Markaðsmisnotkunarmálið: Fékk sms frá forstjóranum vegna hlutabréfakaupa í Kaupþingi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. apríl 2015 18:00 Fyrir dómi í dag kom fram að sms-samskipti Birnis við Ingólf hafi varðað hvernig haga skyldi viðskiptum með hlutabréf í Kaupþingi. Vísir/GVA Björn Þorvaldsson, saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Kauþings, hóf skýrslutöku yfir Birni Sæ Björnssyni í héraðsdómi í dag. Birnir var verðbréfasali hjá eigin viðskiptum Kaupþings og er ákærður fyrir að hafa tekið þátt í allsherjarmarkaðsmisnotkun með því að kaupa mikið magn hlutabréfa í bankanum með það að augnamiði að halda verði þeirra uppi.Átti að halda góðum seljanleika Starf Birnis fólst í því að eiga viðskipti með hlutabréf, meðal annars í Kaupþingi. Kvaðst hann aðallega hafa átt viðskipti með bréfin á íslenska markaðnum en tilgangur viðskiptanna var að sögn Birnis að halda góðum seljanleika í bréfunum. Sú háttsemi sem honum er gefið að sök í ákæru á að hafa verið að undirlagi yfirmanna hans, þeirra Einars Pálma Sigmundssonar, forstöðumanns eigin viðskipta, Ingólfs Helgasonar, forstjóra Kaupþings á Íslandi, Hreiðars Más Sigurðssonar, forstjóra Kaupþings samstæðunnar og Sigurðar Einarssonar, stjórnarformanns bankans. Til að leiða í ljós að háttsemin hafi að sönnu verið að undirlagi yfirmanna spurði saksóknari Birni út í hversu mikil samskipti hann hafi átt við þá og hvernig þeim samskiptum hafi verið háttað.Ræddu saman 12 sinnum á dag skömmu fyrir hrun Um hvort að samskipti við Ingólf hafi verið mikil sagði Birnir: „Já, þau voru þó nokkur. [...] Þau voru í borðsíma, með meili, smsum. [...] Ég geri mér ekki grein fyrir hversu mörg smsin voru og ég get ekki svarað hvort að samskiptin hafi eitthvað breyst á ákærutímabilinu.” Saksóknari sagði þá gögn málsins sýna að samskiptin hafi aukist mikið í ágúst 2008 og verið nokkuð meiri en áður mánuðina tvo fyrir hrun. Sýndi hann meðal annars yfirlit yfir samskipti Birnis og Ingólfs í gegnum farsíma og sást þar að í vikunni 15.-19. september 2008 ræddu þeir að meðaltali saman 12 sinnum á dag. Spurði Björn hvort eitthvað rifjaðist upp varðandi breytingu á samskiptunum en Birnir sagði svo ekki vera þótt hann rengdi ekki tölurnar í skjalinu. Þá sagðist hann einnig hafa átt í nokkuð tíðum samskiptum við Hreiðar Má sem tengdust viðskiptum með yfirstjórnarsafn bankans. Birnir sagði að samskipti við Sigurð Einarsson hafi verið engin nema það að hann var viðtakandi að tölvupóstum sem voru sendir.„Ég efa að Ingólfur sé einhver plottari, það eru kallarnir fyrir ofan hann” Líkt og áður við aðalmeðferðina var nokkuð mikill fjölda símtala spilaður í dómssal í dag. Mörg þeirra voru tekin upp við rannsókn málsins í maí 2010 og kenndi þar ýmissa grasa. Kom meðal annars fram að sms-samskipti Birnis við Ingólf hafi varðað hvernig haga skyldi viðskiptum með hlutabréf í Kaupþingi. Í einu símtalanna ræðir Birnir aðkomu Einars Pálma og Ingólfs að viðskiptum með hlutabréf í Kaupþingi: „Ingólfur var í miklu sambandi við Einar og Einar kom alltaf til okkar. [...] Einar var alltaf í gemsanum og að fara upp og kom svo til okkar.” Síðar í símtalinu segir Birnir að honum og Pétri hafi ekki fundist þetta „eðlilegt” og að þeir hafi rætt það við Einar Pálma á sínum tíma. „Okkur var farið að þykja þetta óþægilegt og vildum hopa hraðar [...] þetta var bara stefnan og við treystum okkar yfirmönnum.” Í öðru símtali frá maí 2010 ræðir Birnir við Einar Pálma og segist „ekkert viss um að Ingólfur sé sekur.” Einar Pálmi tekur undir það: „Ég efa að Ingólfur sé einhver plottari, það eru kallarnir fyrir ofan hann.” Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku Sjá meira
Björn Þorvaldsson, saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Kauþings, hóf skýrslutöku yfir Birni Sæ Björnssyni í héraðsdómi í dag. Birnir var verðbréfasali hjá eigin viðskiptum Kaupþings og er ákærður fyrir að hafa tekið þátt í allsherjarmarkaðsmisnotkun með því að kaupa mikið magn hlutabréfa í bankanum með það að augnamiði að halda verði þeirra uppi.Átti að halda góðum seljanleika Starf Birnis fólst í því að eiga viðskipti með hlutabréf, meðal annars í Kaupþingi. Kvaðst hann aðallega hafa átt viðskipti með bréfin á íslenska markaðnum en tilgangur viðskiptanna var að sögn Birnis að halda góðum seljanleika í bréfunum. Sú háttsemi sem honum er gefið að sök í ákæru á að hafa verið að undirlagi yfirmanna hans, þeirra Einars Pálma Sigmundssonar, forstöðumanns eigin viðskipta, Ingólfs Helgasonar, forstjóra Kaupþings á Íslandi, Hreiðars Más Sigurðssonar, forstjóra Kaupþings samstæðunnar og Sigurðar Einarssonar, stjórnarformanns bankans. Til að leiða í ljós að háttsemin hafi að sönnu verið að undirlagi yfirmanna spurði saksóknari Birni út í hversu mikil samskipti hann hafi átt við þá og hvernig þeim samskiptum hafi verið háttað.Ræddu saman 12 sinnum á dag skömmu fyrir hrun Um hvort að samskipti við Ingólf hafi verið mikil sagði Birnir: „Já, þau voru þó nokkur. [...] Þau voru í borðsíma, með meili, smsum. [...] Ég geri mér ekki grein fyrir hversu mörg smsin voru og ég get ekki svarað hvort að samskiptin hafi eitthvað breyst á ákærutímabilinu.” Saksóknari sagði þá gögn málsins sýna að samskiptin hafi aukist mikið í ágúst 2008 og verið nokkuð meiri en áður mánuðina tvo fyrir hrun. Sýndi hann meðal annars yfirlit yfir samskipti Birnis og Ingólfs í gegnum farsíma og sást þar að í vikunni 15.-19. september 2008 ræddu þeir að meðaltali saman 12 sinnum á dag. Spurði Björn hvort eitthvað rifjaðist upp varðandi breytingu á samskiptunum en Birnir sagði svo ekki vera þótt hann rengdi ekki tölurnar í skjalinu. Þá sagðist hann einnig hafa átt í nokkuð tíðum samskiptum við Hreiðar Má sem tengdust viðskiptum með yfirstjórnarsafn bankans. Birnir sagði að samskipti við Sigurð Einarsson hafi verið engin nema það að hann var viðtakandi að tölvupóstum sem voru sendir.„Ég efa að Ingólfur sé einhver plottari, það eru kallarnir fyrir ofan hann” Líkt og áður við aðalmeðferðina var nokkuð mikill fjölda símtala spilaður í dómssal í dag. Mörg þeirra voru tekin upp við rannsókn málsins í maí 2010 og kenndi þar ýmissa grasa. Kom meðal annars fram að sms-samskipti Birnis við Ingólf hafi varðað hvernig haga skyldi viðskiptum með hlutabréf í Kaupþingi. Í einu símtalanna ræðir Birnir aðkomu Einars Pálma og Ingólfs að viðskiptum með hlutabréf í Kaupþingi: „Ingólfur var í miklu sambandi við Einar og Einar kom alltaf til okkar. [...] Einar var alltaf í gemsanum og að fara upp og kom svo til okkar.” Síðar í símtalinu segir Birnir að honum og Pétri hafi ekki fundist þetta „eðlilegt” og að þeir hafi rætt það við Einar Pálma á sínum tíma. „Okkur var farið að þykja þetta óþægilegt og vildum hopa hraðar [...] þetta var bara stefnan og við treystum okkar yfirmönnum.” Í öðru símtali frá maí 2010 ræðir Birnir við Einar Pálma og segist „ekkert viss um að Ingólfur sé sekur.” Einar Pálmi tekur undir það: „Ég efa að Ingólfur sé einhver plottari, það eru kallarnir fyrir ofan hann.”
Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku Sjá meira