Stytti sér leið á lokasprettinum en úrslitin munu standa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. apríl 2015 10:50 Efstu þrír í karlaflokki. Arnar Pétursson úr ÍR, Ingvar Hjartarson úr Fjölni og Sæmundur Ólafsson. Mynd/Frjálsíþróttadeild ÍR ÍR-ingar funduðu í gær með forsvarsmönnum Frjálsíþróttasambands Íslands vegna endasprettsins í Víðavangshlaupi ÍR sem fram fór á Sumardaginn fyrsta. Arnar Pétursson úr ÍR hafði betur eftir harða baráttu við Ingvar Hjartarson úr Fjölni. Munaði einni sekúndu. Niðurstaða fundarins er sú að ekki er forsenda til að breyta úrslitunum og verður Arnar því áfram sigurvegari í hlaupinu.Sjá einnig:Yfirlýsing frá ÍR-ingum vegna málsins Ingvar veitti því ekki sjálfur athygli en myndband sem birt hefur verið af lokasprettinum sýnir glögglega að Arnar hljóp yfir steyptan kant á lokametrunum og stytti leið sína þannig.Í samtali við DV segist Ingvar ekki hafa tekið eftir þessu fyrr en að hlaupinu loknu þegar áhorfendur bentu honum á málið. Hann hafi ekki viljað vera með leiðindi á staðnum og ákveðið að velta málinu fyrir sér hvort hann ætti að kæra. Síðar komst hann að því að hann hefði aðeins hálftímann að hlaupinu loknu til að kæra.Myndband af lokasprettinum má sjá hér að neðan.Má stytta sér leið í svona götuhlaupi?????Posted by Óskar Hlynsson on Monday, April 27, 2015Víðavangshlaup ÍR-inga er einnig Íslandsmótið í 5 kílómetra götuhlaupi. Því gilda alþjóðlegar reglur og leituðu ÍR-ingar því álits frá FRÍ í gær. Þráinn Hafsteinsson, yfirþjálfari frjálsíþróttadeildar ÍR, segir í samtali við Vísi að von sé á yfirlýsingu frá ÍR vegna málsins. Niðurstaða fundarins í gær hafi verið sú að ekki séu forsendur til að breyta neinu er varði úrslitin. Arnar sé sigurvegari hlaupsins og Ingvar í öðru sæti. Rökin ásamt áliti FRÍ mun fylgja yfirlýsingu ÍR-inga. Ingvar segir í samtali við DV að úrslitin muni haf mikil áhrif á val á mótum í sumar. Hann hafi verið að vonast eftir því að keppa fyrir Íslands hönd á Smáþjóðaleikunum. „Þar er keppt í 5 og 10 kílómetra hlaupi og hefur Kári Steinn Karlsson iðulega farið fyrir hönd Íslands á leikanna síðustu ár. Þar sem þeir eru haldnir á Íslandi í sumar fá tveir að taka þátt í hverri grein. Sigurvegari Víðavangshlaups ÍR á að vera sá sem keppir ásamt Kára Steini,“ segir Ingvar í samtali við DV.Arnar Pétursson í Reykjavíkurmaraþoninu síðastliðið sumar.Vísir/StefánEndurtekið efni Athygli vekur að um annað skiptið á innan við ári er Arnar sakaður um svindl í hlaupi. Arnar, sem kom fyrstur Íslendinga í mark í Reykjavíkurmaraþoninu síðastliðið sumar, var sakaður um að hafa notið aðstoðar hjólreiðarmanna. Áfrýjunardómstólll Íþrótta- og ólympíusambands Íslands vísaði hins vegar málinu frá þar sem það þótti ekki rétt undribúið til meðferðar. Yfirdómnefnd maraþonsins og dómstóll ÍSÍ höfðu áður vísað málinu frá vegna þess að ekki þótti sannað að Arnar hefði svindlað.Nánar um málið hér. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Sigurvegari Reykjavíkurmaraþonsins sakaður um svindl Yfirdómnefnd Reykjavíkurmaraþons hafnaði kæru Péturs Sturlu Bjarnasonar en hann sakar Arnar Pétursson um að hafa svindlað þegar hann kom fyrstur í mark í Reykjavíkurmaraþoninu í sumar. 11. september 2014 15:45 Arnar og Tinna Íslandsmeistarar Bandaríkjamaðurinn Matthew Pelletier og hin breska Sarah Brown höfðu sigur í Reykjavíkurmaraþoninu sem fram fór í dag. 23. ágúst 2014 16:34 Aníta og Arnar fljótust í 100. Víðavangshlaupi ÍR Sögulegt hlaup fór fram í miðbæ Reykjavíkur í morgun en úrslitin komu ekki á óvart. 23. apríl 2015 12:43 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Sjá meira
