Kennitöluflakk í Brestum: „Glæpir borga sig“ Bjarki Ármannsson skrifar 27. apríl 2015 21:00 Í nýjasta þætti Bresta lagðist Lóa Pind Aldísardóttir í leiðangur til að reyna að finna kennitöluflakkara. Vísir Í nýjasta þætti Bresta lagðist Lóa Pind Aldísardóttir í leiðangur til að reyna að finna kennitöluflakkara og grafast fyrir um það hvenær ítrekuð gjaldþrot eru orðin misnotkun á kerfinu. Í þeim leiðangri rakst hún á fyrirbærið „útfararstjóra“ – menn sem leppa einkahlutafélög sem eru á leið í þrot til að eigandinn geti haldið óflekkuðu mannorði.Þrífst í skjóli stjórnvalda Kennitöluflakk athafnamanna er brotastarfsemi sem þrífst í skjóli stjórnvalda, segir Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ. Vel þekkt sé að athafnamenn fái leppa til að fylgja félögum í þrot, svo þeirra eigin nöfn haldist óflekkuð. Halldór áætlar að árin 2011 og 2012 hafi samfélagið tapað samanlagt um hundrað milljörðum króna á kennitöluflakki. Hann hefur barist fyrir breyttu regluverki til að sporna við kennitöluflakki. ASÍ lagði fram sextán tillögur til úrbóta árið 2013 en Halldór segir stjórnvöld ekki hafa gert neitt í málinu síðan. „Annað en jú, ráðherrann er búinn að auðvelda fólki að stofna einkahlutafélög af því nú er hægt að gera það á netinu," segir hann. „Þess vegna segjum við að þessi brotastarfsemi, hún er í skjóli stjórnvalda.“ Þess má geta að ríkisstjórnin segist í stjórnarsáttmála sínum ætla að vinna gegn slíkri starfsemi. „Það er ekki glæpur að verða gjaldþrota, ef fólk fær góða hugmynd en síðan gengur það ekki upp af einhverjum ástæðum,“ segir Halldór í þætti kvöldsins. „Það er hinsvegar glæpur þegar þú ert kerfisbundið að nýta þér þessa takmörkuðu ábyrgð til að hafa fé af fólki, fyrirtækjum og samfélaginu.“Fékk félagið með „vafasömum leiðum“Í þættinum var einnig rætt við Árna Elvar, mann sem kannast við það að gerast „útfararstjóri“ einkahlutafélaga. „Ég hef alveg gefið út reikninga út á félag sem var ónýtt,“ segir Árni Elvar. „Ég átti einkahlutafélag með engan rekstur og ekkert í gangi. Svo eru menn að vinna sem verktakar og þá gef ég út reikningana fyrir það. Ég held virðisaukanum og þeir fá launin sín.“ Árni segir að hann hafi ekki stofnað umrætt einkahlutafélag sjálfur, heldur fengið það frá öðrum eftir „vafasömum leiðum.“ Hann er á bótum frá fjárhagsaðstoð Reykjavíkur og segist aðspurður ekki hafa samviskubit yfir því að halda eftir peningi ætluðum hinu opinbera. „Af hverju ætti ég að fá samviskubit?“ spyr hann. „Ég fæ 118 þúsund á mánuði, hvernig á ég að lifa á því?“ Árni Elvar segist þekkja til margra sem stunda kennitölusvik með þessum hætti. Enda séu eftirmálar engir. „Það er ekkert vesen, auðvitað heldur fólk þessu áfram,“ segir hann. „Glæpir borga sig.“ Tengdar fréttir Brestir: Útfararstjórar í kennitölubraski Kennitöluflakk og raðgjaldþrot verður tekið fyrir í lokaþætti Bresta verður á dagskrá Stöðvar 2 á mánudagskvöld kl. 20:25. 25. apríl 2015 16:46 Mest lesið Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sjá meira
Í nýjasta þætti Bresta lagðist Lóa Pind Aldísardóttir í leiðangur til að reyna að finna kennitöluflakkara og grafast fyrir um það hvenær ítrekuð gjaldþrot eru orðin misnotkun á kerfinu. Í þeim leiðangri rakst hún á fyrirbærið „útfararstjóra“ – menn sem leppa einkahlutafélög sem eru á leið í þrot til að eigandinn geti haldið óflekkuðu mannorði.Þrífst í skjóli stjórnvalda Kennitöluflakk athafnamanna er brotastarfsemi sem þrífst í skjóli stjórnvalda, segir Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ. Vel þekkt sé að athafnamenn fái leppa til að fylgja félögum í þrot, svo þeirra eigin nöfn haldist óflekkuð. Halldór áætlar að árin 2011 og 2012 hafi samfélagið tapað samanlagt um hundrað milljörðum króna á kennitöluflakki. Hann hefur barist fyrir breyttu regluverki til að sporna við kennitöluflakki. ASÍ lagði fram sextán tillögur til úrbóta árið 2013 en Halldór segir stjórnvöld ekki hafa gert neitt í málinu síðan. „Annað en jú, ráðherrann er búinn að auðvelda fólki að stofna einkahlutafélög af því nú er hægt að gera það á netinu," segir hann. „Þess vegna segjum við að þessi brotastarfsemi, hún er í skjóli stjórnvalda.“ Þess má geta að ríkisstjórnin segist í stjórnarsáttmála sínum ætla að vinna gegn slíkri starfsemi. „Það er ekki glæpur að verða gjaldþrota, ef fólk fær góða hugmynd en síðan gengur það ekki upp af einhverjum ástæðum,“ segir Halldór í þætti kvöldsins. „Það er hinsvegar glæpur þegar þú ert kerfisbundið að nýta þér þessa takmörkuðu ábyrgð til að hafa fé af fólki, fyrirtækjum og samfélaginu.“Fékk félagið með „vafasömum leiðum“Í þættinum var einnig rætt við Árna Elvar, mann sem kannast við það að gerast „útfararstjóri“ einkahlutafélaga. „Ég hef alveg gefið út reikninga út á félag sem var ónýtt,“ segir Árni Elvar. „Ég átti einkahlutafélag með engan rekstur og ekkert í gangi. Svo eru menn að vinna sem verktakar og þá gef ég út reikningana fyrir það. Ég held virðisaukanum og þeir fá launin sín.“ Árni segir að hann hafi ekki stofnað umrætt einkahlutafélag sjálfur, heldur fengið það frá öðrum eftir „vafasömum leiðum.“ Hann er á bótum frá fjárhagsaðstoð Reykjavíkur og segist aðspurður ekki hafa samviskubit yfir því að halda eftir peningi ætluðum hinu opinbera. „Af hverju ætti ég að fá samviskubit?“ spyr hann. „Ég fæ 118 þúsund á mánuði, hvernig á ég að lifa á því?“ Árni Elvar segist þekkja til margra sem stunda kennitölusvik með þessum hætti. Enda séu eftirmálar engir. „Það er ekkert vesen, auðvitað heldur fólk þessu áfram,“ segir hann. „Glæpir borga sig.“
Tengdar fréttir Brestir: Útfararstjórar í kennitölubraski Kennitöluflakk og raðgjaldþrot verður tekið fyrir í lokaþætti Bresta verður á dagskrá Stöðvar 2 á mánudagskvöld kl. 20:25. 25. apríl 2015 16:46 Mest lesið Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sjá meira
Brestir: Útfararstjórar í kennitölubraski Kennitöluflakk og raðgjaldþrot verður tekið fyrir í lokaþætti Bresta verður á dagskrá Stöðvar 2 á mánudagskvöld kl. 20:25. 25. apríl 2015 16:46
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent