„Ég hef ekkert vald í Kaupþingi” Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. apríl 2015 16:54 Einar Pálmi Sigmundsson ásamt verjanda sínum Gizuri Bergsteinssyni. vísir/gva Einar Pálmi Sigmundsson, fyrrverandi forstöðumaður eigin viðskipta Kaupþings, lagði áherslu á það við skýrslutöku í dag að hann hafi ekki haft nein völd þegar kom að því að eiga viðskipti með hlutabréf bankans. Öll fyrirmæli hafi komið frá forstjóra Kaupþings á Íslandi, Ingólfi Helgasyni. Vísaði hann meðal annars til þessa þegar Björn Þorvaldsson, saksóknari, hóf að spyrja út í einstaka viðskiptadaga á ákærutímabilinu. Saksóknari spilaði símtal Einars við verðbréfasalann Pétur Kristinn Guðmarsson sem einnig er ákærður í málinu: PKG: „Þetta er á svipuðu leveli og við ákváðum að setja niður hælana í gær.” EPS: „Já, eins og hann var að segja í gær, við erum þannig ekkert að setja niður hælana, bara svona, við eigum að stoppa frjálst fall raunverulega .”Ekki klárir á hvaða skilaboð Ingólfur var að senda Stuttu síðar í símtalinu segir Einar við Pétur að þegar þetta sé komið á eitthvað ákveðið level eigi að „styðja við það.” Saksóknari spurði Einar hvað þeir Pétur hafi verið að ræða í símtalinu. „Við vorum báðir þátttakendur í samtali við Ingólf daginn áður og erum greinilega ekki alveg klárir á því hver skilaboðin voru frá honum. Pétur heldur að hann vilji að við komum sterkir inn en ég vil meina... þetta með að stoppa frjálst fall. Það felur í raun í sér að ef þú ert með vakt eða seljanleika í verðbréfi þá er lágmark að þú stoppir frjálst fall sem á sér ekki stoð í grundvallarbreytingu á markaði,” sagði Einar. Saksóknari spurði þá af hverju það hafi átt að „styðja við” þegar það væri komið á ákveðið level. „Þetta virkar þannig að ef þú ert með öfluga viðskiptavakt þá ertu alltaf að styðja við verðbréf sem er á leiðinni niður. Það er hlutverk viðskiptavaktar að minnka sveiflur, líka þegar að verðið er upp á við. [...] Við notum bara þetta orðfæri, að styðja við.”Ósáttur við hversu mikið þeir keyptu en seldu lítið á móti Hann var þá spurður hvort að þetta hafi verið fyrirmæli frá honum sjálfum eða Ingólfi. „Ég hef ekkert vald í Kaupþingi. Það var lögð almenn lína og svo nánari lína,” svaraði Einar. Áður hafði Einar greint frá því að eigin viðskipti Kaupþings hafi verið óformlegur viðskiptavaki í hlutabréfum bankans. Hann hafi hins vegar verið ósáttur við hversu mikið bankinn keypti í sjálfum sér og seldi lítið, eins og væri hlutverk formlegra viðskiptavaka. Þeir ættu ekki bara að kaupa, líka selja. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Setti spurningamerki við mikil afskipti Ingólfs af deild eigin viðskipta Einar Pálmi Sigmundsson, sem var forstöðumaður eigin viðskipta Kaupþings á ákærutímabilinu, situr nú fyrir svörum Björns Þorvaldssonar, saksóknara. 27. apríl 2015 11:13 Sagði Ingólf Helgason „framhandlegg“ og „tusku“ Hreiðars Más Líkt og áður er fjöldi símtala spilaður við aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings. 27. apríl 2015 13:02 Mest lesið Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Sjá meira
Einar Pálmi Sigmundsson, fyrrverandi forstöðumaður eigin viðskipta Kaupþings, lagði áherslu á það við skýrslutöku í dag að hann hafi ekki haft nein völd þegar kom að því að eiga viðskipti með hlutabréf bankans. Öll fyrirmæli hafi komið frá forstjóra Kaupþings á Íslandi, Ingólfi Helgasyni. Vísaði hann meðal annars til þessa þegar Björn Þorvaldsson, saksóknari, hóf að spyrja út í einstaka viðskiptadaga á ákærutímabilinu. Saksóknari spilaði símtal Einars við verðbréfasalann Pétur Kristinn Guðmarsson sem einnig er ákærður í málinu: PKG: „Þetta er á svipuðu leveli og við ákváðum að setja niður hælana í gær.” EPS: „Já, eins og hann var að segja í gær, við erum þannig ekkert að setja niður hælana, bara svona, við eigum að stoppa frjálst fall raunverulega .”Ekki klárir á hvaða skilaboð Ingólfur var að senda Stuttu síðar í símtalinu segir Einar við Pétur að þegar þetta sé komið á eitthvað ákveðið level eigi að „styðja við það.” Saksóknari spurði Einar hvað þeir Pétur hafi verið að ræða í símtalinu. „Við vorum báðir þátttakendur í samtali við Ingólf daginn áður og erum greinilega ekki alveg klárir á því hver skilaboðin voru frá honum. Pétur heldur að hann vilji að við komum sterkir inn en ég vil meina... þetta með að stoppa frjálst fall. Það felur í raun í sér að ef þú ert með vakt eða seljanleika í verðbréfi þá er lágmark að þú stoppir frjálst fall sem á sér ekki stoð í grundvallarbreytingu á markaði,” sagði Einar. Saksóknari spurði þá af hverju það hafi átt að „styðja við” þegar það væri komið á ákveðið level. „Þetta virkar þannig að ef þú ert með öfluga viðskiptavakt þá ertu alltaf að styðja við verðbréf sem er á leiðinni niður. Það er hlutverk viðskiptavaktar að minnka sveiflur, líka þegar að verðið er upp á við. [...] Við notum bara þetta orðfæri, að styðja við.”Ósáttur við hversu mikið þeir keyptu en seldu lítið á móti Hann var þá spurður hvort að þetta hafi verið fyrirmæli frá honum sjálfum eða Ingólfi. „Ég hef ekkert vald í Kaupþingi. Það var lögð almenn lína og svo nánari lína,” svaraði Einar. Áður hafði Einar greint frá því að eigin viðskipti Kaupþings hafi verið óformlegur viðskiptavaki í hlutabréfum bankans. Hann hafi hins vegar verið ósáttur við hversu mikið bankinn keypti í sjálfum sér og seldi lítið, eins og væri hlutverk formlegra viðskiptavaka. Þeir ættu ekki bara að kaupa, líka selja.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Setti spurningamerki við mikil afskipti Ingólfs af deild eigin viðskipta Einar Pálmi Sigmundsson, sem var forstöðumaður eigin viðskipta Kaupþings á ákærutímabilinu, situr nú fyrir svörum Björns Þorvaldssonar, saksóknara. 27. apríl 2015 11:13 Sagði Ingólf Helgason „framhandlegg“ og „tusku“ Hreiðars Más Líkt og áður er fjöldi símtala spilaður við aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings. 27. apríl 2015 13:02 Mest lesið Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Sjá meira
Setti spurningamerki við mikil afskipti Ingólfs af deild eigin viðskipta Einar Pálmi Sigmundsson, sem var forstöðumaður eigin viðskipta Kaupþings á ákærutímabilinu, situr nú fyrir svörum Björns Þorvaldssonar, saksóknara. 27. apríl 2015 11:13
Sagði Ingólf Helgason „framhandlegg“ og „tusku“ Hreiðars Más Líkt og áður er fjöldi símtala spilaður við aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings. 27. apríl 2015 13:02
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent