Tölvukerfi héraðsdóms liggur niðri Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. apríl 2015 09:19 Aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli sem halda átti áfram klukkan 9 í morgun var frestað um klukkutíma. vísir/gva Aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings sem halda átti áfram klukkan 9 í morgun hefur verið frestað um klukkutíma vegna þess að tölvukerfi Héraðsdóms Reykjavíkur liggur niðri. Ekki er hægt að komast inn í málaskrá og þá er hvorki hægt að taka upp né komast inn í tölvupósta eða á netið. Óljóst er hversu langan tíma það mun taka að koma tölvukerfinu í lag og var þinghaldi því frestað til klukkan 10.Hreiðar og Sigurður hafa ekki látið sjá sig Níu fyrrverandi starfsmenn og stjórnendur Kaupþings eru ákærðir í málinu fyrir allsherjarmarkaðsmisnotkun og umboðssvik á ellefu mánaða tímabili fyrir hrun. Í seinustu viku lauk skýrslutökum yfir tveimur verðbréfasölum sem störfuðu hjá eigin viðskiptum bankans, þeim Pétri Kristni Guðmarssyni og Birni Sæ Björnssyni. Þeir eru sakaðir um að hafa keypt mikið af hlutabréfum í bankanum með það að augnamiði að halda verði bréfanna uppi. Eiga þeir að hafa gert þetta að undirlagi yfirmanna sinna, meðal annars þeirra Einars Pálma Sigmundssonar, forstöðumanns eigin viðskipta Kaupþings, og Ingólfs Helgasonar, forstjóra Kaupþings á Íslandi. Báðir eru ákærðir í málinu og átti skýrslutaka yfir Einari Pálma að hefjast í morgun. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings-samstæðunnar, Sigurður Einarsson, sem var stjórnarformaður bankans og Magnús Guðmundsson, forstjóri Kaupþings í Lúxemborg eru ákærðir fyrir aðild sína að málinu. Þeir afplána nú sem kunnugt er fangelsisdóma vegna Al Thani-málsins og hefur lítið sést til þeirra í héraðsdómi á meðan aðalmeðferðin hefur staðið yfir. Magnús leit við í klukkutíma síðastliðinn föstudag í fylgd fangavarða en Hreiðar og Sigurður hafa ekkert látið sjá sig. Að auki eru Bjarki H. Diego, sem var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Kaupþings, og Björk Þórarinsdóttir, sem sat í lánanefnd bankans og starfaði á fyrirtækjasviði ákærð.Uppfært klukkan 10:05 Tölvukerfið komst aftur í lag og aðalmeðferð hófst að nýju klukkan 10. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Símtal ákærða við vin spilað: „Maður er svo hræddur um að þetta verði nornaveiðar“ "Mér líður bara skelfilega illa. [...] Ef þeir reyna að negla mann þá er þetta bara búið... Starfið farið... Maður er ekkert að fara aftur í bankageirann,” sagði Pétur Kristinn Guðmarsson í símtali við vin sinn árið 2010. 22. apríl 2015 11:10 Markaðsmisnotkunarmálið: „Við ráðum ekki verðinu á svona degi“ Birnir Sær Björnsson, fyrrverandi starfsmaður eigin viðskipta, svaraði spurningum saksóknara meðal annars um samtöl sín við Ingólf Helgason, fyrrverandi yfirmann sinn. 24. apríl 2015 10:01 Markaðsmisnotkunarmálið: Fékk sms frá forstjóranum vegna hlutabréfakaupa í Kaupþingi Skýrslutaka yfir Birni Sæ Björnssyni fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur eftir hádegi í dag. 22. apríl 2015 18:00 Man ekki hvaða banki fékk viðurnefnið „bankadruslan” Svo virðist sem að starfsmenn og stjórnendur Kaupþings hafi haft nokkrar áhyggjur af stöðunni á mörkuðum í upphafi árs 2008. 24. apríl 2015 12:41 Hélt Hreiðari Má vel upplýstum um viðskipti með bréf í bankanum Skýrslutöku yfir Birni Sæ Björnssyni, fyrrverandi verðbréfamiðlara hjá eigin viðskiptum Kaupþings, lauk klukkan 15 í dag, degi á undan áætlun. 24. apríl 2015 16:38 Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Sjá meira
Aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings sem halda átti áfram klukkan 9 í morgun hefur verið frestað um klukkutíma vegna þess að tölvukerfi Héraðsdóms Reykjavíkur liggur niðri. Ekki er hægt að komast inn í málaskrá og þá er hvorki hægt að taka upp né komast inn í tölvupósta eða á netið. Óljóst er hversu langan tíma það mun taka að koma tölvukerfinu í lag og var þinghaldi því frestað til klukkan 10.Hreiðar og Sigurður hafa ekki látið sjá sig Níu fyrrverandi starfsmenn og stjórnendur Kaupþings eru ákærðir í málinu fyrir allsherjarmarkaðsmisnotkun og umboðssvik á ellefu mánaða tímabili fyrir hrun. Í seinustu viku lauk skýrslutökum yfir tveimur verðbréfasölum sem störfuðu hjá eigin viðskiptum bankans, þeim Pétri Kristni Guðmarssyni og Birni Sæ Björnssyni. Þeir eru sakaðir um að hafa keypt mikið af hlutabréfum í bankanum með það að augnamiði að halda verði bréfanna uppi. Eiga þeir að hafa gert þetta að undirlagi yfirmanna sinna, meðal annars þeirra Einars Pálma Sigmundssonar, forstöðumanns eigin viðskipta Kaupþings, og Ingólfs Helgasonar, forstjóra Kaupþings á Íslandi. Báðir eru ákærðir í málinu og átti skýrslutaka yfir Einari Pálma að hefjast í morgun. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings-samstæðunnar, Sigurður Einarsson, sem var stjórnarformaður bankans og Magnús Guðmundsson, forstjóri Kaupþings í Lúxemborg eru ákærðir fyrir aðild sína að málinu. Þeir afplána nú sem kunnugt er fangelsisdóma vegna Al Thani-málsins og hefur lítið sést til þeirra í héraðsdómi á meðan aðalmeðferðin hefur staðið yfir. Magnús leit við í klukkutíma síðastliðinn föstudag í fylgd fangavarða en Hreiðar og Sigurður hafa ekkert látið sjá sig. Að auki eru Bjarki H. Diego, sem var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Kaupþings, og Björk Þórarinsdóttir, sem sat í lánanefnd bankans og starfaði á fyrirtækjasviði ákærð.Uppfært klukkan 10:05 Tölvukerfið komst aftur í lag og aðalmeðferð hófst að nýju klukkan 10.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Símtal ákærða við vin spilað: „Maður er svo hræddur um að þetta verði nornaveiðar“ "Mér líður bara skelfilega illa. [...] Ef þeir reyna að negla mann þá er þetta bara búið... Starfið farið... Maður er ekkert að fara aftur í bankageirann,” sagði Pétur Kristinn Guðmarsson í símtali við vin sinn árið 2010. 22. apríl 2015 11:10 Markaðsmisnotkunarmálið: „Við ráðum ekki verðinu á svona degi“ Birnir Sær Björnsson, fyrrverandi starfsmaður eigin viðskipta, svaraði spurningum saksóknara meðal annars um samtöl sín við Ingólf Helgason, fyrrverandi yfirmann sinn. 24. apríl 2015 10:01 Markaðsmisnotkunarmálið: Fékk sms frá forstjóranum vegna hlutabréfakaupa í Kaupþingi Skýrslutaka yfir Birni Sæ Björnssyni fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur eftir hádegi í dag. 22. apríl 2015 18:00 Man ekki hvaða banki fékk viðurnefnið „bankadruslan” Svo virðist sem að starfsmenn og stjórnendur Kaupþings hafi haft nokkrar áhyggjur af stöðunni á mörkuðum í upphafi árs 2008. 24. apríl 2015 12:41 Hélt Hreiðari Má vel upplýstum um viðskipti með bréf í bankanum Skýrslutöku yfir Birni Sæ Björnssyni, fyrrverandi verðbréfamiðlara hjá eigin viðskiptum Kaupþings, lauk klukkan 15 í dag, degi á undan áætlun. 24. apríl 2015 16:38 Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Sjá meira
Símtal ákærða við vin spilað: „Maður er svo hræddur um að þetta verði nornaveiðar“ "Mér líður bara skelfilega illa. [...] Ef þeir reyna að negla mann þá er þetta bara búið... Starfið farið... Maður er ekkert að fara aftur í bankageirann,” sagði Pétur Kristinn Guðmarsson í símtali við vin sinn árið 2010. 22. apríl 2015 11:10
Markaðsmisnotkunarmálið: „Við ráðum ekki verðinu á svona degi“ Birnir Sær Björnsson, fyrrverandi starfsmaður eigin viðskipta, svaraði spurningum saksóknara meðal annars um samtöl sín við Ingólf Helgason, fyrrverandi yfirmann sinn. 24. apríl 2015 10:01
Markaðsmisnotkunarmálið: Fékk sms frá forstjóranum vegna hlutabréfakaupa í Kaupþingi Skýrslutaka yfir Birni Sæ Björnssyni fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur eftir hádegi í dag. 22. apríl 2015 18:00
Man ekki hvaða banki fékk viðurnefnið „bankadruslan” Svo virðist sem að starfsmenn og stjórnendur Kaupþings hafi haft nokkrar áhyggjur af stöðunni á mörkuðum í upphafi árs 2008. 24. apríl 2015 12:41
Hélt Hreiðari Má vel upplýstum um viðskipti með bréf í bankanum Skýrslutöku yfir Birni Sæ Björnssyni, fyrrverandi verðbréfamiðlara hjá eigin viðskiptum Kaupþings, lauk klukkan 15 í dag, degi á undan áætlun. 24. apríl 2015 16:38