ÍR-ingar funduðu í gær með forsvarsmönnum Frjálsíþróttasambands Íslands vegna endasprettsins í Víðavangshlaupi ÍR sem fram fór á Sumardaginn fyrsta. Arnar Pétursson úr ÍR hafði betur eftir harða baráttu við Ingvar Hjartarson úr Fjölni. Munaði einni sekúndu. Niðurstaða fundarins er sú að ekki er forsenda til að breyta úrslitunum og verður Arnar því áfram sigurvegari í hlaupinu.Sjá einnig:Yfirlýsing frá ÍR-ingum vegna málsins Ingvar veitti því ekki sjálfur athygli en myndband sem birt hefur verið af lokasprettinum sýnir glögglega að Arnar hljóp yfir steyptan kant á lokametrunum og stytti leið sína þannig.Í samtali við DV segist Ingvar ekki hafa tekið eftir þessu fyrr en að hlaupinu loknu þegar áhorfendur bentu honum á málið. Hann hafi ekki viljað vera með leiðindi á staðnum og ákveðið að velta málinu fyrir sér hvort hann ætti að kæra. Síðar komst hann að því að hann hefði aðeins hálftímann að hlaupinu loknu til að kæra.Myndband af lokasprettinum má sjá hér að neðan.Má stytta sér leið í svona götuhlaupi?????Posted by Óskar Hlynsson on Monday, April 27, 2015Víðavangshlaup ÍR-inga er einnig Íslandsmótið í 5 kílómetra götuhlaupi. Því gilda alþjóðlegar reglur og leituðu ÍR-ingar því álits frá FRÍ í gær. Þráinn Hafsteinsson, yfirþjálfari frjálsíþróttadeildar ÍR, segir í samtali við Vísi að von sé á yfirlýsingu frá ÍR vegna málsins. Niðurstaða fundarins í gær hafi verið sú að ekki séu forsendur til að breyta neinu er varði úrslitin. Arnar sé sigurvegari hlaupsins og Ingvar í öðru sæti. Rökin ásamt áliti FRÍ mun fylgja yfirlýsingu ÍR-inga. Ingvar segir í samtali við DV að úrslitin muni haf mikil áhrif á val á mótum í sumar. Hann hafi verið að vonast eftir því að keppa fyrir Íslands hönd á Smáþjóðaleikunum. „Þar er keppt í 5 og 10 kílómetra hlaupi og hefur Kári Steinn Karlsson iðulega farið fyrir hönd Íslands á leikanna síðustu ár. Þar sem þeir eru haldnir á Íslandi í sumar fá tveir að taka þátt í hverri grein. Sigurvegari Víðavangshlaups ÍR á að vera sá sem keppir ásamt Kára Steini,“ segir Ingvar í samtali við DV.Arnar Pétursson í Reykjavíkurmaraþoninu síðastliðið sumar.Vísir/StefánEndurtekið efni Athygli vekur að um annað skiptið á innan við ári er Arnar sakaður um svindl í hlaupi. Arnar, sem kom fyrstur Íslendinga í mark í Reykjavíkurmaraþoninu síðastliðið sumar, var sakaður um að hafa notið aðstoðar hjólreiðarmanna. Áfrýjunardómstólll Íþrótta- og ólympíusambands Íslands vísaði hins vegar málinu frá þar sem það þótti ekki rétt undribúið til meðferðar. Yfirdómnefnd maraþonsins og dómstóll ÍSÍ höfðu áður vísað málinu frá vegna þess að ekki þótti sannað að Arnar hefði svindlað.Nánar um málið hér.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Sigurvegari Reykjavíkurmaraþonsins sakaður um svindl Yfirdómnefnd Reykjavíkurmaraþons hafnaði kæru Péturs Sturlu Bjarnasonar en hann sakar Arnar Pétursson um að hafa svindlað þegar hann kom fyrstur í mark í Reykjavíkurmaraþoninu í sumar. 11. september 2014 15:45 Arnar og Tinna Íslandsmeistarar Bandaríkjamaðurinn Matthew Pelletier og hin breska Sarah Brown höfðu sigur í Reykjavíkurmaraþoninu sem fram fór í dag. 23. ágúst 2014 16:34 Aníta og Arnar fljótust í 100. Víðavangshlaupi ÍR Sögulegt hlaup fór fram í miðbæ Reykjavíkur í morgun en úrslitin komu ekki á óvart. 23. apríl 2015 12:43 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Sjá meira
Sigurvegari Reykjavíkurmaraþonsins sakaður um svindl Yfirdómnefnd Reykjavíkurmaraþons hafnaði kæru Péturs Sturlu Bjarnasonar en hann sakar Arnar Pétursson um að hafa svindlað þegar hann kom fyrstur í mark í Reykjavíkurmaraþoninu í sumar. 11. september 2014 15:45
Arnar og Tinna Íslandsmeistarar Bandaríkjamaðurinn Matthew Pelletier og hin breska Sarah Brown höfðu sigur í Reykjavíkurmaraþoninu sem fram fór í dag. 23. ágúst 2014 16:34
Aníta og Arnar fljótust í 100. Víðavangshlaupi ÍR Sögulegt hlaup fór fram í miðbæ Reykjavíkur í morgun en úrslitin komu ekki á óvart. 23. apríl 2015 12:43