum þátt í þessu spjalli saman og þetta er hreinlega bull þarna. Þú veist að þetta er grín. Þú veist að þetta er grín.” 28. apríl 2015 11:21 Markaðsmisnotkunarmálið: „Menn stóðu bara frammi fyrir tveimur vondum kostum" Einar Pálmi Sigmundsson segir að stjórnmálamenn, bankamenn og fleiri hér á landi hafi haft áhyggjur af því í upphafi árs 2008 að einhverjir vildu „taka íslenska bankakerfið niður“. 28. apríl 2015 13:11 Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Fleiri fréttir Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Sjá meira
„Verðum að slá Kaupþing upp í dag er það ekki?“ „Það er greinilegt að við erum að grínast þarna. Við tökum þátt í þessu spjalli saman og þetta er hreinlega bull þarna. Þú veist að þetta er grín. Þú veist að þetta er grín.” 28. apríl 2015 11:21
Markaðsmisnotkunarmálið: „Menn stóðu bara frammi fyrir tveimur vondum kostum" Einar Pálmi Sigmundsson segir að stjórnmálamenn, bankamenn og fleiri hér á landi hafi haft áhyggjur af því í upphafi árs 2008 að einhverjir vildu „taka íslenska bankakerfið niður“. 28. apríl 2015 13:11